Einn besti þjálfari NBA lætur Donald Trump heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2017 19:00 Gregg Popovich og Donald Trump. Vísir/Getty Gregg Popovich, þjálfari San Antionio Spurs, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og einn besti þjálfari sögunnar í NBA-deildinni, er ekki meðlimur í aðdáendaklúbbi forseta Bandaríkjanna og meira segja langt frá því. Gregg Popovich hefur gagnrýnt Donald Trump áður en þeir sem héldu að hljóðið í Popovich myndi breytast nú þegar Donald Trump væri tekinn við sem forseti, fengu skýr svör við því í gær. Popovich hefur lýst yfir furðu sinni að bandaríska þjóðin hafi kosið sér forseta sem talar fyrir fyrir útlendingahatri, kynþóttahatri, karlrembu og hatri á hinsegin fólki í ræðum sínum. Popovich talaði um hinn hörundssára forseta sem er einbeita sér að umræðunni um hversu margir mættu á inntökuathöfn hans í stað þess að beina kröftum sínum í að sameina þjóðin sem hann hefur sundrað. „Þú getur í rauninni ekki trúað einu orði sem kemur upp úr honum,“ sagði Gregg Popovich og hann er að tala um núverandi háttsettasta mann bandarísku þjóðarinnar. Popovich notaði tækifærið og hrósaði kröfugöngunni „Women’s Marches across North America“ sem fór fram um helgina en hún var mjög fjölmenn og vel heppnuð. „Mér leið vel við það að sjá fólk sameinast við að mótmæla því hvernig hann hefur hagað sér því það segir mér að það sé til fullt af fólki sem er ekki sama," sagði Popovich. Það verður að teljast ólíklegt að Gregg Popovich taki boði forsetans verði hann NBA-meistari í forsetatíð Donald Trump en það er hefð fyrir því að NBA-meistararnir heimsæki Hvíta húsið tímabilið eftir. Gregg Popovich er ekki þekktur fyrir að tala of mikið þegar kemur að fjölmiðlum en hann lét þarna mása um Donald Trump. Þeir sem vilja lesa allt það sem Popovich sagði um Trump geta séð alla „ræðuna“ hans hér á Twittersíðu Rachel Nichols hér fyrir neðan.Spurs' Gregg Popovich on Donald Trump: "you really can't believe anything that comes out of his mouth."Oh...and there was more. A lot more: pic.twitter.com/UIVL0FYtf7— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 22, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Gregg Popovich, þjálfari San Antionio Spurs, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og einn besti þjálfari sögunnar í NBA-deildinni, er ekki meðlimur í aðdáendaklúbbi forseta Bandaríkjanna og meira segja langt frá því. Gregg Popovich hefur gagnrýnt Donald Trump áður en þeir sem héldu að hljóðið í Popovich myndi breytast nú þegar Donald Trump væri tekinn við sem forseti, fengu skýr svör við því í gær. Popovich hefur lýst yfir furðu sinni að bandaríska þjóðin hafi kosið sér forseta sem talar fyrir fyrir útlendingahatri, kynþóttahatri, karlrembu og hatri á hinsegin fólki í ræðum sínum. Popovich talaði um hinn hörundssára forseta sem er einbeita sér að umræðunni um hversu margir mættu á inntökuathöfn hans í stað þess að beina kröftum sínum í að sameina þjóðin sem hann hefur sundrað. „Þú getur í rauninni ekki trúað einu orði sem kemur upp úr honum,“ sagði Gregg Popovich og hann er að tala um núverandi háttsettasta mann bandarísku þjóðarinnar. Popovich notaði tækifærið og hrósaði kröfugöngunni „Women’s Marches across North America“ sem fór fram um helgina en hún var mjög fjölmenn og vel heppnuð. „Mér leið vel við það að sjá fólk sameinast við að mótmæla því hvernig hann hefur hagað sér því það segir mér að það sé til fullt af fólki sem er ekki sama," sagði Popovich. Það verður að teljast ólíklegt að Gregg Popovich taki boði forsetans verði hann NBA-meistari í forsetatíð Donald Trump en það er hefð fyrir því að NBA-meistararnir heimsæki Hvíta húsið tímabilið eftir. Gregg Popovich er ekki þekktur fyrir að tala of mikið þegar kemur að fjölmiðlum en hann lét þarna mása um Donald Trump. Þeir sem vilja lesa allt það sem Popovich sagði um Trump geta séð alla „ræðuna“ hans hér á Twittersíðu Rachel Nichols hér fyrir neðan.Spurs' Gregg Popovich on Donald Trump: "you really can't believe anything that comes out of his mouth."Oh...and there was more. A lot more: pic.twitter.com/UIVL0FYtf7— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 22, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira