Franska landsliðið í handbolta er heimsmeistari á ný eftir 33-26 sigur á Noregi á heimavelli í dag en þetta í fjórða skiptið sem þetta ógnarsterka franska landslið hampar heimsmeistaratitlinum á aðeins tíu ára tímabili.
Það voru miklar væntingar gerðar til franska liðsins á heimavelli fyrir mótið og brugðust þeir ekki tæplega 16.000 áhorfendum sem mættu í höllina í París í kvöld.
Norðmenn sem léku til úrslita á HM í fyrsta sinn í sögu handboltalandsliðsins byrjuðu leikinn betur og voru með frumkvæðið framan af.
Það virtist vera einhver hrollur í Frökkum og leiddi Noregur nánast allan fyrri hálfleikinn með 2-3 mörkum sama hvað franska liðið reyndi.
Undir lok fyrri hálfleiks virtust Frakkar loksins vakna til lífsins og góður gerði það að verkum að Frakkar leiddu með einu í hálfleik 18-17.
Eftir það var ekki aftur snúið fyrir Frakka, náðu þeir fljótlega fimm marka forskoti og hleyptu þeir gestunum frá Noregi aldrei aftur inn í leikinn.
Munaði um að Vincent Gérard, varamarkvörður liðsins, átti stórkostlegan leik og steig heldur betur upp fyrir Thierry Omeyer sem náði sér ekki á strik í leiknum.
Þegar mest var fór munurinn upp í átta mörk en leiknum lauk með sjö marka sigri Frakka. Er þetta í annað skiptið sem Frakkar vinna mótið og vinna alla leikina sína á leiðinni en síðast gerðist það árið 2001, einmitt í Frakklandi.
Frakkar vörðu heimsmeistaratitilinn á heimavelli | Fjórði titilinn í fimm tilraunum
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn