Ræður enginn við Frakka í þessum ham Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2017 11:00 Frakkar fagna sjötta heimsmeistaratitli sínum. vísir/getty „Fyrri hálfleikur var geggjaður. Það var hrikalega gaman að sjá uppleggið hjá Norðmönnum, þeir keyrðu í bakið á Frökkum og stjórnuðu hraðanum í leiknum,“ sagði Einar Andri Einarsson, sérfræðingur íþróttadeildar 365 um HM 2017 og þjálfari karlaliðs Aftureldingar, um úrslitaleik Frakklands og Noregs í gær. Hann segir að Norðmenn hafi farið illa að ráði sínu undir lok fyrri hálfleiks og þeir hefðu átt að fara með betri stöðu til búningsherbergja. „Frakkar voru í basli. Norðmenn komust mest þremur mörkum yfir og hefðu með smá heppni getað náð meiri forystu. En endirinn á fyrri hálfleik var hræðilegur hjá Noregi, þeir áttu að vera yfir eða með jafna stöðu. Markið undir lokin kveikti svo í höllinni,“ sagði Einar Andri og vísaði til marksins sem Valentin Porte skoraði í þann mund sem hálfleiksflautið gall. Hann kom Frökkum þá í 18-17. Markvarslan var engin hjá Frökkum í fyrri hálfleik en reynsluboltinn Thierry Omeyer náði sér ekki á strik. Markvarslan snarbatnaði í upphafi seinni hálfleiks. Vincent Gerard varði frábærlega, alls 11 skot (41%), og lagði grunninn að sigri Frakklands. „Gerard ver eins og skepna, þeir gengu á lagið og kunna þetta. Það ræður enginn við Frakka í þessum ham. Menn eins og Nicola Karabatic og Daniel Narcisse kunna þetta,“ sagði Einar Andri sem hreifst af frammistöðu norska liðsins sem vann sér ekki sæti á HM í gegnum umspil, heldur fékk úthlutað sæti frá Alþjóðahandknattleikssambandinu. „Þetta er stórkostlegt. Maður sá það ekki alveg gerast að Norðmenn færu í úrslit, en ekki Þjóðverjar, Danir eða Spánverjar. Þeir eiga hrós skilið, liðsheildin er sterk og skipulagið frábært. Það er magnað að koma þessu liði í úrslit því það eru ekki margir heimsklassaleikmenn í því,“ sagði Einar Andri. Honum fannst mótið í Frakklandi heilt yfir gott. „Það er frábært fyrir handboltann hvað þessi íþrótt er orðin stór í Frakklandi. Umgjörðin og mætingin var frábær og þetta var virkilega flott mót. Það var talsverð endurnýjun hjá nokkrum liðum sem hafa verið lengi saman og handboltinn var nokkuð góður,“ sagði Einar Andri að lokum. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar vörðu heimsmeistaratitilinn á heimavelli | Fjórði titilinn í fimm tilraunum Franska landsliðið í handbolta er heimsmeistari á ný eftir 33-26 sigur á Noregi á heimavelli í dag en þetta í fjórða skiptið sem þetta ógnarsterka franska landslið hampar heimsmeistaratitlinum á aðeins tíu ára tímabili. 29. janúar 2017 18:15 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
„Fyrri hálfleikur var geggjaður. Það var hrikalega gaman að sjá uppleggið hjá Norðmönnum, þeir keyrðu í bakið á Frökkum og stjórnuðu hraðanum í leiknum,“ sagði Einar Andri Einarsson, sérfræðingur íþróttadeildar 365 um HM 2017 og þjálfari karlaliðs Aftureldingar, um úrslitaleik Frakklands og Noregs í gær. Hann segir að Norðmenn hafi farið illa að ráði sínu undir lok fyrri hálfleiks og þeir hefðu átt að fara með betri stöðu til búningsherbergja. „Frakkar voru í basli. Norðmenn komust mest þremur mörkum yfir og hefðu með smá heppni getað náð meiri forystu. En endirinn á fyrri hálfleik var hræðilegur hjá Noregi, þeir áttu að vera yfir eða með jafna stöðu. Markið undir lokin kveikti svo í höllinni,“ sagði Einar Andri og vísaði til marksins sem Valentin Porte skoraði í þann mund sem hálfleiksflautið gall. Hann kom Frökkum þá í 18-17. Markvarslan var engin hjá Frökkum í fyrri hálfleik en reynsluboltinn Thierry Omeyer náði sér ekki á strik. Markvarslan snarbatnaði í upphafi seinni hálfleiks. Vincent Gerard varði frábærlega, alls 11 skot (41%), og lagði grunninn að sigri Frakklands. „Gerard ver eins og skepna, þeir gengu á lagið og kunna þetta. Það ræður enginn við Frakka í þessum ham. Menn eins og Nicola Karabatic og Daniel Narcisse kunna þetta,“ sagði Einar Andri sem hreifst af frammistöðu norska liðsins sem vann sér ekki sæti á HM í gegnum umspil, heldur fékk úthlutað sæti frá Alþjóðahandknattleikssambandinu. „Þetta er stórkostlegt. Maður sá það ekki alveg gerast að Norðmenn færu í úrslit, en ekki Þjóðverjar, Danir eða Spánverjar. Þeir eiga hrós skilið, liðsheildin er sterk og skipulagið frábært. Það er magnað að koma þessu liði í úrslit því það eru ekki margir heimsklassaleikmenn í því,“ sagði Einar Andri. Honum fannst mótið í Frakklandi heilt yfir gott. „Það er frábært fyrir handboltann hvað þessi íþrótt er orðin stór í Frakklandi. Umgjörðin og mætingin var frábær og þetta var virkilega flott mót. Það var talsverð endurnýjun hjá nokkrum liðum sem hafa verið lengi saman og handboltinn var nokkuð góður,“ sagði Einar Andri að lokum.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar vörðu heimsmeistaratitilinn á heimavelli | Fjórði titilinn í fimm tilraunum Franska landsliðið í handbolta er heimsmeistari á ný eftir 33-26 sigur á Noregi á heimavelli í dag en þetta í fjórða skiptið sem þetta ógnarsterka franska landslið hampar heimsmeistaratitlinum á aðeins tíu ára tímabili. 29. janúar 2017 18:15 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Frakkar vörðu heimsmeistaratitilinn á heimavelli | Fjórði titilinn í fimm tilraunum Franska landsliðið í handbolta er heimsmeistari á ný eftir 33-26 sigur á Noregi á heimavelli í dag en þetta í fjórða skiptið sem þetta ógnarsterka franska landslið hampar heimsmeistaratitlinum á aðeins tíu ára tímabili. 29. janúar 2017 18:15