Hann mun verða 45. forseti Bandaríkjanna og tekur við embætti af Barack Obama sem gegnt hefur embætti undanfarin átta ár.
Vísir mun sýna beint frá innsetningarathöfninni og sjá má athöfnina í spilaranum hér fyrir ofan.
Fylgst verður vel með í allan dag en hér fyrir neðan má bæði sjá dagskrá dagsins sem og nýjustu tíðindi sem birtast sjálfkrafa.
Dagskrá dagsins
- 14:30: Innsetningarathöfnin á tröppum þinghússins hefst. Tónlistaratriði.
- 16:30: John Roberts, forseti hæstiréttar Bandaríkjanna, tekur eiðstaf af Mike Pence varaforseta.
- 17:00: Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna. Að því loknu flytur hann innsetningarræðu sína.
- 20:00-22:00: Trump og Pence verður ekið um 2,4 kílómetra leið niður Pennsylvania Avenue. Reiknað er með að fjöldi fólks muni þar fylgjast með.
- 00:00-04:00: Trump og Pence munu ásamt eiginkonum sínum sækja þrjár opinberar veislur.