Þjóðarkakan María Bjarnadóttir skrifar 20. janúar 2017 07:00 Þegar ný ríkisstjórn var mynduð spurði mig maður, sem er upprunninn hinumegin á hnettinum og hefur aldrei komið til Íslands, hvort það væri satt að eini maðurinn í öllum heiminum sem bæði hefði verið í Panamaskjölunum og Ashley Madison-gögnunum yrði forsætisráðherra á Íslandi. „Já, það er rétt, min ven,“ svaraði ég, en útskýrði fyrir honum að þetta væri nú allt aðeins málum blandið og að ráðherrann hefði bara verið í þessum skjölum af léttúð. Þetta þótti honum ekki sannfærandi. Svo ég sýndi honum myndband í milduðum fókus og pastellitum af IceHot1 skreyta barnaafmælisköku og þá snarskipti hann um skoðun. Hann skildi vel að kjósendur legðu ekki megináherslu á óskýrar upplýsingar úr gagnalekum þegar hægt væri að horfa á kökuskreytingarvídeóið. Fleiri vildu sjá og áður en ég vissi af var fólk frá öllum heimshornum að horfa á nýja forsætisráðherrann rúlla sykurmassa ástúðlega í tölvunni minni. Af öryggi, en natni. Tvær konur báðu um slóðina á vídeóið. Örugglega bara til að sýna vinum sínum. Ísland hefur fengið verulega aukna athygli frá útlöndum undanfarið. Alþjóðlegir fjölmiðlar komu til að fylgjast með kosningum, EFTA gerir svakalegasta kombakk sem alþjóðleg samvinna hefur séð og íslenska efnahagsundrið (fyrir og eftir hrun) er rannsóknarefni fjölmargra fræðigreina. Hið sanna undur, leynivopn Íslendinga, er samstaðan. Þjóðfélag sem vinnur sig út úr efnahagshruni með því að hjálpast að. Klappar í takt. Sendir hundruð sjálfboðaliða til að finna rjúpnaskyttu. Fer út að leita þegar ungar konur týnast. Passar upp á hvert annað. Það er þessi samstaða sem er kjarninn í þjóðarkökunni. Allt hitt er bara skraut. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun
Þegar ný ríkisstjórn var mynduð spurði mig maður, sem er upprunninn hinumegin á hnettinum og hefur aldrei komið til Íslands, hvort það væri satt að eini maðurinn í öllum heiminum sem bæði hefði verið í Panamaskjölunum og Ashley Madison-gögnunum yrði forsætisráðherra á Íslandi. „Já, það er rétt, min ven,“ svaraði ég, en útskýrði fyrir honum að þetta væri nú allt aðeins málum blandið og að ráðherrann hefði bara verið í þessum skjölum af léttúð. Þetta þótti honum ekki sannfærandi. Svo ég sýndi honum myndband í milduðum fókus og pastellitum af IceHot1 skreyta barnaafmælisköku og þá snarskipti hann um skoðun. Hann skildi vel að kjósendur legðu ekki megináherslu á óskýrar upplýsingar úr gagnalekum þegar hægt væri að horfa á kökuskreytingarvídeóið. Fleiri vildu sjá og áður en ég vissi af var fólk frá öllum heimshornum að horfa á nýja forsætisráðherrann rúlla sykurmassa ástúðlega í tölvunni minni. Af öryggi, en natni. Tvær konur báðu um slóðina á vídeóið. Örugglega bara til að sýna vinum sínum. Ísland hefur fengið verulega aukna athygli frá útlöndum undanfarið. Alþjóðlegir fjölmiðlar komu til að fylgjast með kosningum, EFTA gerir svakalegasta kombakk sem alþjóðleg samvinna hefur séð og íslenska efnahagsundrið (fyrir og eftir hrun) er rannsóknarefni fjölmargra fræðigreina. Hið sanna undur, leynivopn Íslendinga, er samstaðan. Þjóðfélag sem vinnur sig út úr efnahagshruni með því að hjálpast að. Klappar í takt. Sendir hundruð sjálfboðaliða til að finna rjúpnaskyttu. Fer út að leita þegar ungar konur týnast. Passar upp á hvert annað. Það er þessi samstaða sem er kjarninn í þjóðarkökunni. Allt hitt er bara skraut. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun