

Er íslenska óþörf?
Hvenær hættum við þá að vera Íslendingar? Þegar við hættum að eyða um efni fram? Þegar við hættum að standa í ógnarlöngum röðum eftir hillum, vösum og kleinuhringjum?
Trúið mér, ég hef reynt en fæ ekki skilið að nokkur maður geti verið á þessari skoðun. Skilgreinum við ekki þjóðerni okkar út frá ætterni, sögu og tungumálinu? Við erum agnarsmá þjóð, einn óstöndugur strákofi í alheimsþorpinu og ef tungumálið er tekið af okkur verður þess ekki langt að bíða að enskumælandi menningarheimur kokgleypi okkur.
Viðhorf mannsins sem ég lýsi hér að ofan er sérstaklega hættulegt í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku samfélagi. Sambland af raddstýrðum tækninýjungum, auknu aðgengi barna og unglinga að ýmiss konar nettengdum tækjum og vaxandi straumur erlendra ferðamanna hingað til lands setur íslenskuna í raunverulega og óumdeilanlega hættu. Erlendir ferðamenn eru þjóðarbúinu nauðsynlegir og ég geri mér grein fyrir því að ekki sé gerlegt að brenna Internetið á báli og snúa aftur til tíma húslestra og munnmælasagna. En hvað er þá til ráða?
1. Styðja við íslenska máltækni með ráðum og dáð en máltækni má skilgreina sem hvers kyns samvinnu tungumáls og tölvutækni sem hefur einhvern hagnýtan tilgang. Líkt og ég og margir aðrir hafa komið inn á áður mun íslenskan ekki lifa það af ef ekki verður hægt að nota hana til raddstýringar. Ágæti, verðandi fjármálaráðherra (sem ég geri eðlilega ráð fyrir því að lesi þennan pistil af mikilli athygli): Hér þarf peninga og nóg af þeim. Með því að styðja við bakið á íslenskri máltækni og ljúka við byggingu húss íslenskra fræða gefa stjórnvöld það út að menning okkar og tungumál skipti máli og séu þess verð að fjárfesta í.
2. Erlendir ferðamenn skilja ekki íslensku og því verður að koma til móts við þá. Það má þó ekki gleyma þeim rétti fólks til að geta notað móðurmál sitt á öllum stigum þjóðfélagsins. Matseðlar, skilti og vefsíður allra íslenskra fyrirtækja ættu því undantekningalaust að vera á bæði íslensku og ensku. Jafnframt er það óhæft að ekki sé hægt að fá þjónustu á vissum stöðum innan þjónustugeirans hér á Íslandi nema á ensku og á því þarf að ráða bót.
3. Leggja áherslu á vandaðar og góðar þýðingar. Netflix, YouTube og erlendir tölvuleikir eru meðal þess sem ekki verður ráðið við en það er ýmislegt annað til sem má þýða og hefur verið gert í gegnum tíðina með miklum ágætum.
4. Tala við börnin okkar, lesa fyrir þau og gera eins og við getum til að þau heyri og sjái mikið af vandaðri íslensku. Jafnframt þarf að styðja við þau börn sem af ýmsum ástæðum fá ekki ákjósanlegt málauppeldi, bæta íslenskukennslu og auðvelda aðgengi að talmeinafræðingum og öðrum sérfræðingum máls og læsis. Þessi fyrrnefndu börn ættu að fá sérstakt utanumhald, málörvunarhópar ættu að vera starfræktir á öllum skólastigum og stofna ætti sérstaka samræðuhópa fyrir þau börn sem af einhverjum ástæðum eru í hættu á að einangrast.
5. Til eru snjalltæki sem skilja íslensku og eru með íslenskan hugbúnað. Því væri mikið heillaskref að skipta vörum frá Apple (spjaldtölvum og símum til dæmis) út fyrir tæki með annað stýrikerfi. Mörgum finnst ýmist óþægilegt eða asnalegt að hafa nettengdu tækin sín á íslensku en það er einkum vegna þess að þeir hafa vanið sig á enskuna og kannast jafnvel ekki við íslensku orðin yfir sumt af því sem er að finna í tækjunum þeirra. Ef börn hafa íslensku fyrir augunum í tækjunum strax frá upphafi hafa þau einskis að sakna.
Mikilvægast af öllu er þó að við berum virðingu fyrir málinu. Virðingar- og afskiptaleysi gagnvart íslenskunni mun að endingu gera út af við hana því enginn berst fyrir einhverju sem honum stendur á sama um. Það fer enginn á mótmæli með skilti sem á stendur: „Hvaða læti eru þetta eiginlega?“ Mér er annt um málið mitt og mun rífa íslenskan kjaft eins lengi og þurfa þykir. Hvað með þig?
Skoðun

Ríkisstjórn sem skeytir engu
Diljá Matthíasardóttir skrifar

Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála
Anna Klara Georgsdóttir skrifar

Fólkið sem gleymdist í Grindavík
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar

Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna
Erlingur Erlingsson skrifar

Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ?
Ómar Stefánsson skrifar

Elsku ASÍ, bara… Nei
Sunna Arnardóttir skrifar

Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Við höfum ekki efni á norsku leiðinni
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Sósíalistar á vaktinni í átta ár
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Styðjum þá sem bjarga okkur
Jens Garðar Helgason skrifar

Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Embætti þitt geta allir séð
Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð
Nichole Leigh Mosty skrifar

Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð?
Davíð Bergmann skrifar

Sigursaga Evrópu í 21 ár
Pawel Bartoszek skrifar

Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Börnin á Gasa
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Hvað ert þú að gera?
Eiður Welding skrifar

Rauðir sokkar á 1. maí
Sveinn Ólafsson skrifar

1. maí er líka fyrir fatlað fólk!
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar

Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Á milli steins og sleggju Heinemann
Ólafur Stephensen skrifar

Heiðrum íslenska hestinn
Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar

Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk
Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar

Er kominn tími á Útlendingafrí?
Marion Poilvez skrifar

Janus og jakkalakkarnir
Óskar Guðmundsson skrifar

Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr
Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar

Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi
Ingrid Kuhlman skrifar