Vanvirðingin skein af Mikkel Hansen þegar Guðmundur tók leikhlé Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2017 13:45 Mikkel Hansen og Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Samsett/Getty, AFP og EPA Handboltaspekingurinn Ásgeir Jónsson spjallaði um frammistöðu Dana og Þjóðverja á HM í Frakklandi í Akraborginni en bæði landsliðin féllu úr leik í sextán liða úrslitum. „Það vantaði eitthvað upp á andlegu hliðina hjá Dönum og ég held að allir þeir sem horfðu á leikinn hafi séð það,“ segir Ásgeir Jónsson. „Ungverjarnir, sem eru vissulega með gott lið, voru að galopna dönsku vörnina og þá sérstaklega undir lokin. Það var bara með ólíkindum,“ segir Ásgeir. „Maður fær það ekki á tilfinninguna að dönsku leikmennirnir væru ekki að leggja sig fram heldur fer það ekki á milli mála þegar þú sérð hvernig Mikkel Hansen ber sig inn á vellinum,“ segir Ásgeir. Hansen fór mikinn framan af leik en var nánast ósýnilegur í seinni hálfleiknum. „Hann er frábær handboltamaður en við vitum að hann og Guðmundur hafa eldað grátt silfur saman. Ég hef í það minnsta heyrt að Hansen hafi verið einn af þessum leikmönnum sem sátu þessa fundi á Ólympíuleikunum og öll þessi undarlega sena í kringum það. Vanvirðing sem skín af honum þegar Guðmundur er að taka leikhlé. Það er ekki hægt að líta framhjá því,“ segir Ásgeir. „Það sést mjög skýrt í þessum leik eins og Logi Geirs benti á í HM-stofunni, þegar Mikkel fórnar höndum þegar Guðmundur tekur leikhlé undir restina. Eins hvernig hann spilar síðustu tíu mínútur leiksins. Hann hreyfir sig varla í sókninni og hvað þá í vörninni. Hann er frábær leikmaður og getur nánast skorað þegar hann vill,“ segir Ásgeir en honum er tíðrætt um leikhléið á lokin. „Hollingin á liðinu þegar Guðmundur tekur þetta leikhlé í restina. Það leikur fýlan af mönnum sem eru ríkjandi Ólympíumeistarar og á stórmóti að berjast fyrir lífi sínu. Það var ekki löngun að finna í einu andliti í hópnum,“ sagði Ásgeir. „Ef þér er það illa við þjálfarann að þetta er lendingin á ögurstundu þá áttu bara að koma hreint fram og segja; Ég ætlað að afþakka þetta landsliðssæti núna. Þú getur ekki boðið stuðningsmönnunum. þjálfaranum og öðrum í liðinu upp á það að taka þátt ef þetta er nálgunin á verkefnið. Mér finnst það fyrir neðan allar hellur að fagmenn og landsliðsmenn láti svona,“ sagði Ásgeir. Er það þá kannski eina leiðin í stöðunni fyrir Guðmund Guðmundsson að hætta með landsliðið strax í stað þess að klára undankeppni EM í vor og sumar. „Mögulega væri það best fyrir Guðmund að hætta núna því það er augljóslega svo mikil kergja í hópnum. Hann virkar samt á mig sem maður sem vill klára það sem hann tekur sér fyrir hendur og prinsipp maður hvað það varðar.,“ segir Ásgeir. Það má finna allt viðtalið og það sem Ásgeir sagði um Dag Sigurðsson og þýska landsliðið í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Blaðamaður Extrabladet: Guðmundur á að segja af sér Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, á að segja af sér. Þetta segir Jan Jensen í pistli á vef Extrabladet. 22. janúar 2017 19:14 Væntanlegur eftirmaður Guðmundar vill vera vinur leikmanna Guðmundur Guðmundsson mun hætt með danska landsliðið eftir HM í Frakklandi á næsta ári en flest allt bendir til þess að Danir hafi þegar fundið eftirmann hans. 10. nóvember 2016 06:30 Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. 23. janúar 2017 12:00 Gott fyrir Guðmund að hann gat tekið þessa ákvörðun sjálfur Einn þekktasti íþróttafréttamaður Danmerkur telur að Guðmundur Guðmundsson hafi verið kominn í ómögulega stöðu með danska landsliðinu og að hann hafi ekki átt annan góðan kost en að framlengja ekki samning sinn við danska handknattl 10. nóvember 2016 07:00 Guðmundur og Danir úr leik á HM Ungverjaland gerði sér lítið fyrir og sló Ólympíumeistara Danmerkur úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta í Frakklandi í dag. 22. janúar 2017 16:37 Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið. 22. janúar 2017 19:48 Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Handboltaspekingurinn Ásgeir Jónsson spjallaði um frammistöðu Dana og Þjóðverja á HM í Frakklandi í Akraborginni en bæði landsliðin féllu úr leik í sextán liða úrslitum. „Það vantaði eitthvað upp á andlegu hliðina hjá Dönum og ég held að allir þeir sem horfðu á leikinn hafi séð það,“ segir Ásgeir Jónsson. „Ungverjarnir, sem eru vissulega með gott lið, voru að galopna dönsku vörnina og þá sérstaklega undir lokin. Það var bara með ólíkindum,“ segir Ásgeir. „Maður fær það ekki á tilfinninguna að dönsku leikmennirnir væru ekki að leggja sig fram heldur fer það ekki á milli mála þegar þú sérð hvernig Mikkel Hansen ber sig inn á vellinum,“ segir Ásgeir. Hansen fór mikinn framan af leik en var nánast ósýnilegur í seinni hálfleiknum. „Hann er frábær handboltamaður en við vitum að hann og Guðmundur hafa eldað grátt silfur saman. Ég hef í það minnsta heyrt að Hansen hafi verið einn af þessum leikmönnum sem sátu þessa fundi á Ólympíuleikunum og öll þessi undarlega sena í kringum það. Vanvirðing sem skín af honum þegar Guðmundur er að taka leikhlé. Það er ekki hægt að líta framhjá því,“ segir Ásgeir. „Það sést mjög skýrt í þessum leik eins og Logi Geirs benti á í HM-stofunni, þegar Mikkel fórnar höndum þegar Guðmundur tekur leikhlé undir restina. Eins hvernig hann spilar síðustu tíu mínútur leiksins. Hann hreyfir sig varla í sókninni og hvað þá í vörninni. Hann er frábær leikmaður og getur nánast skorað þegar hann vill,“ segir Ásgeir en honum er tíðrætt um leikhléið á lokin. „Hollingin á liðinu þegar Guðmundur tekur þetta leikhlé í restina. Það leikur fýlan af mönnum sem eru ríkjandi Ólympíumeistarar og á stórmóti að berjast fyrir lífi sínu. Það var ekki löngun að finna í einu andliti í hópnum,“ sagði Ásgeir. „Ef þér er það illa við þjálfarann að þetta er lendingin á ögurstundu þá áttu bara að koma hreint fram og segja; Ég ætlað að afþakka þetta landsliðssæti núna. Þú getur ekki boðið stuðningsmönnunum. þjálfaranum og öðrum í liðinu upp á það að taka þátt ef þetta er nálgunin á verkefnið. Mér finnst það fyrir neðan allar hellur að fagmenn og landsliðsmenn láti svona,“ sagði Ásgeir. Er það þá kannski eina leiðin í stöðunni fyrir Guðmund Guðmundsson að hætta með landsliðið strax í stað þess að klára undankeppni EM í vor og sumar. „Mögulega væri það best fyrir Guðmund að hætta núna því það er augljóslega svo mikil kergja í hópnum. Hann virkar samt á mig sem maður sem vill klára það sem hann tekur sér fyrir hendur og prinsipp maður hvað það varðar.,“ segir Ásgeir. Það má finna allt viðtalið og það sem Ásgeir sagði um Dag Sigurðsson og þýska landsliðið í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Blaðamaður Extrabladet: Guðmundur á að segja af sér Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, á að segja af sér. Þetta segir Jan Jensen í pistli á vef Extrabladet. 22. janúar 2017 19:14 Væntanlegur eftirmaður Guðmundar vill vera vinur leikmanna Guðmundur Guðmundsson mun hætt með danska landsliðið eftir HM í Frakklandi á næsta ári en flest allt bendir til þess að Danir hafi þegar fundið eftirmann hans. 10. nóvember 2016 06:30 Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. 23. janúar 2017 12:00 Gott fyrir Guðmund að hann gat tekið þessa ákvörðun sjálfur Einn þekktasti íþróttafréttamaður Danmerkur telur að Guðmundur Guðmundsson hafi verið kominn í ómögulega stöðu með danska landsliðinu og að hann hafi ekki átt annan góðan kost en að framlengja ekki samning sinn við danska handknattl 10. nóvember 2016 07:00 Guðmundur og Danir úr leik á HM Ungverjaland gerði sér lítið fyrir og sló Ólympíumeistara Danmerkur úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta í Frakklandi í dag. 22. janúar 2017 16:37 Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið. 22. janúar 2017 19:48 Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Blaðamaður Extrabladet: Guðmundur á að segja af sér Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, á að segja af sér. Þetta segir Jan Jensen í pistli á vef Extrabladet. 22. janúar 2017 19:14
Væntanlegur eftirmaður Guðmundar vill vera vinur leikmanna Guðmundur Guðmundsson mun hætt með danska landsliðið eftir HM í Frakklandi á næsta ári en flest allt bendir til þess að Danir hafi þegar fundið eftirmann hans. 10. nóvember 2016 06:30
Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. 23. janúar 2017 12:00
Gott fyrir Guðmund að hann gat tekið þessa ákvörðun sjálfur Einn þekktasti íþróttafréttamaður Danmerkur telur að Guðmundur Guðmundsson hafi verið kominn í ómögulega stöðu með danska landsliðinu og að hann hafi ekki átt annan góðan kost en að framlengja ekki samning sinn við danska handknattl 10. nóvember 2016 07:00
Guðmundur og Danir úr leik á HM Ungverjaland gerði sér lítið fyrir og sló Ólympíumeistara Danmerkur úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta í Frakklandi í dag. 22. janúar 2017 16:37
Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið. 22. janúar 2017 19:48