Bandarísku taekwondo samtökin komin í mál Meisam Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 31. janúar 2017 13:30 Bandarísku taekwondo samtökin hafa sett sig í samband við Bandarísku Ólympíunefndina og stjórnvöld í Bandaríkjunum vegna máls Meisam Rafiei sem ekki mátti ferðast til Bandaríkjanna vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um ferðabann frá tilteknum ríkjum Mið-Austurlanda og Afríku. Íþróttafréttaveitan ESPN greinir frá þessu. Steve McNally, framkvæmdastjóri markaðs- og samskiptamála hjá Bandarísku samtökunum staðfestir að Meisam hafi ekki komist til landsins þrátt fyrir að vera skráður á opna Bandaríska meistaramótið í taekwondo. Hann vonast til að málið leysist þannig að Meisam geti keppt á mótinu. Meisam var meinað að fara til Bandaríkjanna á sunnudag sökum þess að hann er fæddur í Íran. Meisam er íslenskur ríkisborgari og fékk ríkisborgararétt fyrir um fimm árum síðan. Þá segir bandaríska sendiráðið í skriflegu svari til RÚV að ákvörðuninni verði ekki breytt. Meisam fái ekki að ferðast til Bandaríkjanna jafnvel þótt hann eigi íslenskt vegabréf.Sjá: „Íslenskum ríkisborgara meinað að fara tilBandaríkjanna.“Þá hefur íslenska taekwondo sambandið sett sig í samband við taekwondosamband Evrópu til að aðhafast í málinu. Taekwondosamband Íslands, harmar þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að meina Meisam Rafiei, landsliðsmanni í taekwondo og fyrrum landsliðsþjálfara, inngöngu í Bandaríkin. Þetta segir í tilkynningu frá sambandinu. Haukur Skúlason, formaður Taekwondo sambandsins, segir tilskipun Bandaríkjaforseta geta haft alvarlegar afleiðingfar fyrir fjölda atvinnumanna í íþróttum. „Við höfum átt mjög gott samstarf við utanríkisráðuneytið og Bandaríska sendiráðið sem fóru strax í það að koma til botns í málið á sunnudag,“ segir Haukur. „Einnig sendi sambandið áskorun út til evrópska taekwondosambandsins og heimssambandsins til að láta til sín taka í þessu máli af því að þetta snertir marga keppendur út um allan heim,“ segir hann. Aðspurður hvort að það hefði komið til umræðu að liðið dragi sig úr keppni til að mótmæla tilskipuninni segir Haukur að keppendurnir séu ekki úti á forsendum sambandsins því hefði það ekki vald til að boða keppendur heim í mótmælaskyni. Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Bandarísku taekwondo samtökin hafa sett sig í samband við Bandarísku Ólympíunefndina og stjórnvöld í Bandaríkjunum vegna máls Meisam Rafiei sem ekki mátti ferðast til Bandaríkjanna vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um ferðabann frá tilteknum ríkjum Mið-Austurlanda og Afríku. Íþróttafréttaveitan ESPN greinir frá þessu. Steve McNally, framkvæmdastjóri markaðs- og samskiptamála hjá Bandarísku samtökunum staðfestir að Meisam hafi ekki komist til landsins þrátt fyrir að vera skráður á opna Bandaríska meistaramótið í taekwondo. Hann vonast til að málið leysist þannig að Meisam geti keppt á mótinu. Meisam var meinað að fara til Bandaríkjanna á sunnudag sökum þess að hann er fæddur í Íran. Meisam er íslenskur ríkisborgari og fékk ríkisborgararétt fyrir um fimm árum síðan. Þá segir bandaríska sendiráðið í skriflegu svari til RÚV að ákvörðuninni verði ekki breytt. Meisam fái ekki að ferðast til Bandaríkjanna jafnvel þótt hann eigi íslenskt vegabréf.Sjá: „Íslenskum ríkisborgara meinað að fara tilBandaríkjanna.“Þá hefur íslenska taekwondo sambandið sett sig í samband við taekwondosamband Evrópu til að aðhafast í málinu. Taekwondosamband Íslands, harmar þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að meina Meisam Rafiei, landsliðsmanni í taekwondo og fyrrum landsliðsþjálfara, inngöngu í Bandaríkin. Þetta segir í tilkynningu frá sambandinu. Haukur Skúlason, formaður Taekwondo sambandsins, segir tilskipun Bandaríkjaforseta geta haft alvarlegar afleiðingfar fyrir fjölda atvinnumanna í íþróttum. „Við höfum átt mjög gott samstarf við utanríkisráðuneytið og Bandaríska sendiráðið sem fóru strax í það að koma til botns í málið á sunnudag,“ segir Haukur. „Einnig sendi sambandið áskorun út til evrópska taekwondosambandsins og heimssambandsins til að láta til sín taka í þessu máli af því að þetta snertir marga keppendur út um allan heim,“ segir hann. Aðspurður hvort að það hefði komið til umræðu að liðið dragi sig úr keppni til að mótmæla tilskipuninni segir Haukur að keppendurnir séu ekki úti á forsendum sambandsins því hefði það ekki vald til að boða keppendur heim í mótmælaskyni.
Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira