Clippers réðu ekkert við Curry né liðsfélaga hans Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. janúar 2017 11:00 Curry gat notið þess að vera áhorfandi í fjórða leikhluta. Vísir/getty Steph Curry setti 25 af 43 stigum sínum í þriðja leikhluta í stórsigri Golden State Warriors gegn Los Angels Clippers en Golden State sendi sterk skilaboð til Vesturdeildarinnar með 46 stiga sigri 144-98. Gestirnir frá Los Angeles réðu ekkert við sóknarleik Golden State í leiknum en munurinn í hálfleik var 72-51. Bætti Golden State verulega við forskotið í þriðja leikhluta og var því fjórði leikhlutinn aðeins formsatriði þar sem aukaleikararnir fengu að sprikla. Curry lék aðeins 28 mínútur í gær en var þrátt fyrir það með 43 stig, 9 fráköst og sex stoðsendingar. Hitti hann úr níu af fimmtán þriggja stiga skotum sínum, þar af einu frá miðjuhringnum þegar leiktíminn rann út í fyrri hálfleik en þá körfu má sjá hér fyrir neðan. Sólarstrákarnir í Miami Heat virðast vera að finna betri takt með hverjum leik en í öðrum leiknum á einum sólahring vann liðið nokkuð sannfærandi sigur á Detroit Pistons á heimavelli. Var þetta sjöundi sigur Miami í röð sem hafði aðeins unnið ellefu leiki af 41 fram að þessari sigurgöngu. Miami er þó enn ásamt nágrönnum sínum í Orlando Magic með næst-versta árangurinn í Austurdeildinni en þeir virðast ætla að fikra sig upp töfluna á næstunni. Þá þurftu leikmenn Boston Celtics á framlengingu að halda til að knýja fram sigur gegn Milwaukee Bucks þrátt fyrir að hafa nánast leitt allan leikinn. Bucks náðu eins stiga forskoti í fjórða leikhluta en Celtics menn náðu fljótlega að jafna og að vinna leikinn í framlengingu.Leikir gærkvöldsins: Charlotte 106-109 Sacramento Kings Miami Heat 116-103 Detroit Pistons Milwaukee Bucks 108-112 Boston Celtics Golden State Warriors 144-98 Los Angeles Clippers Utah Jazz 102-95 Memphis Grizzlies Phoenix Suns 112-123 Denver Nuggets Minnesota Timberwolves 129-109 Brooklyn NetsCurry æfir langa þrista fyrir leik sem borgar sig: Bestu tilþrif kvöldsins: Curry var sjóðandi í þriðja leikhluta: NBA Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Steph Curry setti 25 af 43 stigum sínum í þriðja leikhluta í stórsigri Golden State Warriors gegn Los Angels Clippers en Golden State sendi sterk skilaboð til Vesturdeildarinnar með 46 stiga sigri 144-98. Gestirnir frá Los Angeles réðu ekkert við sóknarleik Golden State í leiknum en munurinn í hálfleik var 72-51. Bætti Golden State verulega við forskotið í þriðja leikhluta og var því fjórði leikhlutinn aðeins formsatriði þar sem aukaleikararnir fengu að sprikla. Curry lék aðeins 28 mínútur í gær en var þrátt fyrir það með 43 stig, 9 fráköst og sex stoðsendingar. Hitti hann úr níu af fimmtán þriggja stiga skotum sínum, þar af einu frá miðjuhringnum þegar leiktíminn rann út í fyrri hálfleik en þá körfu má sjá hér fyrir neðan. Sólarstrákarnir í Miami Heat virðast vera að finna betri takt með hverjum leik en í öðrum leiknum á einum sólahring vann liðið nokkuð sannfærandi sigur á Detroit Pistons á heimavelli. Var þetta sjöundi sigur Miami í röð sem hafði aðeins unnið ellefu leiki af 41 fram að þessari sigurgöngu. Miami er þó enn ásamt nágrönnum sínum í Orlando Magic með næst-versta árangurinn í Austurdeildinni en þeir virðast ætla að fikra sig upp töfluna á næstunni. Þá þurftu leikmenn Boston Celtics á framlengingu að halda til að knýja fram sigur gegn Milwaukee Bucks þrátt fyrir að hafa nánast leitt allan leikinn. Bucks náðu eins stiga forskoti í fjórða leikhluta en Celtics menn náðu fljótlega að jafna og að vinna leikinn í framlengingu.Leikir gærkvöldsins: Charlotte 106-109 Sacramento Kings Miami Heat 116-103 Detroit Pistons Milwaukee Bucks 108-112 Boston Celtics Golden State Warriors 144-98 Los Angeles Clippers Utah Jazz 102-95 Memphis Grizzlies Phoenix Suns 112-123 Denver Nuggets Minnesota Timberwolves 129-109 Brooklyn NetsCurry æfir langa þrista fyrir leik sem borgar sig: Bestu tilþrif kvöldsins: Curry var sjóðandi í þriðja leikhluta:
NBA Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira