Forseti ÍSÍ biðst afsökunar: Hefði átt að orða hug minn betur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2017 15:29 Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ er annar frá hægri. Hér er hann á blaðamannafundi ÍSÍ fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Afrekssjóður ÍSÍ kynnti fyrr í vikunni fyrri úthlutun sína á árinu 2017 en tvö sérsambönd lýstu yfir óánægju með sinn hlut, sérstaklega forráðamenn Fimleikasambands Íslands. Sagði Lárus í fréttunum í gær að ummæli þau sem bæði Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambandsins, og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, létu falla væru ekki til þess fallin að þau fengju meira í næstu úthlutun. Lárus segir að um misskilning hafi verið að ræða og að hann hafi ekki haft í hótunum við þessi tvö sambönd, eins og Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, lögmaður og meðstjórnandi hjá Fimleikasambands Íslands, sagði á Facebook-síðu sinni. Yfirlýsingu Lárusar má lesa í heild sinni hér: „Yfirlýsing frá Lárusi L. Blöndal, forseta ÍSÍ Með vísan í viðtal við mig á Stöð2 í gærkvöldi varðandi úthlutun úr Afrekssjóði og umræðna sem um það hefur sprottið í dag vil ég koma eftirfarandi á framfæri. Mér finnst leitt að orð mín hafi misskilist og að einhverjum finnist ég hafa haft í hótunum við þau tvö sambönd sem lýstu yfir óánægju með úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ. Það var alls ekki meining mín og vil ég biðja þá hina sömu afsökunar á því að orða hug minn ekki betur. Ég var spurður að því hvort þau gætu vænst þess að „fá stærri bita af kökunni” þegar úthlutað verður úr sjóðnum síðar á árinu og svaraði ég því þannig að þessar athugasemdir út af fyrir sig myndu ekki leiða til þess heldur fengju þau úthlutun í samræmi við þær reglur sem þá gilda. Eins og ítarlega hefur verið kynnt á liðnum mánuðum þá stendur yfir endurskoðun á reglum Afrekssjóðs ÍSÍ. Næsta úthlutun úr sjóðnum mun taka mið af þeim reglum og að sjálfsögðu mun það gilda um alla þá sem sækja munu um til sjóðsins. Tilvísun til reglna sjóðsins átti því ekki að skiljast sem hótun til þessara tveggja sérsambanda sem athugasemdir gerðu. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍVefslóð á umrætt viðtal á Stöð2: Aðrar íþróttir Tengdar fréttir 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Forseti ÍSÍ sakaður um hroka og dónaskap: „Maðurinn er að hóta þessum samböndum“ Fleiri eru ósáttir við þau orð sem Lárus Blöndal lét falla um viðbrögð KKÍ og FSÍ við úthlutun úr Afrekssjóði 2017. 10. janúar 2017 10:49 Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15 Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. 9. janúar 2017 21:13 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Í beinni: Leganes - Barcelona | Léttvæg hindrun fyrir Börsunga Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sjá meira
Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Afrekssjóður ÍSÍ kynnti fyrr í vikunni fyrri úthlutun sína á árinu 2017 en tvö sérsambönd lýstu yfir óánægju með sinn hlut, sérstaklega forráðamenn Fimleikasambands Íslands. Sagði Lárus í fréttunum í gær að ummæli þau sem bæði Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambandsins, og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, létu falla væru ekki til þess fallin að þau fengju meira í næstu úthlutun. Lárus segir að um misskilning hafi verið að ræða og að hann hafi ekki haft í hótunum við þessi tvö sambönd, eins og Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, lögmaður og meðstjórnandi hjá Fimleikasambands Íslands, sagði á Facebook-síðu sinni. Yfirlýsingu Lárusar má lesa í heild sinni hér: „Yfirlýsing frá Lárusi L. Blöndal, forseta ÍSÍ Með vísan í viðtal við mig á Stöð2 í gærkvöldi varðandi úthlutun úr Afrekssjóði og umræðna sem um það hefur sprottið í dag vil ég koma eftirfarandi á framfæri. Mér finnst leitt að orð mín hafi misskilist og að einhverjum finnist ég hafa haft í hótunum við þau tvö sambönd sem lýstu yfir óánægju með úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ. Það var alls ekki meining mín og vil ég biðja þá hina sömu afsökunar á því að orða hug minn ekki betur. Ég var spurður að því hvort þau gætu vænst þess að „fá stærri bita af kökunni” þegar úthlutað verður úr sjóðnum síðar á árinu og svaraði ég því þannig að þessar athugasemdir út af fyrir sig myndu ekki leiða til þess heldur fengju þau úthlutun í samræmi við þær reglur sem þá gilda. Eins og ítarlega hefur verið kynnt á liðnum mánuðum þá stendur yfir endurskoðun á reglum Afrekssjóðs ÍSÍ. Næsta úthlutun úr sjóðnum mun taka mið af þeim reglum og að sjálfsögðu mun það gilda um alla þá sem sækja munu um til sjóðsins. Tilvísun til reglna sjóðsins átti því ekki að skiljast sem hótun til þessara tveggja sérsambanda sem athugasemdir gerðu. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍVefslóð á umrætt viðtal á Stöð2:
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Forseti ÍSÍ sakaður um hroka og dónaskap: „Maðurinn er að hóta þessum samböndum“ Fleiri eru ósáttir við þau orð sem Lárus Blöndal lét falla um viðbrögð KKÍ og FSÍ við úthlutun úr Afrekssjóði 2017. 10. janúar 2017 10:49 Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15 Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. 9. janúar 2017 21:13 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Í beinni: Leganes - Barcelona | Léttvæg hindrun fyrir Börsunga Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sjá meira
150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50
Forseti ÍSÍ sakaður um hroka og dónaskap: „Maðurinn er að hóta þessum samböndum“ Fleiri eru ósáttir við þau orð sem Lárus Blöndal lét falla um viðbrögð KKÍ og FSÍ við úthlutun úr Afrekssjóði 2017. 10. janúar 2017 10:49
Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15
Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. 9. janúar 2017 21:13
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti