Ólafur: Var erfitt að gera leik úr þessu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 18:54 Ólafur í leiknum í kvöld. Vísir/EPA Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25. „Þetta var þungt hjá okkur í seinni hálfleik. Samt var ekkert við fyrri hálfleikinn sem gaf til kynna að þeir myndu gera eitthvað erfitt fyrir okkur,“ sagði Ólafur eftir leikinn. „En þeir leystu vel úr sínum málum í hálfleik og komust 4-5 mörkum yfir. Þá var erfitt fyrir okkur að gera leik úr þessu en mér fannst samt vel gert að minnka muninn í þrjú mörk eins og við gerðum þegar sjö mínútur voru eftir,“ sagði Ólafur enn fremur. Hann segir erfitt að útskýra hvað hafði gerst á upphafsmínútum síðari hálfleiks. „Kannski var það svipað og gegn Spáni. Við vorum að spila frábærlega en það vantar að fylgja því eftir og klára dæmið. Við náðum ekki að fylgja þessu eftir.“ Ólafur segir að það hafi verið sérstaklega gaman að spila þennan leik, fyrir framan svo marga áhorfendur. „Maður er svo sem ekkert mikið að spá í hvað það voru margir á leiknum. Það var bara mikið og svo er þetta bara venjulegur handboltavöllur með öllu tilheyrandi. Maður reynir bara að gera sitt besta.“ Ólafur átti magnaðan leik í fyrri hálfleik í kvöld, en það dró aðeins undan honum í síðari hálfleik. Hann segist ágætlega sáttur við frammistöðu sína á mótinu. „Þetta var upp og niður eins og gengur og gerist og var hjá öllu liðinu. Mér fannst við spila frábæra vörn stærstan hluta mótsins og markvarslan var í takti við það. Við þurfum að nýta okkur það í að skora fleiri auðveld mörk. Við megum vinna betur í sóknarleiknum en það eru góðir og slæmir kaflar í þessu hjá okkur. Maður fær kannski betri yfirsýn í þetta nú þegar mótið er búið fyrir okkur.“ Hann segir að það sé frábær stemning í íslenska landsliðshópnum og hann kvíðir ekki framtíðinni. „Við reynum að taka það sem við gerðum vel og byggja á því. Það eru margir nýir strákar í liðinu og það eru bjartir tímar fram undan hjá okkur.“ HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Twitter á flugi: Bilun fyrir hjartað Frábær fyrri hálfleikur íslenska liðsins gegn Frökkum hafa glatt marga í netheimum. 21. janúar 2017 17:46 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25. „Þetta var þungt hjá okkur í seinni hálfleik. Samt var ekkert við fyrri hálfleikinn sem gaf til kynna að þeir myndu gera eitthvað erfitt fyrir okkur,“ sagði Ólafur eftir leikinn. „En þeir leystu vel úr sínum málum í hálfleik og komust 4-5 mörkum yfir. Þá var erfitt fyrir okkur að gera leik úr þessu en mér fannst samt vel gert að minnka muninn í þrjú mörk eins og við gerðum þegar sjö mínútur voru eftir,“ sagði Ólafur enn fremur. Hann segir erfitt að útskýra hvað hafði gerst á upphafsmínútum síðari hálfleiks. „Kannski var það svipað og gegn Spáni. Við vorum að spila frábærlega en það vantar að fylgja því eftir og klára dæmið. Við náðum ekki að fylgja þessu eftir.“ Ólafur segir að það hafi verið sérstaklega gaman að spila þennan leik, fyrir framan svo marga áhorfendur. „Maður er svo sem ekkert mikið að spá í hvað það voru margir á leiknum. Það var bara mikið og svo er þetta bara venjulegur handboltavöllur með öllu tilheyrandi. Maður reynir bara að gera sitt besta.“ Ólafur átti magnaðan leik í fyrri hálfleik í kvöld, en það dró aðeins undan honum í síðari hálfleik. Hann segist ágætlega sáttur við frammistöðu sína á mótinu. „Þetta var upp og niður eins og gengur og gerist og var hjá öllu liðinu. Mér fannst við spila frábæra vörn stærstan hluta mótsins og markvarslan var í takti við það. Við þurfum að nýta okkur það í að skora fleiri auðveld mörk. Við megum vinna betur í sóknarleiknum en það eru góðir og slæmir kaflar í þessu hjá okkur. Maður fær kannski betri yfirsýn í þetta nú þegar mótið er búið fyrir okkur.“ Hann segir að það sé frábær stemning í íslenska landsliðshópnum og hann kvíðir ekki framtíðinni. „Við reynum að taka það sem við gerðum vel og byggja á því. Það eru margir nýir strákar í liðinu og það eru bjartir tímar fram undan hjá okkur.“
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Twitter á flugi: Bilun fyrir hjartað Frábær fyrri hálfleikur íslenska liðsins gegn Frökkum hafa glatt marga í netheimum. 21. janúar 2017 17:46 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
Twitter á flugi: Bilun fyrir hjartað Frábær fyrri hálfleikur íslenska liðsins gegn Frökkum hafa glatt marga í netheimum. 21. janúar 2017 17:46
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45