Eftirminnileg augnablik frá tískuvikunum Ritstjórn skrifar 26. janúar 2017 10:45 Nú styttist óðum í tískuvikutímabilið þar sem haust- og vetrartískan mun líða um tískupallinn en stærstu viðburðirnir eru í tískuborgunum fjórum og byrja í New York, svo London, Mílanó og loks París. Það er oft líf og fjör á þessum tíma fyrir tískuunnendur en breska Glamour ákvað af þessu tilefni að rifja upp eftirminnilegustu augnblik tískuvikna í gegnum tiðina. Allt frá Naomi Campbell að detta, Anna Wintour að fá yfir sig tertu og þegar Rick Owens sýndi typpi á tískupallinum. Hér er brot af því besta: Þegar Bella Hadid datt í sýningu Michael Kors í New York fyrir vor/sumar 2016 en hún slasaðist ekki og náði svo sannarlega að halda andilti og hlæja að klaufaskapnum. Það vakti heldur betur athygli á sýningu Valentino 2015 þegar Derek Zoolander og Hansel - Ben Stiller og Owen Wilson - birtust tískupallinum í Mílanó. Árið var 1992 og Jean Paul Gaultier sjokkeraði tískuheiminn með því að láta Madonnu ganga berbrjósta niður pallinn. Fyrsta í #freethenipple átakinu?Dýraverndurnarsinnar hentu tertu í sjálfa Önnu Wintour á tískuvikunni í París 2005 fyrir að klæðast pels. Atvikið náðist á mynd eins og sjá má hér. Árið 1993 datt ofurfyrirsætan Naomi Campbell á rassinn á sýningu Vivianne Westwood, kannski ekki skrýtið í þessum himinháu hælum. Hún gerði það þó með bros á vör. Typpasýning Rick Owens á tískupallinum 2015 vakti heldur betur athygli, forundran, hneysklun og mikið umtal sem líklega var planið. Kíkið á listann í heild sinni inn á breska Glamour. Glamour Tíska Mest lesið Systraþema hjá Balmain Glamour Vinsælasta flíkin á Coachella Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Cover Girl kynnir karlkyns talsmann í fyrsta sinn Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour Er ekki með stílista Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Michael Kors kaupir Jimmy Choo Glamour Okkar uppáhalds, Kate og Leo Glamour Hjólabuxur og leðurfrakki Glamour
Nú styttist óðum í tískuvikutímabilið þar sem haust- og vetrartískan mun líða um tískupallinn en stærstu viðburðirnir eru í tískuborgunum fjórum og byrja í New York, svo London, Mílanó og loks París. Það er oft líf og fjör á þessum tíma fyrir tískuunnendur en breska Glamour ákvað af þessu tilefni að rifja upp eftirminnilegustu augnblik tískuvikna í gegnum tiðina. Allt frá Naomi Campbell að detta, Anna Wintour að fá yfir sig tertu og þegar Rick Owens sýndi typpi á tískupallinum. Hér er brot af því besta: Þegar Bella Hadid datt í sýningu Michael Kors í New York fyrir vor/sumar 2016 en hún slasaðist ekki og náði svo sannarlega að halda andilti og hlæja að klaufaskapnum. Það vakti heldur betur athygli á sýningu Valentino 2015 þegar Derek Zoolander og Hansel - Ben Stiller og Owen Wilson - birtust tískupallinum í Mílanó. Árið var 1992 og Jean Paul Gaultier sjokkeraði tískuheiminn með því að láta Madonnu ganga berbrjósta niður pallinn. Fyrsta í #freethenipple átakinu?Dýraverndurnarsinnar hentu tertu í sjálfa Önnu Wintour á tískuvikunni í París 2005 fyrir að klæðast pels. Atvikið náðist á mynd eins og sjá má hér. Árið 1993 datt ofurfyrirsætan Naomi Campbell á rassinn á sýningu Vivianne Westwood, kannski ekki skrýtið í þessum himinháu hælum. Hún gerði það þó með bros á vör. Typpasýning Rick Owens á tískupallinum 2015 vakti heldur betur athygli, forundran, hneysklun og mikið umtal sem líklega var planið. Kíkið á listann í heild sinni inn á breska Glamour.
Glamour Tíska Mest lesið Systraþema hjá Balmain Glamour Vinsælasta flíkin á Coachella Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Cover Girl kynnir karlkyns talsmann í fyrsta sinn Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour Er ekki með stílista Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Michael Kors kaupir Jimmy Choo Glamour Okkar uppáhalds, Kate og Leo Glamour Hjólabuxur og leðurfrakki Glamour