Kalkúnakeyrslan í nítjánda sinn Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2017 09:33 Flestir hinna rúmlega fimmtíu Íslendinga sem heimsóttu sýninguna í ár samankomnir fyrir hópmyndatöku á laugardeginum. Maðurinn með rauðu axlarböndin er stjórnandi sýningarinnar en Sigurður og hann eru perluvinir eins og sjá má. Turkey Run bílasýningin er orðin mörgum Íslendingum vel kunn en hún fær nafn sitt vegna þess að hún er haldin á Þakkagjörðarhátinni, þar sem kalkúnn er hátiðarrétturinn þá helgina eins og flestir þekkja. Reyndar mætti þýða nafnið á sýningunni sem Kalkúnakeyrlsuna uppá íslensku en síðustu helgina í nóvember síðastliðnum var hún haldin í 43. sinn. Það var líka í nítjánda skiptið sem að Sigurður Lárusson í samstarfi við Icelandair var með skipulagða hópferð á sýninguna vinsælu. Hópur 54 Íslendinga var með að þessu sinni og fékk undirritaður að fljóta með. Sex þúsund bílar Sýningin var fyrst haldin árið 1974 og voru þá aðeins 40 bílar meðlima Daytona Beach Street Rods til sýnis. Hún fór þó ört stækkandi og árið 1989 var sýningin í fyrsta sinn haldin á hinni risavöxnu Daytona International Speedway kappakstursbraut. Sýningin er líka risavaxin að sniðum og í ár voru yfir 6.000 bílar til sýnis auk annars varnings sem til sýnis var eða sölu, en stór hluti svæðisins var þakinn básum með allt frá gömlum bílútvörpum upp í endursmíðaðar átta gata keppnisvélar til sölu. Sýningin virðist líka vera vinsæl hjá bílaklúbbum víðsvegar um Bandaríkin og fjölmenntu margir þeirra í hópum og voru með afmörkuð svæði á sýningunni. Sýningin er skemmtileg fyrir margra hluta sakir. Þar ægir saman alls konar gerðum bíla, hvort sem það eru óbreyttir fornbílar eða mikið breyttir götukaggar, ryðgaðir Rat Rods eða gljáfægðir gullvagnar. Bílarnir virðast líka mikið vera á hreyfingu því að margir tóku þá út af sýningarsvæðinu seinnipartinn svo að rúnturinn eftir Atlantic Avenue þar sem hótel Íslendinganna var staðsett, gat verið ansi líflegur á kvöldin. Leitin að gullvagninum Eitt af því sem að undirritaðan langaði mikið að sjá á þessari sýningu var eintak af tveggja dyra Chevrolet Impala 1959, en faðir minn átti slíkan bíl á sokkabandsárunum og til eru margar góðar sögur af þeim gullvagni. Á fyrsta degi rakst maður strax á nokkur eintök af Impala 1960, bæði tveggja og fjögurra dyra, með eða án blæju en sá bíll er nokkuð frábrugðin 1959 bílnum og þá sérstaklega ljósin. Á degi tvö fannst svo í horni sýningarinnar eintak af 1959 bíl með augnaljósunum að aftan en þá var það því miður fjögurra dyra týpa. Það var ekki fyrr en á þriðja degi sem að það hljóp á snærið hjá undirrituðum en í pyttnum á brautinni, næst aðalsvæði sýningarinnar leyndist eintak af slíkum bíl sem meira að segja keppti í Daytona keppninni á árum áður. Það var tveggja dyra bíll af réttri árgerð, með 348 vélinni og svokölluðum "sixpack" blöndungum og Turboglide skiptingu. Þannig skilaði bíllinn 320 hestöflum óbreyttur frá framleiðanda sem þótti nokkuð gott. Þannig má segja nánast öruggt að hver og einn finnur eitthvað við sitt hæfi á þessari skemmtilegu sýningu, því að þessi bíll er ekki mjög algengur. Afmælisferð í burðarliðnum Sigurður Lárusson er þegar farinn að skipulegga 20 ára afmælisferðina og býst við að bryddað verði uppá eitthvað skemmtilegt af tilefninu. "Við erum þegar komin með dagsetningar fyrir 2017 en farin verður tveggja vikna ferð 16. - 29. nóvember fyrir þá sem vilja gera gott frí úr ferðinni, enda margt skemmtilegt að skoða í nágrenni Daytona" sagði Sigurður í stuttu viðtali við blaðamann. "Elsti bær Bandaríkjanna, St. Augustine er í aðeins klukkustundar fjarlægð frá Daytona sem og NASA Kennedy Space Center. Einnig er stutt í skemmtigarða Disney, Universal og Seaworld í Orlando. Fyrir þá sem vilja frekar einblína á sýninguna sjálfa verður vikuferð 21. - 28. nóvember" sagði Sigurður ennfremur. Fleiri bílaferðir eru í burðarliðnum eins og ferð á bílauppboðið í Kissimmee og ferð til Denver í samstarfi við Hafstein Emilsson sem skipuleggur mótorhjólaferðir í samstarfi við Icelandair. Þar er hugmyndin að heimsækja nokkra bíla- og hjólakirkjugarða til að menn geti verslað þar notaða varahluti.Þessir fallegu afturendar eiga það sameiginlegt að vera mismunandi útgáfur bílsins úr American Graffiti, Deuce Coupé Hot Rod.Chevrolet Impala Hard Top 1959 eins og greinarhöfund langaði mikið að finna á sýningunni. Hann var meira að segja með sömu 348 V8 vélinni með Sixpack blöndungum frægu og var notaður sem slíkur sem keppnisbíll.Annar hver bíll á sýningunni er til sölu eins og þessi óuppgerða Corvette 1976 sem var fáanleg á 750.000 kr.Efniviður í góðan Rat Rod er orðinn eftirsóttur og þessir þrír voru til sölu hjá sama aðilanum á sölusvæði sýningarinnar.Sjá mátti bíla eins og þennan á hverju götuhorni dagana sem að sýningin í Daytona var haldin og um helgina sjálfa voru glæsikerrur algengari en fólksbílarnir sjálfir. Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent
Turkey Run bílasýningin er orðin mörgum Íslendingum vel kunn en hún fær nafn sitt vegna þess að hún er haldin á Þakkagjörðarhátinni, þar sem kalkúnn er hátiðarrétturinn þá helgina eins og flestir þekkja. Reyndar mætti þýða nafnið á sýningunni sem Kalkúnakeyrlsuna uppá íslensku en síðustu helgina í nóvember síðastliðnum var hún haldin í 43. sinn. Það var líka í nítjánda skiptið sem að Sigurður Lárusson í samstarfi við Icelandair var með skipulagða hópferð á sýninguna vinsælu. Hópur 54 Íslendinga var með að þessu sinni og fékk undirritaður að fljóta með. Sex þúsund bílar Sýningin var fyrst haldin árið 1974 og voru þá aðeins 40 bílar meðlima Daytona Beach Street Rods til sýnis. Hún fór þó ört stækkandi og árið 1989 var sýningin í fyrsta sinn haldin á hinni risavöxnu Daytona International Speedway kappakstursbraut. Sýningin er líka risavaxin að sniðum og í ár voru yfir 6.000 bílar til sýnis auk annars varnings sem til sýnis var eða sölu, en stór hluti svæðisins var þakinn básum með allt frá gömlum bílútvörpum upp í endursmíðaðar átta gata keppnisvélar til sölu. Sýningin virðist líka vera vinsæl hjá bílaklúbbum víðsvegar um Bandaríkin og fjölmenntu margir þeirra í hópum og voru með afmörkuð svæði á sýningunni. Sýningin er skemmtileg fyrir margra hluta sakir. Þar ægir saman alls konar gerðum bíla, hvort sem það eru óbreyttir fornbílar eða mikið breyttir götukaggar, ryðgaðir Rat Rods eða gljáfægðir gullvagnar. Bílarnir virðast líka mikið vera á hreyfingu því að margir tóku þá út af sýningarsvæðinu seinnipartinn svo að rúnturinn eftir Atlantic Avenue þar sem hótel Íslendinganna var staðsett, gat verið ansi líflegur á kvöldin. Leitin að gullvagninum Eitt af því sem að undirritaðan langaði mikið að sjá á þessari sýningu var eintak af tveggja dyra Chevrolet Impala 1959, en faðir minn átti slíkan bíl á sokkabandsárunum og til eru margar góðar sögur af þeim gullvagni. Á fyrsta degi rakst maður strax á nokkur eintök af Impala 1960, bæði tveggja og fjögurra dyra, með eða án blæju en sá bíll er nokkuð frábrugðin 1959 bílnum og þá sérstaklega ljósin. Á degi tvö fannst svo í horni sýningarinnar eintak af 1959 bíl með augnaljósunum að aftan en þá var það því miður fjögurra dyra týpa. Það var ekki fyrr en á þriðja degi sem að það hljóp á snærið hjá undirrituðum en í pyttnum á brautinni, næst aðalsvæði sýningarinnar leyndist eintak af slíkum bíl sem meira að segja keppti í Daytona keppninni á árum áður. Það var tveggja dyra bíll af réttri árgerð, með 348 vélinni og svokölluðum "sixpack" blöndungum og Turboglide skiptingu. Þannig skilaði bíllinn 320 hestöflum óbreyttur frá framleiðanda sem þótti nokkuð gott. Þannig má segja nánast öruggt að hver og einn finnur eitthvað við sitt hæfi á þessari skemmtilegu sýningu, því að þessi bíll er ekki mjög algengur. Afmælisferð í burðarliðnum Sigurður Lárusson er þegar farinn að skipulegga 20 ára afmælisferðina og býst við að bryddað verði uppá eitthvað skemmtilegt af tilefninu. "Við erum þegar komin með dagsetningar fyrir 2017 en farin verður tveggja vikna ferð 16. - 29. nóvember fyrir þá sem vilja gera gott frí úr ferðinni, enda margt skemmtilegt að skoða í nágrenni Daytona" sagði Sigurður í stuttu viðtali við blaðamann. "Elsti bær Bandaríkjanna, St. Augustine er í aðeins klukkustundar fjarlægð frá Daytona sem og NASA Kennedy Space Center. Einnig er stutt í skemmtigarða Disney, Universal og Seaworld í Orlando. Fyrir þá sem vilja frekar einblína á sýninguna sjálfa verður vikuferð 21. - 28. nóvember" sagði Sigurður ennfremur. Fleiri bílaferðir eru í burðarliðnum eins og ferð á bílauppboðið í Kissimmee og ferð til Denver í samstarfi við Hafstein Emilsson sem skipuleggur mótorhjólaferðir í samstarfi við Icelandair. Þar er hugmyndin að heimsækja nokkra bíla- og hjólakirkjugarða til að menn geti verslað þar notaða varahluti.Þessir fallegu afturendar eiga það sameiginlegt að vera mismunandi útgáfur bílsins úr American Graffiti, Deuce Coupé Hot Rod.Chevrolet Impala Hard Top 1959 eins og greinarhöfund langaði mikið að finna á sýningunni. Hann var meira að segja með sömu 348 V8 vélinni með Sixpack blöndungum frægu og var notaður sem slíkur sem keppnisbíll.Annar hver bíll á sýningunni er til sölu eins og þessi óuppgerða Corvette 1976 sem var fáanleg á 750.000 kr.Efniviður í góðan Rat Rod er orðinn eftirsóttur og þessir þrír voru til sölu hjá sama aðilanum á sölusvæði sýningarinnar.Sjá mátti bíla eins og þennan á hverju götuhorni dagana sem að sýningin í Daytona var haldin og um helgina sjálfa voru glæsikerrur algengari en fólksbílarnir sjálfir.
Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent