Sjö marka sigrar hjá lærisveinum Dags og Kristjáns Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2017 18:18 Dagur og strákarnir hans unnu D-riðil með fullu húsi. vísir/getty Evrópumeistarar Þýskalands báru sigurorð af Króatíu í dag, 28-21, og kláruðu því C-riðilinn á HM í Frakklandi með fullu húsi stiga. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar mæta Katar í 16-liða úrslitunum í París á sunnudaginn. Króatar byrjuðu leikinn í dag betur og komust í 1-3. Það var þó bara lognið á undan storminum. Þjóðverjar gáfu fljótlega í, komust í 11-5 og þegar liðin gengu til búningsherbergja munaði fjórum mörkum á þeim, 13-9. Þýska liðið hélt þessari forystu í seinni hálfleik, þrátt fyrir ágætis áhlaup þess króatíska, og Evrópumeistararnir unnu á endanum sjö marka sigur, 28-21. Línumaðurinn Patrick Wiencek skoraði sex mörk fyrir Þýskaland og Kai Hafner fimm. Þá átti Andreas Wolff góðan leik í þýska markinu og varði 16 skot. Manuel Strlek og Luka Stepancic skoruðu fimm mörk hvor fyrir Króatíu sem mætir Egyptalandi í 16-liða úrslitunum í Montpellier á sunnudaginn.Svíar mæta Ungverjum í 16-liða úrslitum.vísir/epaSvíar unnu öruggan sigur á Egyptum, 33-26, og enda því í 2. sæti D-riðils. Sænska liðið mætir því hvít-rússneska í Lille á sunnudaginn. Svíar léku sér að Egyptum í leiknum í dag. Þeir komust í 3-0 og 11-3 og leiddu með sex mörkum í hálfleik, 15-9. Í seinni hálfleik breikkaði bilið og á endanum munaði sjö mörkum á liðunum, 33-26. Hornamennirnir Niclas Ekberg og Jerry Tollbring voru frábærir í sænska liðinu. Ekberg skoraði átta mörk og Tollbring sex. Þeir voru báðir með 100% skotnýtingu. Jim Gottfridsson skoraði einnig sex mörk fyrir Svía. Eslam Issa skoraði sjö mörk fyrir Egyptaland. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Evrópumeistarar Þýskalands báru sigurorð af Króatíu í dag, 28-21, og kláruðu því C-riðilinn á HM í Frakklandi með fullu húsi stiga. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar mæta Katar í 16-liða úrslitunum í París á sunnudaginn. Króatar byrjuðu leikinn í dag betur og komust í 1-3. Það var þó bara lognið á undan storminum. Þjóðverjar gáfu fljótlega í, komust í 11-5 og þegar liðin gengu til búningsherbergja munaði fjórum mörkum á þeim, 13-9. Þýska liðið hélt þessari forystu í seinni hálfleik, þrátt fyrir ágætis áhlaup þess króatíska, og Evrópumeistararnir unnu á endanum sjö marka sigur, 28-21. Línumaðurinn Patrick Wiencek skoraði sex mörk fyrir Þýskaland og Kai Hafner fimm. Þá átti Andreas Wolff góðan leik í þýska markinu og varði 16 skot. Manuel Strlek og Luka Stepancic skoruðu fimm mörk hvor fyrir Króatíu sem mætir Egyptalandi í 16-liða úrslitunum í Montpellier á sunnudaginn.Svíar mæta Ungverjum í 16-liða úrslitum.vísir/epaSvíar unnu öruggan sigur á Egyptum, 33-26, og enda því í 2. sæti D-riðils. Sænska liðið mætir því hvít-rússneska í Lille á sunnudaginn. Svíar léku sér að Egyptum í leiknum í dag. Þeir komust í 3-0 og 11-3 og leiddu með sex mörkum í hálfleik, 15-9. Í seinni hálfleik breikkaði bilið og á endanum munaði sjö mörkum á liðunum, 33-26. Hornamennirnir Niclas Ekberg og Jerry Tollbring voru frábærir í sænska liðinu. Ekberg skoraði átta mörk og Tollbring sex. Þeir voru báðir með 100% skotnýtingu. Jim Gottfridsson skoraði einnig sex mörk fyrir Svía. Eslam Issa skoraði sjö mörk fyrir Egyptaland.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira