„Ég held að ég muni ekki vera fyrirsæta fyrir neinn anna aftur, þetta er 100 prósent fyrir utan minn þægindaramma. Ég hefði ekki gert þetta fyrir neinn annan en Marc.“
Þá segir Frances að hún sitji ekki fyrir nema hún hafi fulla trú á verkefninu og það hefði hún á þessari nýju línu Marc Jacobs. Eins og sjá má á Instagramfærslu Marc Jacobs, sem má sjá hér neðst í fréttinni, þá kynnist hann fyrst Frances þegar hún var tveggja ára og má segja að þau séu fjölskylduvinir.