Trump hyggst lækka skatta og draga úr reglugerðum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill halda framleiðslustörfum í landinu. "Við ætlum að fækka reglugerðum stórlega en reglugerðirnar sem eftir standa munu vernda borgara alveg jafn vel,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst fækka reglugerðum og lækka skatta á fyrirtæki í von um að færri fyrirtæki flytji úr landi. Ef fyrirtæki hyggjast samt flytja úr landi verða háir skattir lagðir á innfluttan varning umræddra fyrirtækja. Frá þessu greindi Trump í gær en áformin eru í takt við stefnumál hans í forsetakosningum síðasta árs. „Við ætlum að fækka reglugerðum stórlega en reglugerðirnar sem eftir standa munu vernda borgara alveg jafn vel,“ sagði forsetinn við blaðamenn að loknum morgunfundi hans í Hvíta húsinu með framkvæmdastjórum stórfyrirtækja á borð við Tesla, Whirlpool og Johnson & Johnson. Ef áætlun Trumps kemst í framkvæmd mun fyrirtækjaskattur lækka úr 35 prósentum í 15 eða 20 prósent. Þá mun reglugerðum á fyrirtæki einnig fækka um allt að 75 prósent. Frá því Trump náði kjöri hafa nokkur fyrirtæki hætt við áform um að flytja framleiðslu úr landi. Til að mynda hætti loftræstingarframleiðandinn Carrier við að flytja 1.100 störf til Mexíkó. Þá kynnti Fiat Chrysler 113 milljarða króna uppbyggingu fyrirtækisins í Michigan og Ohio og Ford að fyrirtækið myndi verja sömu upphæð í uppbyggingu í Michigan í stað þess að flytja hluta framleiðslunnar til Mexíkó. Sergio Marchionne, framkvæmdastjóri Chrysler Fiat, hefur þó sagt ákvörðunina algjörlega ótengda stefnu Trumps. Þá hefur verkalýðsforinginn Chuck Jones, sem er í forsvari fyrir starfsmenn Carrier, gagnrýnt Trump fyrir að eigna sér heiðurinn að því að „bjarga 1.100 störfum Bandaríkjamanna“. Í desember sagði Jones að Trump ætti heiðurinn af 800 þessara starfa. Ekki hefði staðið til að flytja hin úr landi. Trump hefur staðið í ströngu fyrstu daga sína í embætti. Í gær skrifaði hann undir forsetatilskipun um að Bandaríkin skyldu draga sig út úr fríverslunarsamningnum Trans-Pacific Partnership (TPP) líkt og hann lofaði að gera í kosningabaráttunni. Áður höfðu tólf ríki skrifað undir samninginn. Barack Obama, fyrrverandi forseti, var hlynntur samningnum. BBC greinir frá því að tilskipunin sé í raun aðeins táknræn þar sem bandaríska þingið hafi aldrei samþykkt samninginn og því hafi tilskipunarinnar ekki verið þörf. Þá skrifaði Trump einnig undir tilskipun um að hætta að fjármagna aðila sem bjóða konum upp á meðgöngurof. Tekur hann þar með á ný upp stefnu sem kennd er við Mexíkóborg og hefur verið innleidd og lögð niður endurtekið undanfarin 33 ár. Forsetar úr röðum Repúblikana hafa innleitt hana en Demókratar lagt hana niður. Trump undirritaði einnig ráðningarbann í stéttum opinberra starfsmanna sem tengjast ekki hernum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst fækka reglugerðum og lækka skatta á fyrirtæki í von um að færri fyrirtæki flytji úr landi. Ef fyrirtæki hyggjast samt flytja úr landi verða háir skattir lagðir á innfluttan varning umræddra fyrirtækja. Frá þessu greindi Trump í gær en áformin eru í takt við stefnumál hans í forsetakosningum síðasta árs. „Við ætlum að fækka reglugerðum stórlega en reglugerðirnar sem eftir standa munu vernda borgara alveg jafn vel,“ sagði forsetinn við blaðamenn að loknum morgunfundi hans í Hvíta húsinu með framkvæmdastjórum stórfyrirtækja á borð við Tesla, Whirlpool og Johnson & Johnson. Ef áætlun Trumps kemst í framkvæmd mun fyrirtækjaskattur lækka úr 35 prósentum í 15 eða 20 prósent. Þá mun reglugerðum á fyrirtæki einnig fækka um allt að 75 prósent. Frá því Trump náði kjöri hafa nokkur fyrirtæki hætt við áform um að flytja framleiðslu úr landi. Til að mynda hætti loftræstingarframleiðandinn Carrier við að flytja 1.100 störf til Mexíkó. Þá kynnti Fiat Chrysler 113 milljarða króna uppbyggingu fyrirtækisins í Michigan og Ohio og Ford að fyrirtækið myndi verja sömu upphæð í uppbyggingu í Michigan í stað þess að flytja hluta framleiðslunnar til Mexíkó. Sergio Marchionne, framkvæmdastjóri Chrysler Fiat, hefur þó sagt ákvörðunina algjörlega ótengda stefnu Trumps. Þá hefur verkalýðsforinginn Chuck Jones, sem er í forsvari fyrir starfsmenn Carrier, gagnrýnt Trump fyrir að eigna sér heiðurinn að því að „bjarga 1.100 störfum Bandaríkjamanna“. Í desember sagði Jones að Trump ætti heiðurinn af 800 þessara starfa. Ekki hefði staðið til að flytja hin úr landi. Trump hefur staðið í ströngu fyrstu daga sína í embætti. Í gær skrifaði hann undir forsetatilskipun um að Bandaríkin skyldu draga sig út úr fríverslunarsamningnum Trans-Pacific Partnership (TPP) líkt og hann lofaði að gera í kosningabaráttunni. Áður höfðu tólf ríki skrifað undir samninginn. Barack Obama, fyrrverandi forseti, var hlynntur samningnum. BBC greinir frá því að tilskipunin sé í raun aðeins táknræn þar sem bandaríska þingið hafi aldrei samþykkt samninginn og því hafi tilskipunarinnar ekki verið þörf. Þá skrifaði Trump einnig undir tilskipun um að hætta að fjármagna aðila sem bjóða konum upp á meðgöngurof. Tekur hann þar með á ný upp stefnu sem kennd er við Mexíkóborg og hefur verið innleidd og lögð niður endurtekið undanfarin 33 ár. Forsetar úr röðum Repúblikana hafa innleitt hana en Demókratar lagt hana niður. Trump undirritaði einnig ráðningarbann í stéttum opinberra starfsmanna sem tengjast ekki hernum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent