Rannsóknarblaðamennirnir að baki Panama-lekanum stilla miðið á Donald Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2017 23:21 Donald Trump. Vísir/Getty Rannsóknarblaðamennirnir Frederik Obermaier og Bastian Obermeyer hvetja fjölmiðla í Bandaríkjunum til þess að taka höndum saman, líkt og fjölmiðlar gerðu í Panama-lekanum, til þess fjalla um Donald Trump og þá ógn sem þeir segja að seta hans í Hvíta húsinu sé gegn lýðræði í Bandaríkjunum.Þetta kemur fram í skoðanagrein sem þeir skrifa í The Guardian. Þeir starfa hjá Süddeutsche Zeitung í Þýskalandi. Gátu þeir sér gott orð fyrir umfjöllun þeirra um Panama-skjölin sem lekið var til fjölmiðla og urðu meðal annars til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra Íslands. Segja þeir að samstarf þeirra 107 fjölmiðla sem komu að fréttaflutningi af Panama-skjölunum í samstarfi við International Consortium of Investigative Journalists hafi orðið til af einni ástæðu. Þær upplýsingar um eignir auðmanna á aflandssvæðum sem þar komu fram hafi einfaldlega verið of miklar og of mikilvægar til þess að einn fjölmiðill gæti fjallað um þær á sómasamlegan hátt. Nú standi bandarískir fjölmiðlar frammi fyrir frétt sem sé svo mikilvæg og svo stór að enginn einn fjölmiðill geti fjallað um hana. Að mati blaðamannanna er fréttin möguleg ógn Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna við lýðræði þar í landi. Segja þeir að árásir Trump á blaðamenn séu skipulagðar og nefna þeir sem dæmi nýlegar árásir fjölmiðlafulltrúa Trump á blaðamenn vegna fréttaflutnings um mismuninn á fjölda þeirra sem voru viðstaddir innsetningarathöfn Barack Obama miðað við innsetningarathöfn Trump. Segja þeir mikilvægt að fjölmiðlar starfi saman til þess að varpa ljósi á tengsl Trump við Rússland, alþjóðleg viðskiptatengsll Trump og ríkisstjórnar hans og mögulega hagsmunaárekstra. Benda þeir á að Donald Trump eigi hluti í hundruð fyrirtækja og því sé ómögulegt fyrir einn fjölmiðil að fjalla um viðskiptatengsl Donald Trump.Lesa má grein þeirra hér í heild sinni hér.Uppfært:Í fréttinni var því haldið fram að Frederik og Bastian væru bræður. Þrátt fyrir keimlík eftirnöfn eru þeir það ekki. Það hefur verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á mistökunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Rannsóknarblaðamennirnir Frederik Obermaier og Bastian Obermeyer hvetja fjölmiðla í Bandaríkjunum til þess að taka höndum saman, líkt og fjölmiðlar gerðu í Panama-lekanum, til þess fjalla um Donald Trump og þá ógn sem þeir segja að seta hans í Hvíta húsinu sé gegn lýðræði í Bandaríkjunum.Þetta kemur fram í skoðanagrein sem þeir skrifa í The Guardian. Þeir starfa hjá Süddeutsche Zeitung í Þýskalandi. Gátu þeir sér gott orð fyrir umfjöllun þeirra um Panama-skjölin sem lekið var til fjölmiðla og urðu meðal annars til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra Íslands. Segja þeir að samstarf þeirra 107 fjölmiðla sem komu að fréttaflutningi af Panama-skjölunum í samstarfi við International Consortium of Investigative Journalists hafi orðið til af einni ástæðu. Þær upplýsingar um eignir auðmanna á aflandssvæðum sem þar komu fram hafi einfaldlega verið of miklar og of mikilvægar til þess að einn fjölmiðill gæti fjallað um þær á sómasamlegan hátt. Nú standi bandarískir fjölmiðlar frammi fyrir frétt sem sé svo mikilvæg og svo stór að enginn einn fjölmiðill geti fjallað um hana. Að mati blaðamannanna er fréttin möguleg ógn Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna við lýðræði þar í landi. Segja þeir að árásir Trump á blaðamenn séu skipulagðar og nefna þeir sem dæmi nýlegar árásir fjölmiðlafulltrúa Trump á blaðamenn vegna fréttaflutnings um mismuninn á fjölda þeirra sem voru viðstaddir innsetningarathöfn Barack Obama miðað við innsetningarathöfn Trump. Segja þeir mikilvægt að fjölmiðlar starfi saman til þess að varpa ljósi á tengsl Trump við Rússland, alþjóðleg viðskiptatengsll Trump og ríkisstjórnar hans og mögulega hagsmunaárekstra. Benda þeir á að Donald Trump eigi hluti í hundruð fyrirtækja og því sé ómögulegt fyrir einn fjölmiðil að fjalla um viðskiptatengsl Donald Trump.Lesa má grein þeirra hér í heild sinni hér.Uppfært:Í fréttinni var því haldið fram að Frederik og Bastian væru bræður. Þrátt fyrir keimlík eftirnöfn eru þeir það ekki. Það hefur verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á mistökunum
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira