Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2017 11:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður óöruggur eftir fyrstu daga í embætti. Hann mun vera reiður yfir því að hafa ekki hlotið meirihluta atkvæða í kosningunum í nóvember og að ýmsir demókratar dragi lögmæti hans sem forseta af þeim sökum í efa. Samkvæmt heimildarmönnum AP fréttaveitunnar úr herbúðum Trump hafa yfirlýsingar hans um að hann hefði fengið meirihluta atkvæða ef þrjár til fimm milljónir ólöglegra innflytjenda hefðu ekki kosið og yfirlýsingar um umfang fjöldans sem fylgdist með innsetningarathöfn hans, dregið úr afköstum Trump á fyrstu dögum forsetatíðar hans. Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, tók undir ummæli Trump um kosningasvindl í gær, án þess að færa nokkrar sannanir fyrir ummælunum. Samkvæmt AP hafa öll 50 ríki Bandaríkjanna lokið talningum að fullu og hefur umfangsmikið kosningasvindl hvergi verið tilkynnt. Ef ásakanir Trump væru réttar væri um að ræða umfangsmesta kosningasvindl í sögu Bandaríkjanna. Þar að auki myndi slíkt svindl enn fremur draga úr trúverðugleika kosninganna. Sean Spicer neitaði að svara spurningum fjölmiðla í gær um hvort að ríkisstjórn Trump myndi rannsaka hið meinta kosningasvindl.Eftir innsetningarathöfnina hefur Trump einblínt á fréttastofu CNN. Samkvæmt einum af heimildarmönnum AP var Trump brjálaður yfir umfjöllun CNN sem sýndi reglulega myndir af mótmælum kvenna á laugardaginn og báru þær saman við þann smærri fjölda sem mætti á innsetningarathöfnina. Í nótt greip forsetinn til Twitter, eins og svo oft áður, og hrósaði Fox News fyrir umfjöllun sína um innsetningarathöfnina. Hann sagði mest áhorf hafa verið á Fox og að það hefði verið „mörgum sinnum hærra“ en á „falskar fréttir“ CNN. Þá sagði hann almenning vera gáfaðan. Trump hefur margsinnis veist að CNN á Twitter og á öðrum vettvangi. Samkvæmt fyrstu tölum áhorfstölufyrirtækisins Nielsen, sem gefnar voru út um helgina, var umfjöllun CNN rétt. CNN tók sig þó til og svaraði Trump á Twitter með uppfærðum áhorfstölum og tók einnig fram að um 16,9 milljónir manna hafi horft á CNN á netinu.@realDonaldTrump pic.twitter.com/bTtBoNr0Bn— CNN Communications (@CNNPR) January 25, 2017 Trump hefur átt í stormasömu sambandi við fjölmiðla sem hann segir reglulega að séu óheiðarlegir og þar að auki hefur hann gagnrýnt blaðamenn persónulega á samfélagsmiðlum og á kosningafundum sínum. Nú síðast, í ræðu hjá CIA um helgina, sagðist Trump eiga í illdeilum við fjölmiðla og sagði hann fjölmiðlafólk vera „óheiðarlegasta“ fólk jarðarinnar. Í ræðunni sagði hann einnig að fólksfjöldinn sem hefði fylgst með innsetningarathöfninni hefði verið mun stærri en hann var í raun og veru. Þá sagði hann einnig að rigningin sem var á föstudaginn hefði hætt um leið og ræða hans byrjaði og sólin hefði farið að skína á hann. Hið sanna er þó að skömmu eftir að ræða Trump hófst byrjaði að rigna og sólin skein ekki á Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður óöruggur eftir fyrstu daga í embætti. Hann mun vera reiður yfir því að hafa ekki hlotið meirihluta atkvæða í kosningunum í nóvember og að ýmsir demókratar dragi lögmæti hans sem forseta af þeim sökum í efa. Samkvæmt heimildarmönnum AP fréttaveitunnar úr herbúðum Trump hafa yfirlýsingar hans um að hann hefði fengið meirihluta atkvæða ef þrjár til fimm milljónir ólöglegra innflytjenda hefðu ekki kosið og yfirlýsingar um umfang fjöldans sem fylgdist með innsetningarathöfn hans, dregið úr afköstum Trump á fyrstu dögum forsetatíðar hans. Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, tók undir ummæli Trump um kosningasvindl í gær, án þess að færa nokkrar sannanir fyrir ummælunum. Samkvæmt AP hafa öll 50 ríki Bandaríkjanna lokið talningum að fullu og hefur umfangsmikið kosningasvindl hvergi verið tilkynnt. Ef ásakanir Trump væru réttar væri um að ræða umfangsmesta kosningasvindl í sögu Bandaríkjanna. Þar að auki myndi slíkt svindl enn fremur draga úr trúverðugleika kosninganna. Sean Spicer neitaði að svara spurningum fjölmiðla í gær um hvort að ríkisstjórn Trump myndi rannsaka hið meinta kosningasvindl.Eftir innsetningarathöfnina hefur Trump einblínt á fréttastofu CNN. Samkvæmt einum af heimildarmönnum AP var Trump brjálaður yfir umfjöllun CNN sem sýndi reglulega myndir af mótmælum kvenna á laugardaginn og báru þær saman við þann smærri fjölda sem mætti á innsetningarathöfnina. Í nótt greip forsetinn til Twitter, eins og svo oft áður, og hrósaði Fox News fyrir umfjöllun sína um innsetningarathöfnina. Hann sagði mest áhorf hafa verið á Fox og að það hefði verið „mörgum sinnum hærra“ en á „falskar fréttir“ CNN. Þá sagði hann almenning vera gáfaðan. Trump hefur margsinnis veist að CNN á Twitter og á öðrum vettvangi. Samkvæmt fyrstu tölum áhorfstölufyrirtækisins Nielsen, sem gefnar voru út um helgina, var umfjöllun CNN rétt. CNN tók sig þó til og svaraði Trump á Twitter með uppfærðum áhorfstölum og tók einnig fram að um 16,9 milljónir manna hafi horft á CNN á netinu.@realDonaldTrump pic.twitter.com/bTtBoNr0Bn— CNN Communications (@CNNPR) January 25, 2017 Trump hefur átt í stormasömu sambandi við fjölmiðla sem hann segir reglulega að séu óheiðarlegir og þar að auki hefur hann gagnrýnt blaðamenn persónulega á samfélagsmiðlum og á kosningafundum sínum. Nú síðast, í ræðu hjá CIA um helgina, sagðist Trump eiga í illdeilum við fjölmiðla og sagði hann fjölmiðlafólk vera „óheiðarlegasta“ fólk jarðarinnar. Í ræðunni sagði hann einnig að fólksfjöldinn sem hefði fylgst með innsetningarathöfninni hefði verið mun stærri en hann var í raun og veru. Þá sagði hann einnig að rigningin sem var á föstudaginn hefði hætt um leið og ræða hans byrjaði og sólin hefði farið að skína á hann. Hið sanna er þó að skömmu eftir að ræða Trump hófst byrjaði að rigna og sólin skein ekki á Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira