Samkvæmt tillögunum yrðu fjárútlát til byggingu nýrra skipa og kafbáta hækkuð um 5,5 milljarða dala á ári og yrðu því um 16 milljarðar.

Tillögurnar fela í sér að herskipum og kafbátum yrði fjölgað úr 274 í 355 á næstu 30 árum.
Sérfræðingar og greinendur sem blaðamenn AP ræddi við eru sammála að geta sjóhers Bandaríkjanna hafi dregist saman á undanförnum árum. Þó er óvíst hvaðan þessi peningar ættu að koma.
Fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráðherra Ronald Reagan segir að tillögurnar séu óraunhæfar nema ríkisstjórn Trump verði tilbúin til að hafa mikinn halla á fjárlögum.