Lýðræði á Vesturlöndum lengi átt undir högg að sækja Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2017 12:15 Vandræði lýðræðisins í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu eru ekki ný af nálinni. Í gær sagði breska rannsóknarfyrirtækið Economist Intelligence Unit að Bandaríkin væru ekki lengur fullnuma lýðræðisríki og var helsta ástæða þess lítið traust almennings á stofnanir og stjórnmálamenn þar í landi og lítil kosningaþátttaka. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkin eru flokkuð sem „gallað lýðræði“ af EIU. Ekki er hægt að kenna orðum og gjörðum Donald Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Um er að ræða þróun sem hófst fyrir allnokkru eins og fram kemur í skýrslu EIU fyrir árið 2016.EIU notar fimm flokka til þess að meta heilbrigði lýðræðis í ríkjum heimsins. EIU metur þannig framkvæmd kosninga í hverju ríki fyrir sig, frelsi borgara, stjórnmálaþátttöku og stjórnmálamenningu, auk þess sem fyrirtækið metur hversu virkar og starfhæfar stofnanir ríkisins eru. Með þessum hætti flokkar EIU ríki heims í fernt; í fullnuma lýðræðisríki, í gölluð lýðræðisríki, í blönduð ríki og loks í einræðisríki. Til þess að flokkast sem fullnuma lýðræðisríki þurfa ríki að vera með 8,0 stig á kvörðum EIU. Bandaríkin voru með 8,05 stig árið 2015 en samkvæmt nýjustu skýrslu EIU er landið með 7,98 stig eftir árið 2016 og teljast Bandaríkin því nú vera gallað lýðræðisríki, í fyrsta skipti. Einungis fimm ríki hækkuðu á lýðræðisskalanum í fyrra. Það eru Danmörk, Írland, Bretland, Portúgal og Kýpur.Ástand lýðræðis í heiminum í dag.Economist Intelligence UnitSífellt minna traust Fram kemur í skýrslu EIU að einungis 19 prósent Bandaríkjamanna treysti stjórnvöldum þar. 74 prósent þeirra telja að flestir stjórnmálamenn setji eigin hag í forgang en ekki þjóðarinnar. 57 prósent segjast pirruð út í stjórnvöld og 22 prósent segjast reið. Þar að auki telja 74 prósent að stjórnmálamenn hafi ekki áhuga á þankagangi fólks. Að lokum telja 59 prósent Bandaríkjamanna að stjórnvöld í Bandaríkjunum þurfi umfangsmiklar umbætur. Svipuð vandamál virðast vera að eiga sér stað víða í vestrænum ríkjum. Höfundar skýrslu EIU segja að undanfarin ár hafi áhyggjur vegna vandræða lýðræðis aukist sífellt og jafnvel sé um krísu að ræða í dag. Á áttunda og níunda áratugum síðustu aldar færðust rúmlega 30 ríki frá einræði að lýðræði og við fall Sovétríkjanna á tíunda áratuginum mynduðust fjölmörg lýðræðisríki í Austur-Evrópu. Á þeim áratugi færðust einnig fjöldi ríkja í Afríku og Suður-Ameríku í átt að auknu lýðræði. Hins vegar hefur hægst á lýðræðisvæðingu ríkja á undanförnum árum. Frá árinu 2006 hefur meðaleinkunn EIU lækkað úr 5,62 í 5,52. Einkunn 81 ríkis, af 167, hefur lækkað og hefur lækkunin verið mest í Austur- og Vestur-Evrópu og í Norður-Ameríku. Skýrsluhöfundar segja „krísuna“ sýnilega í hnignun flokkakerfa lýðræðisríkja, í víkkandi gjá á milli kjósenda og stjórnmálamanna og upprisu popúlista. Þá bendi rannsóknir til þess að trú ungs fólks á lýðræði hafi farið sífellt minnkandi með árunum og að ástandið fari versnandi.Tvær ríkjandi kenningarEIU bendir á að fjölmargar kenningar um af hverju lýðræði eigi undir högg að sækja hafi stungið upp kollinum. Flestar þeirra benda þó á efnahagskreppuna 2008-9 og vandræðin sem hafa fylgt henni. Landsframleiðsla hafa dregist saman víða, atvinnuleysi hefur aukist, ójöfnuður hefur einnig aukist sem og fátækt. Viðbrögð við kreppunni, aðhaldsaðgerðir ríkja og aðrir þættir hafa dregið úr trúverðugleika stjórnmála- og embættismanna, sem og stofnanna í Evrópu og Bandaríkjunum. Önnur kenning snýr að því að hnattvæðing hafi skapað félagslegar hindranir og stéttaskiptingu um víðan völl. Það hafi leitt til þess að að sífellt stærri hópur telur sig hafa verið „skilinn eftir“.EIU telur vandann í raun vera áratugagamlan. Um langt skeið hafi trú á lýðræði minnkað samhliða hægagangi í efnahögum vestrænna ríkja frá áttunda áratugnum.Hvítir miðaldra karlar í vandræðum Fram kemur í skýrslunni að hægt hafi á efnahagsvexti í Bandaríkjunum og Evrópu frá áttunda áratugnum og framleiðslustörfum hafi fækkað gífurlega mikið. Til dæmis hafi verið um 18 milljónir framleiðslustarfa í Bandaríkjunum um miðjan níunda áratuginn. Nú eru þau rétt rúmlega tólf milljónir. Í Bretlandi hefur þróunin verið eins og framleiðslustörfum hefur fækkað úr tæpum níu milljónum í 2,6 milljónir. Þá benda höfundar á að laun, með tilliti til verðbólgu, hafi í raun staðið í stað og jafnvel lækkað í Bandaríkjunum í þrjá áratugi. Afleiðingar afiðnvæðingar hafa verið miklar og eru meðal annars aukin fíkniefna- og áfengisneysla. Glæpatíðni á þeim svæðum sem hafa orðið illa úti hefur aukist verulega og lífslíkur hafa dregist verulega saman. Dánartíðni miðaldra hvítra karla í Bandaríkjunum hefur verið að hækka verulega mikið á þessari öld. Hún er ekki að hækka vegna hjartaveikinda eða sykursýki. Þess í stað er hún að hækka vegna sjálfsmorða og veikinda sem tengjast neyslu á fíkniefnum og áfengi. Dánartíðnin hefur sérstaklega verið að hækka meðal ómenntaðra hvítra miðaldra karla í Bandaríkjunum. Frá 1999 til 2014 hefur dánartíðni hvítra manna á aldrinum 45-54 með einungis grunnskólamenntun á bakinu aukist um 134 dauðsföll á hverja hundrað þúsund. Þessar ástæður, víðari gjá á milli hefðbundinna stjórnmála og þegna og aðrar til viðbótar, hafa ýtt undir vanda lýðræðis í vestrænum ríkjum. Eins og segir í skýrslu EIU: „Lýðræði á í vandræðum í vestrinu, í þroskuðum lýðræðisríkjum Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, sem eru ekki lengur augljós leiðarljós þeirra sem berjast fyrir auknu lýðræði í ólýðræðislegum heimi.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin teljast ekki lengur vera fullnuma lýðræðisríki Samkvæmt mælikvörðum EIU flokkast Bandaríkin nú sem gallað lýðræðisríki. 25. janúar 2017 23:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Vandræði lýðræðisins í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu eru ekki ný af nálinni. Í gær sagði breska rannsóknarfyrirtækið Economist Intelligence Unit að Bandaríkin væru ekki lengur fullnuma lýðræðisríki og var helsta ástæða þess lítið traust almennings á stofnanir og stjórnmálamenn þar í landi og lítil kosningaþátttaka. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkin eru flokkuð sem „gallað lýðræði“ af EIU. Ekki er hægt að kenna orðum og gjörðum Donald Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Um er að ræða þróun sem hófst fyrir allnokkru eins og fram kemur í skýrslu EIU fyrir árið 2016.EIU notar fimm flokka til þess að meta heilbrigði lýðræðis í ríkjum heimsins. EIU metur þannig framkvæmd kosninga í hverju ríki fyrir sig, frelsi borgara, stjórnmálaþátttöku og stjórnmálamenningu, auk þess sem fyrirtækið metur hversu virkar og starfhæfar stofnanir ríkisins eru. Með þessum hætti flokkar EIU ríki heims í fernt; í fullnuma lýðræðisríki, í gölluð lýðræðisríki, í blönduð ríki og loks í einræðisríki. Til þess að flokkast sem fullnuma lýðræðisríki þurfa ríki að vera með 8,0 stig á kvörðum EIU. Bandaríkin voru með 8,05 stig árið 2015 en samkvæmt nýjustu skýrslu EIU er landið með 7,98 stig eftir árið 2016 og teljast Bandaríkin því nú vera gallað lýðræðisríki, í fyrsta skipti. Einungis fimm ríki hækkuðu á lýðræðisskalanum í fyrra. Það eru Danmörk, Írland, Bretland, Portúgal og Kýpur.Ástand lýðræðis í heiminum í dag.Economist Intelligence UnitSífellt minna traust Fram kemur í skýrslu EIU að einungis 19 prósent Bandaríkjamanna treysti stjórnvöldum þar. 74 prósent þeirra telja að flestir stjórnmálamenn setji eigin hag í forgang en ekki þjóðarinnar. 57 prósent segjast pirruð út í stjórnvöld og 22 prósent segjast reið. Þar að auki telja 74 prósent að stjórnmálamenn hafi ekki áhuga á þankagangi fólks. Að lokum telja 59 prósent Bandaríkjamanna að stjórnvöld í Bandaríkjunum þurfi umfangsmiklar umbætur. Svipuð vandamál virðast vera að eiga sér stað víða í vestrænum ríkjum. Höfundar skýrslu EIU segja að undanfarin ár hafi áhyggjur vegna vandræða lýðræðis aukist sífellt og jafnvel sé um krísu að ræða í dag. Á áttunda og níunda áratugum síðustu aldar færðust rúmlega 30 ríki frá einræði að lýðræði og við fall Sovétríkjanna á tíunda áratuginum mynduðust fjölmörg lýðræðisríki í Austur-Evrópu. Á þeim áratugi færðust einnig fjöldi ríkja í Afríku og Suður-Ameríku í átt að auknu lýðræði. Hins vegar hefur hægst á lýðræðisvæðingu ríkja á undanförnum árum. Frá árinu 2006 hefur meðaleinkunn EIU lækkað úr 5,62 í 5,52. Einkunn 81 ríkis, af 167, hefur lækkað og hefur lækkunin verið mest í Austur- og Vestur-Evrópu og í Norður-Ameríku. Skýrsluhöfundar segja „krísuna“ sýnilega í hnignun flokkakerfa lýðræðisríkja, í víkkandi gjá á milli kjósenda og stjórnmálamanna og upprisu popúlista. Þá bendi rannsóknir til þess að trú ungs fólks á lýðræði hafi farið sífellt minnkandi með árunum og að ástandið fari versnandi.Tvær ríkjandi kenningarEIU bendir á að fjölmargar kenningar um af hverju lýðræði eigi undir högg að sækja hafi stungið upp kollinum. Flestar þeirra benda þó á efnahagskreppuna 2008-9 og vandræðin sem hafa fylgt henni. Landsframleiðsla hafa dregist saman víða, atvinnuleysi hefur aukist, ójöfnuður hefur einnig aukist sem og fátækt. Viðbrögð við kreppunni, aðhaldsaðgerðir ríkja og aðrir þættir hafa dregið úr trúverðugleika stjórnmála- og embættismanna, sem og stofnanna í Evrópu og Bandaríkjunum. Önnur kenning snýr að því að hnattvæðing hafi skapað félagslegar hindranir og stéttaskiptingu um víðan völl. Það hafi leitt til þess að að sífellt stærri hópur telur sig hafa verið „skilinn eftir“.EIU telur vandann í raun vera áratugagamlan. Um langt skeið hafi trú á lýðræði minnkað samhliða hægagangi í efnahögum vestrænna ríkja frá áttunda áratugnum.Hvítir miðaldra karlar í vandræðum Fram kemur í skýrslunni að hægt hafi á efnahagsvexti í Bandaríkjunum og Evrópu frá áttunda áratugnum og framleiðslustörfum hafi fækkað gífurlega mikið. Til dæmis hafi verið um 18 milljónir framleiðslustarfa í Bandaríkjunum um miðjan níunda áratuginn. Nú eru þau rétt rúmlega tólf milljónir. Í Bretlandi hefur þróunin verið eins og framleiðslustörfum hefur fækkað úr tæpum níu milljónum í 2,6 milljónir. Þá benda höfundar á að laun, með tilliti til verðbólgu, hafi í raun staðið í stað og jafnvel lækkað í Bandaríkjunum í þrjá áratugi. Afleiðingar afiðnvæðingar hafa verið miklar og eru meðal annars aukin fíkniefna- og áfengisneysla. Glæpatíðni á þeim svæðum sem hafa orðið illa úti hefur aukist verulega og lífslíkur hafa dregist verulega saman. Dánartíðni miðaldra hvítra karla í Bandaríkjunum hefur verið að hækka verulega mikið á þessari öld. Hún er ekki að hækka vegna hjartaveikinda eða sykursýki. Þess í stað er hún að hækka vegna sjálfsmorða og veikinda sem tengjast neyslu á fíkniefnum og áfengi. Dánartíðnin hefur sérstaklega verið að hækka meðal ómenntaðra hvítra miðaldra karla í Bandaríkjunum. Frá 1999 til 2014 hefur dánartíðni hvítra manna á aldrinum 45-54 með einungis grunnskólamenntun á bakinu aukist um 134 dauðsföll á hverja hundrað þúsund. Þessar ástæður, víðari gjá á milli hefðbundinna stjórnmála og þegna og aðrar til viðbótar, hafa ýtt undir vanda lýðræðis í vestrænum ríkjum. Eins og segir í skýrslu EIU: „Lýðræði á í vandræðum í vestrinu, í þroskuðum lýðræðisríkjum Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, sem eru ekki lengur augljós leiðarljós þeirra sem berjast fyrir auknu lýðræði í ólýðræðislegum heimi.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin teljast ekki lengur vera fullnuma lýðræðisríki Samkvæmt mælikvörðum EIU flokkast Bandaríkin nú sem gallað lýðræðisríki. 25. janúar 2017 23:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Bandaríkin teljast ekki lengur vera fullnuma lýðræðisríki Samkvæmt mælikvörðum EIU flokkast Bandaríkin nú sem gallað lýðræðisríki. 25. janúar 2017 23:30