Starfsfólk Hvíta hússins hyggst verja Trump með kjafti og klóm Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2017 21:40 Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins á blaðamannafundi með myndum af mannfjöldanum á innsetningarathöfninni. Vísir/EPA Starfsmenn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu hafa svarið þess eið að verja forseta sinn með kjafti og klóm gegn „ósanngjörnum árásum“ fjölmiðla þar vestanhafs. Reuters greinir frá.Þetta kemur fram í máli nýs starfsmannastjóra Hvíta hússins, Reince Priebus sem gagnrýnir fjölmiðla fyrir fullyrðingar um að mun færri almennir borgara hafi mætt á innsetningarathöfn Donalds Trumps heldur en innsetningarathöfn Baracks Obama árið 2009. „Punkturinn snýst ekki um stærð mannfjöldans heldur snýst punkturinn um árásirnar og tilraunirnar til að draga úr lögmæti forsetans á einum degi. Við munum ekki sitja undir því þegandi og hljóðalaust“ segir Priebus. Hann heldur því fram að loftmyndir af mannfjöldanum á innsetningarathöfninni séu falsaðar. Áður hafði nýr fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sean Spicer, haldið því fram að aldrei áður hefðu jafn margir mætt til að fylgjast með innsetningarathöfn forseta. Sérfræðingar sem sérhæfa sig í mannfjöldatölum á slíkum viðburðum hafa dregið í efa fullyrðingar Spicer og í raun sagt þær vera rangar.Vilja koma frá sér öðrum „mögulegum staðreyndum“Þá hefur Kellyanne Conway, sem er ráðgjafi Donalds Trumps, einnig skotið á fjölmiðla, en það gerði hún þegar hún var spurð um það hvers vegna fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins segði fjölmiðlum ósatt. „Ef við ætlum að tala um fjölmiðlafulltrúann með þessum hætti verðum við að endurhugsa samband okkar.“ Þá var Conway gagnrýnd fyrir þá staðreynd að starfsfólk Hvíta hússins eyðir tíma sínum í að tala um hversu margir hafi mætt á innsetningarathöfn forsetans í stað þess að tala um mikilvæg mál í innanríkis- og utanríkismálum Bandaríkjanna en hún svaraði þeirri gagnrýni. „Okkur finnst mikilvægt að hreinsa loftið og koma frá okkur öðrum „mögulegum staðreyndum“.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira
Starfsmenn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu hafa svarið þess eið að verja forseta sinn með kjafti og klóm gegn „ósanngjörnum árásum“ fjölmiðla þar vestanhafs. Reuters greinir frá.Þetta kemur fram í máli nýs starfsmannastjóra Hvíta hússins, Reince Priebus sem gagnrýnir fjölmiðla fyrir fullyrðingar um að mun færri almennir borgara hafi mætt á innsetningarathöfn Donalds Trumps heldur en innsetningarathöfn Baracks Obama árið 2009. „Punkturinn snýst ekki um stærð mannfjöldans heldur snýst punkturinn um árásirnar og tilraunirnar til að draga úr lögmæti forsetans á einum degi. Við munum ekki sitja undir því þegandi og hljóðalaust“ segir Priebus. Hann heldur því fram að loftmyndir af mannfjöldanum á innsetningarathöfninni séu falsaðar. Áður hafði nýr fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sean Spicer, haldið því fram að aldrei áður hefðu jafn margir mætt til að fylgjast með innsetningarathöfn forseta. Sérfræðingar sem sérhæfa sig í mannfjöldatölum á slíkum viðburðum hafa dregið í efa fullyrðingar Spicer og í raun sagt þær vera rangar.Vilja koma frá sér öðrum „mögulegum staðreyndum“Þá hefur Kellyanne Conway, sem er ráðgjafi Donalds Trumps, einnig skotið á fjölmiðla, en það gerði hún þegar hún var spurð um það hvers vegna fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins segði fjölmiðlum ósatt. „Ef við ætlum að tala um fjölmiðlafulltrúann með þessum hætti verðum við að endurhugsa samband okkar.“ Þá var Conway gagnrýnd fyrir þá staðreynd að starfsfólk Hvíta hússins eyðir tíma sínum í að tala um hversu margir hafi mætt á innsetningarathöfn forsetans í stað þess að tala um mikilvæg mál í innanríkis- og utanríkismálum Bandaríkjanna en hún svaraði þeirri gagnrýni. „Okkur finnst mikilvægt að hreinsa loftið og koma frá okkur öðrum „mögulegum staðreyndum“.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira