Konur um allan heim mótmæla Donald Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2017 10:05 Frá mótmælagöngu kvenna í Melbourne í dag. vísir/getty Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. Þá er búið að skipuleggja sams konar mótmælagöngur í rúmlega 160 borgum í öllum heimsálfum en í umfjöllun Guardian um mótmælin segir að allt að 1,5 milljónir kvenna muni mótmæla Trump í dag. Búið er að skipuleggja göngu í Reykjavík sem hefst klukkan 14 samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins. Verður gengið frá Arnarhóli að Austurvelli. Evvie Harmon, ein af þeim sem hefur skipulagt göngurnar, segir að konur um allan heim hafi setið á púðurtunnu um langt skeið og kjör Trump hafi verið það sem kveikti í þeirri tunnu. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir kvenfyrirlitningu og að virða ekki mannréttindi jaðarhópa, til að mynda samkynhneigðra, en skömmu eftir að hann tók við embætti í gær var öll umfjöllun um málefni hinsegin fólks í Bandaríkjunum fjarlægð af síðu Hvíta hússins. Réttindi hinsegin fólks voru hins vegar eitt af lykilmálum forvera Trump í embætti, Barack Obama. Búist er við því að kvennagangan í Washington verði stærsti viðburður sem tengja má við innsetningu nýs forseta í Bandaríkjunum. Mikil mótmæli voru í höfuðborginni í gær og voru um 200 manns handteknir í þeim. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn setur Bandaríkin í fyrsta sæti Donald John Trump varð 45. forseti Bandaríkjanna í gær. Í innsetningarræðu sinni hvatti hann til sameiningar undir bandaríska fánanum. Forsetinn sagði að Bandaríkin og bandaríska þjóðin ættu alltaf að vera í fyrsta sæti. Dagar innantó 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Fleiri fréttir Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Sjá meira
Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. Þá er búið að skipuleggja sams konar mótmælagöngur í rúmlega 160 borgum í öllum heimsálfum en í umfjöllun Guardian um mótmælin segir að allt að 1,5 milljónir kvenna muni mótmæla Trump í dag. Búið er að skipuleggja göngu í Reykjavík sem hefst klukkan 14 samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins. Verður gengið frá Arnarhóli að Austurvelli. Evvie Harmon, ein af þeim sem hefur skipulagt göngurnar, segir að konur um allan heim hafi setið á púðurtunnu um langt skeið og kjör Trump hafi verið það sem kveikti í þeirri tunnu. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir kvenfyrirlitningu og að virða ekki mannréttindi jaðarhópa, til að mynda samkynhneigðra, en skömmu eftir að hann tók við embætti í gær var öll umfjöllun um málefni hinsegin fólks í Bandaríkjunum fjarlægð af síðu Hvíta hússins. Réttindi hinsegin fólks voru hins vegar eitt af lykilmálum forvera Trump í embætti, Barack Obama. Búist er við því að kvennagangan í Washington verði stærsti viðburður sem tengja má við innsetningu nýs forseta í Bandaríkjunum. Mikil mótmæli voru í höfuðborginni í gær og voru um 200 manns handteknir í þeim.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn setur Bandaríkin í fyrsta sæti Donald John Trump varð 45. forseti Bandaríkjanna í gær. Í innsetningarræðu sinni hvatti hann til sameiningar undir bandaríska fánanum. Forsetinn sagði að Bandaríkin og bandaríska þjóðin ættu alltaf að vera í fyrsta sæti. Dagar innantó 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Fleiri fréttir Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Sjá meira
Forsetinn setur Bandaríkin í fyrsta sæti Donald John Trump varð 45. forseti Bandaríkjanna í gær. Í innsetningarræðu sinni hvatti hann til sameiningar undir bandaríska fánanum. Forsetinn sagði að Bandaríkin og bandaríska þjóðin ættu alltaf að vera í fyrsta sæti. Dagar innantó 21. janúar 2017 07:00