Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár atli ísleifsson skrifar 24. janúar 2017 13:04 Söngkeppni Framhaldsskólanna var síðast haldin 9. apríl þar sem þrettán atriði stigu á stokk. Menntaskólinn við Hamrahlíð bar sigur úr býtum með laginu Hyperballad með Björk. Samband íslenskra framhaldsskólanema Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Fram kemur að undanfarna mánuði hafi framkvæmdastjórn sambandsins skoðað hvaða möguleikar séu fyrir hendi varðandi framtíð keppninnar í kjölfar þess að á aðalþingi sambandsins í byrjun september 2016 var samþykkt að SÍF skyldi ekki sjá um framkvæmd keppninnar líkt og verið hefur. „Síðastliðin ár hefur keppnin verið framkvæmd í samstarfi við Sagafilm og vegna umfangs hennar mikil vinna lent á framkvæmdastjórninni við undirbúning. Af þeim sökum hefur stjórnin ekki náð að vinna að þeim málum sem SÍF vill beita sér fyrir, að gæta hagsmuna framhaldsskólanema. Ógerlegt er að halda Söngkeppni framhaldsskólanna án þess að að áhugi og fjármagn séu fyrir hendi. Áhugaleysi á keppninni hefur sýnt sig í lítilli þátttöku og stuðningi nemendafélaganna við sína keppendur þrátt fyrir að þeim hafi verið gerð grein fyrir því að án þeirra væri ekki hægt að halda keppnina. Þá hefur léleg miðasala og áhugaleysi valdið því að fjárhagslega hefur orðið sífellt erfiðara að halda keppnina og er svo komið að það er ekki hægt nema mikil breyting verði á. Hugmyndir komu upp um að gefa keppnina frá okkur, í hendur óháðra aðila, en við teljum að hún sé ekki framhaldsskólanema án þeirra aðkomu og gerðum við það því ekki. Okkur þykir leitt að tilkynna að engin Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin árið 2017. Við vitum að margir skólar hafi nú þegar haldið sínar undankeppni og teljum við það jákvætt. Mikilvægt er að ungt fólk fái vettvang til að koma hæfileikum sínum á framfæri þrátt fyrir að SÍF muni ekki standa fyrir formlegri keppni á milli framhaldsskóla í þetta sinn. Við gerum ráð fyrir að ræða frekari framtíðarmöguleika á sambandsstjórnarþingi SÍF á vorönn 2017 en ljóst er að ef keppnin á að haldast í höndum framhaldsskólanema en ekki utanaðkomandi aðila er nauðsynlegt að auka áhuga og efla samstarfið milli skóla,“ segir í tilynningunni. Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Fram kemur að undanfarna mánuði hafi framkvæmdastjórn sambandsins skoðað hvaða möguleikar séu fyrir hendi varðandi framtíð keppninnar í kjölfar þess að á aðalþingi sambandsins í byrjun september 2016 var samþykkt að SÍF skyldi ekki sjá um framkvæmd keppninnar líkt og verið hefur. „Síðastliðin ár hefur keppnin verið framkvæmd í samstarfi við Sagafilm og vegna umfangs hennar mikil vinna lent á framkvæmdastjórninni við undirbúning. Af þeim sökum hefur stjórnin ekki náð að vinna að þeim málum sem SÍF vill beita sér fyrir, að gæta hagsmuna framhaldsskólanema. Ógerlegt er að halda Söngkeppni framhaldsskólanna án þess að að áhugi og fjármagn séu fyrir hendi. Áhugaleysi á keppninni hefur sýnt sig í lítilli þátttöku og stuðningi nemendafélaganna við sína keppendur þrátt fyrir að þeim hafi verið gerð grein fyrir því að án þeirra væri ekki hægt að halda keppnina. Þá hefur léleg miðasala og áhugaleysi valdið því að fjárhagslega hefur orðið sífellt erfiðara að halda keppnina og er svo komið að það er ekki hægt nema mikil breyting verði á. Hugmyndir komu upp um að gefa keppnina frá okkur, í hendur óháðra aðila, en við teljum að hún sé ekki framhaldsskólanema án þeirra aðkomu og gerðum við það því ekki. Okkur þykir leitt að tilkynna að engin Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin árið 2017. Við vitum að margir skólar hafi nú þegar haldið sínar undankeppni og teljum við það jákvætt. Mikilvægt er að ungt fólk fái vettvang til að koma hæfileikum sínum á framfæri þrátt fyrir að SÍF muni ekki standa fyrir formlegri keppni á milli framhaldsskóla í þetta sinn. Við gerum ráð fyrir að ræða frekari framtíðarmöguleika á sambandsstjórnarþingi SÍF á vorönn 2017 en ljóst er að ef keppnin á að haldast í höndum framhaldsskólanema en ekki utanaðkomandi aðila er nauðsynlegt að auka áhuga og efla samstarfið milli skóla,“ segir í tilynningunni.
Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira