Trump styður notkun pyndinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2017 23:05 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er opinn fyrir pyndingum. Vísir/AFP Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að hann vilji „láta hart mæta hörðu,“ þegar kemur að aðferðum í baráttunni við hryðjuverk. Hann segist vera opinn fyrir því að leyfa hernum og leyniþjónustunni að nýtast við pyndingar, sem hann segist „algjörlega“ trúa að geri gagn. CNN greinir frá. Að sögn Trump hefur fólk „innan æðstu metorða innan leyniþjónustunnar,“ sagt honum að pyndingar virki, en sérfræðingar á vegum bandaríska hersins hafa áður sagt að slíkar aðferðir dugi skammt í baráttunni við hryðjuverk. Hann segir að miðað við grimmd hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Ríki Íslams, sé það ekkert mál að leyfa svokallaða „vatnsbretta-aðferð.“ „Þegar ISIS er að gera hluti sem enginn hefur heyrt um, síðan á miðöldum, myndi mér finnast erfitt að leyfa vatnsbretta-aðferðina? Að mínu mati eigum við að láta hart mæta hörðu.“ Þar á hann meðal annars við þau tilvik þar sem samtökin hafa afhöfðað saklausa borgara. Trump segir að sér finnist svo vera að Bandaríkin geti ekki barist við Ríki Íslams á jöfnum grundvelli. „Þetta er ekki jafn leikur, ég vil gera allt sem er mögulegt innan lagalegs ramma. Held ég að það virki? Ég held algjörlega að það virki,“ segir Trump, sem á þar við pyndingar. Demókratar, sem og Repúblikanar hafa gagnrýnt hugmyndir Trump um að leyfa pyndingar á ný, sem ítrekað voru notaðar af leyniþjónustunni eftir hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001. Trump hefur þó tekið fram að hann ætli sér að hlusta á skoðanir meðlima ríkisstjórnar sinnar, en Mike Pompeo, sem brátt verður varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt að hann sé mótfallinn því að taka upp pyndingar á ný. „Ég get ekki trúað því að ég yrði beðinn um það, af hálfu verðandi forseta,“ sagði Pompeo meðal annars við fulltrúa varnarmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, þegar hann var spurður út í afstöðu sína til málsins.President Trump tells ABC News he believes waterboarding works – but will "rely" on his Cabinet to determine if the policy is resurrected. pic.twitter.com/0nCFAfhlK1— World News Tonight (@ABCWorldNews) January 25, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Fleiri fréttir Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að hann vilji „láta hart mæta hörðu,“ þegar kemur að aðferðum í baráttunni við hryðjuverk. Hann segist vera opinn fyrir því að leyfa hernum og leyniþjónustunni að nýtast við pyndingar, sem hann segist „algjörlega“ trúa að geri gagn. CNN greinir frá. Að sögn Trump hefur fólk „innan æðstu metorða innan leyniþjónustunnar,“ sagt honum að pyndingar virki, en sérfræðingar á vegum bandaríska hersins hafa áður sagt að slíkar aðferðir dugi skammt í baráttunni við hryðjuverk. Hann segir að miðað við grimmd hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Ríki Íslams, sé það ekkert mál að leyfa svokallaða „vatnsbretta-aðferð.“ „Þegar ISIS er að gera hluti sem enginn hefur heyrt um, síðan á miðöldum, myndi mér finnast erfitt að leyfa vatnsbretta-aðferðina? Að mínu mati eigum við að láta hart mæta hörðu.“ Þar á hann meðal annars við þau tilvik þar sem samtökin hafa afhöfðað saklausa borgara. Trump segir að sér finnist svo vera að Bandaríkin geti ekki barist við Ríki Íslams á jöfnum grundvelli. „Þetta er ekki jafn leikur, ég vil gera allt sem er mögulegt innan lagalegs ramma. Held ég að það virki? Ég held algjörlega að það virki,“ segir Trump, sem á þar við pyndingar. Demókratar, sem og Repúblikanar hafa gagnrýnt hugmyndir Trump um að leyfa pyndingar á ný, sem ítrekað voru notaðar af leyniþjónustunni eftir hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001. Trump hefur þó tekið fram að hann ætli sér að hlusta á skoðanir meðlima ríkisstjórnar sinnar, en Mike Pompeo, sem brátt verður varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt að hann sé mótfallinn því að taka upp pyndingar á ný. „Ég get ekki trúað því að ég yrði beðinn um það, af hálfu verðandi forseta,“ sagði Pompeo meðal annars við fulltrúa varnarmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, þegar hann var spurður út í afstöðu sína til málsins.President Trump tells ABC News he believes waterboarding works – but will "rely" on his Cabinet to determine if the policy is resurrected. pic.twitter.com/0nCFAfhlK1— World News Tonight (@ABCWorldNews) January 25, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Fleiri fréttir Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Sjá meira