Harden heldur áfram að endurskrifa sögubækurnar | Úrslit gærkvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. janúar 2017 11:00 James Harden. Vísir/Getty James Harden heldur áfram að berjast um titilinn verðmætasta leikmann NBA-deildarinnar en hann var með sannkallaða trölla þrennu í sigri Houston Rockets gegn Philadelphia 76ers í nótt. Var Harden með 51 stig, 13 fráköst og 13 stoðsendingar í 123-118 sigri en þetta er í annað skiptið í janúar sem Harden er með þrefalda tvennu og með yfir fimmtíu stig. Er það í fyrsta skiptið í sögu deildarinnar sem leikmaður nær tveimur þreföldum tvennum með 50 stigum eða meira á sama tímabili. Joel Embiid sem sneri aftur í liði 76ers gerði sitt besta til að koma sínum mönnum inn í leikinn með átta stigum í röð í upphafi fjórða leikhluta en Rockets-menn áttu alltaf til svör. Dwyane Wade og liðsfélagar hans í Chicago Bulls þurftu að sætta sig við tólf stiga tap á heimavelli gegn gömlu félögum Wade í Miami Heat. Var þetta sjötti sigur Miami í röð en Chicago heldur áfram að falla niður töfluna. Carmelo Anthony, leikmaður New York Knicks sem hefur verið orðaður frá félaginu undanfarna daga, var hetja Knicks á heimavelli gegn Charlotte Hornets í gær. Setti hann niður sigurkörfu þegar lokaflautið gall en stuðningsmenn Knicks bauluðu á Anthony á meðan leik stóð. Þá komst Cleveland Cavaliers aftur á sigurbraut með sannfærandi sigri á Brooklyn Nets en fram að því höfðu ríkjandi meistararnir tapað þremur leikjum í röð og sex leikjum af síðustu átta. LeBron James, stjarna Cleveland-liðsins, gagnrýndi liðsfélaga sína, eftir tapleik á dögunum og kallaði eftir meiri ákafa en stjörnurnar þrjár í liði Cleveland, LeBron, Kevin Love og Kyrie Irving, áttu allir fínustu leiki.Úrslit gærkvöldsins: Indiana Pacers 115-111 Sacramento Kings Cleveland Cavaliers 124-116 Brooklyn Nets Boston Celtics 128-98 Orlando Magic Toronto Raptors 102-86 Milwaukee Bucks New York Knicks 110-107 Charlotte Hornets Philadelphia 76ers 118-123 Houston Rockets Chicago Bulls 88-100 Miami Heat New Orleans Pelicans 119-103 San Antonio Spurs Atlanta Hawks 86-112 Washington Wizards Portland Trailblazers 112-109 Memphis GrizzliesBestu tilþrif kvöldsins: Tilþrif Harden í nótt: Embiid átti flottan leik: NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
James Harden heldur áfram að berjast um titilinn verðmætasta leikmann NBA-deildarinnar en hann var með sannkallaða trölla þrennu í sigri Houston Rockets gegn Philadelphia 76ers í nótt. Var Harden með 51 stig, 13 fráköst og 13 stoðsendingar í 123-118 sigri en þetta er í annað skiptið í janúar sem Harden er með þrefalda tvennu og með yfir fimmtíu stig. Er það í fyrsta skiptið í sögu deildarinnar sem leikmaður nær tveimur þreföldum tvennum með 50 stigum eða meira á sama tímabili. Joel Embiid sem sneri aftur í liði 76ers gerði sitt besta til að koma sínum mönnum inn í leikinn með átta stigum í röð í upphafi fjórða leikhluta en Rockets-menn áttu alltaf til svör. Dwyane Wade og liðsfélagar hans í Chicago Bulls þurftu að sætta sig við tólf stiga tap á heimavelli gegn gömlu félögum Wade í Miami Heat. Var þetta sjötti sigur Miami í röð en Chicago heldur áfram að falla niður töfluna. Carmelo Anthony, leikmaður New York Knicks sem hefur verið orðaður frá félaginu undanfarna daga, var hetja Knicks á heimavelli gegn Charlotte Hornets í gær. Setti hann niður sigurkörfu þegar lokaflautið gall en stuðningsmenn Knicks bauluðu á Anthony á meðan leik stóð. Þá komst Cleveland Cavaliers aftur á sigurbraut með sannfærandi sigri á Brooklyn Nets en fram að því höfðu ríkjandi meistararnir tapað þremur leikjum í röð og sex leikjum af síðustu átta. LeBron James, stjarna Cleveland-liðsins, gagnrýndi liðsfélaga sína, eftir tapleik á dögunum og kallaði eftir meiri ákafa en stjörnurnar þrjár í liði Cleveland, LeBron, Kevin Love og Kyrie Irving, áttu allir fínustu leiki.Úrslit gærkvöldsins: Indiana Pacers 115-111 Sacramento Kings Cleveland Cavaliers 124-116 Brooklyn Nets Boston Celtics 128-98 Orlando Magic Toronto Raptors 102-86 Milwaukee Bucks New York Knicks 110-107 Charlotte Hornets Philadelphia 76ers 118-123 Houston Rockets Chicago Bulls 88-100 Miami Heat New Orleans Pelicans 119-103 San Antonio Spurs Atlanta Hawks 86-112 Washington Wizards Portland Trailblazers 112-109 Memphis GrizzliesBestu tilþrif kvöldsins: Tilþrif Harden í nótt: Embiid átti flottan leik:
NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira