Í minningu Birnu Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 25. janúar 2017 07:00 Síðustu dagar hafa verið hjúpaðir sorg og flóknum tilfinningum. Flest hefur vikið til hliðar en landsmenn verið með allan hugann við afdrif Birnu og líðan fólksins hennar. Ég gæti t.d. trúað að fleiri en ég vissu lítið sem ekkert um fyrstu verk nýrrar ríkisstjórnar. Allt í einu var líka annað viðhorf þegar við horfðum á leiki strákanna okkar á HM. Við horfðum á handboltann með öðrum augum, þakklát að sjá þetta unga lið sem á framtíðina fyrir sér og sigur eða tap varð ekki stóra málið. Skyndilega særði kvenfyrirlitning Trumps Bandaríkjaforseta okkur líka með alveg nýjum hætti. Tölum um tilfinningar. Fyrst þarf að segja að tilfinningar eru hvorki réttar eða rangar. Sumar eru velkomnar en aðrar finnast okkur varhugaverðar. Samt er mikilvægt að skoða þær allar með umhyggju og hafna þeim ekki. Reiði er t.d. tilfinning sem oft fylgir sorg, ekki síst þegar áföll ber að með hræðilegum hætti. Við eigum ekki að skammast okkar fyrir að vera reið því þá missum við af því sem reiðin þarf að segja okkur. Reiði er alltaf viðbrögð við ótta, og þótt reiðin sé ekki endilega skynsöm þegar hún tjáir sig er ekki víst að óttinn sé ástæðulaus. Við erum mörg reið vegna þess að ráðist hefur verið á varnarlausa manneskju og hrifsað af henni lífið og fólkið hennar og samfélagið allt varð fyrir tjóni sem aldrei verður bætt. Þess vegna erum við óttaslegin, við þurfum að taka ábyrgð á reiði okkar og nota kraft hennar til uppbyggingar. Með dýrkeyptum hætti hefur íslensk þjóð verið minnt á hvað skiptir raunverulegu máli; börnin okkar og afdrif þeirra. Guð blessi minningu Birnu Brjánsdóttur og allra annarra sem hrifsuð hafa verið frá okkur í blóma lífsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Síðustu dagar hafa verið hjúpaðir sorg og flóknum tilfinningum. Flest hefur vikið til hliðar en landsmenn verið með allan hugann við afdrif Birnu og líðan fólksins hennar. Ég gæti t.d. trúað að fleiri en ég vissu lítið sem ekkert um fyrstu verk nýrrar ríkisstjórnar. Allt í einu var líka annað viðhorf þegar við horfðum á leiki strákanna okkar á HM. Við horfðum á handboltann með öðrum augum, þakklát að sjá þetta unga lið sem á framtíðina fyrir sér og sigur eða tap varð ekki stóra málið. Skyndilega særði kvenfyrirlitning Trumps Bandaríkjaforseta okkur líka með alveg nýjum hætti. Tölum um tilfinningar. Fyrst þarf að segja að tilfinningar eru hvorki réttar eða rangar. Sumar eru velkomnar en aðrar finnast okkur varhugaverðar. Samt er mikilvægt að skoða þær allar með umhyggju og hafna þeim ekki. Reiði er t.d. tilfinning sem oft fylgir sorg, ekki síst þegar áföll ber að með hræðilegum hætti. Við eigum ekki að skammast okkar fyrir að vera reið því þá missum við af því sem reiðin þarf að segja okkur. Reiði er alltaf viðbrögð við ótta, og þótt reiðin sé ekki endilega skynsöm þegar hún tjáir sig er ekki víst að óttinn sé ástæðulaus. Við erum mörg reið vegna þess að ráðist hefur verið á varnarlausa manneskju og hrifsað af henni lífið og fólkið hennar og samfélagið allt varð fyrir tjóni sem aldrei verður bætt. Þess vegna erum við óttaslegin, við þurfum að taka ábyrgð á reiði okkar og nota kraft hennar til uppbyggingar. Með dýrkeyptum hætti hefur íslensk þjóð verið minnt á hvað skiptir raunverulegu máli; börnin okkar og afdrif þeirra. Guð blessi minningu Birnu Brjánsdóttur og allra annarra sem hrifsuð hafa verið frá okkur í blóma lífsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun