„Það er stoppað úti um allt hvar og hvenær sem er“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2017 12:40 Runólfur Ólafsson segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Ótækt sé að alvarleg og/eða banaslys þurfi til þess að eitthvað sé að gert. skjáskot „Þetta er í öllum aðstæðum á öllum tímum árs og er greinilega alveg stjórnlaust,“ segir Unnar Már Sigurbjörnsson um myndband sem hann tók af fjölda ferðamanna stöðva bíla sína nánast hvar sem er á vegum landsins. Myndbandið hefur vakið mikla athygli enda skapar þetta stórhættu í umferðinni. Unnar tók myndskeiðið á einum sólarhring, dagana 28. og 29. janúar. „Ég var að keyra rútu á laugardagskvöldið og sótti svo björgunarsveitir upp á hálendið á sunnudaginn og var bara með myndavélina af rælni. Það var ótrúlegt magn af efni sem safnaðist yfir á innan við sólarhring og maður verður bara hugsi við að skoða þetta,“ segir hann. Aðspurður segir Unnar fólk stöðva bíla sína hvar sem er, hvenær sem er. „Þetta er misjafnt eftir árstímum. Ef það er júní þá er það lúpínan sem heillar, ef það er sumar þá er það hraunið, og svo eru það allir fossarnir undir Eyjafjöllum. Þá gildir einu hvaða spræna það er. Sama er með Lómagnúp , þar vekja allar sprænur athygli, alveg sama hversu ómerkilegar þær eru. Aðalvandinn er að það er stoppað út um allt og hvenær sem er.“Nauðsynlegt að grípa til aðgerða Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða strax. Bæði þurfi að koma upp útskotum sem og bílastæðum víðar. „Það er algjörlega nauðsynlegt að koma upp útskotum en það er búið að tala um það í áraraðir. Vegagerðin hefur í rauninni verið að væla í fjárveitingavaldinu um að fá aukið fjármagn til þess að búa til útskot til þess að fólk geti stoppað sérstaklega nálægt þekktum stöðum,“ sagði hann í Bítinu í morgun. Runólfur vísar til slyss sem varð á Suðurlandsvegi við Sólheimasand í september síðastliðnum. Þar hafði hópur ferðamanna lagt tveimur bílum við vegarkantinn til þess að mynda norðurljósin og hugðist ganga að frægu flugvélarflaki á Sólheimasandi. Einn úr hópnum varð fyrir bíl og lést. Runólfur segir ótækt að slíkan atburð þurfi til þess að gripið sé til aðgerða. „Við sáum þennan hræðilega atburð núna síðast á Sólheimasandi þegar það þurfti banaslys til þess að klára að gera smá bílastæði. Þannig að það er því miður allt of mikil brotalöm. Við heyrum það frá atvinnubílstjórum að að þeir séu löngu hættir að fara á eðlilegum hraða yfir blindhæðir því þeir eiga alltaf von á einhverjum hinum megin við sem er að taka mynd eða hefur stöðvað á miðjum vegi.“Fólk gerir þetta ekki í heimalöndum sínum Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, tekur undir orð Runólfs, og bætir við að mögulega þurfi að taka upp sektargreiðslur fyrir slík athæfi. Þá þyrfti líka að koma upp skiltum á þjóðvegum landsins. „Við áttuðum okkur á þessu vandamáli fyrir tveimur árum síðan. Ég skil ekki alveg af hverju þetta er því ekki er fólk almennt að gera þetta í sínum heimalöndum. Þú stoppar ekki á hraðbraut í Þýskalandi til þess að taka mynd af einhverju fallegu fjalli. En einhverra hluta vegna virðast þeir gera þetta hérna,“ segir Steingrímur og bendir á að bílaleigan hafi útbúið tímarit þar sem ferðamenn þar sem bent er á að ekki sé leyfilegt að stöðva á veginum eða vegarkanti. Viðtalið við Runólf og Steingrím má heyra hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
„Þetta er í öllum aðstæðum á öllum tímum árs og er greinilega alveg stjórnlaust,“ segir Unnar Már Sigurbjörnsson um myndband sem hann tók af fjölda ferðamanna stöðva bíla sína nánast hvar sem er á vegum landsins. Myndbandið hefur vakið mikla athygli enda skapar þetta stórhættu í umferðinni. Unnar tók myndskeiðið á einum sólarhring, dagana 28. og 29. janúar. „Ég var að keyra rútu á laugardagskvöldið og sótti svo björgunarsveitir upp á hálendið á sunnudaginn og var bara með myndavélina af rælni. Það var ótrúlegt magn af efni sem safnaðist yfir á innan við sólarhring og maður verður bara hugsi við að skoða þetta,“ segir hann. Aðspurður segir Unnar fólk stöðva bíla sína hvar sem er, hvenær sem er. „Þetta er misjafnt eftir árstímum. Ef það er júní þá er það lúpínan sem heillar, ef það er sumar þá er það hraunið, og svo eru það allir fossarnir undir Eyjafjöllum. Þá gildir einu hvaða spræna það er. Sama er með Lómagnúp , þar vekja allar sprænur athygli, alveg sama hversu ómerkilegar þær eru. Aðalvandinn er að það er stoppað út um allt og hvenær sem er.“Nauðsynlegt að grípa til aðgerða Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða strax. Bæði þurfi að koma upp útskotum sem og bílastæðum víðar. „Það er algjörlega nauðsynlegt að koma upp útskotum en það er búið að tala um það í áraraðir. Vegagerðin hefur í rauninni verið að væla í fjárveitingavaldinu um að fá aukið fjármagn til þess að búa til útskot til þess að fólk geti stoppað sérstaklega nálægt þekktum stöðum,“ sagði hann í Bítinu í morgun. Runólfur vísar til slyss sem varð á Suðurlandsvegi við Sólheimasand í september síðastliðnum. Þar hafði hópur ferðamanna lagt tveimur bílum við vegarkantinn til þess að mynda norðurljósin og hugðist ganga að frægu flugvélarflaki á Sólheimasandi. Einn úr hópnum varð fyrir bíl og lést. Runólfur segir ótækt að slíkan atburð þurfi til þess að gripið sé til aðgerða. „Við sáum þennan hræðilega atburð núna síðast á Sólheimasandi þegar það þurfti banaslys til þess að klára að gera smá bílastæði. Þannig að það er því miður allt of mikil brotalöm. Við heyrum það frá atvinnubílstjórum að að þeir séu löngu hættir að fara á eðlilegum hraða yfir blindhæðir því þeir eiga alltaf von á einhverjum hinum megin við sem er að taka mynd eða hefur stöðvað á miðjum vegi.“Fólk gerir þetta ekki í heimalöndum sínum Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, tekur undir orð Runólfs, og bætir við að mögulega þurfi að taka upp sektargreiðslur fyrir slík athæfi. Þá þyrfti líka að koma upp skiltum á þjóðvegum landsins. „Við áttuðum okkur á þessu vandamáli fyrir tveimur árum síðan. Ég skil ekki alveg af hverju þetta er því ekki er fólk almennt að gera þetta í sínum heimalöndum. Þú stoppar ekki á hraðbraut í Þýskalandi til þess að taka mynd af einhverju fallegu fjalli. En einhverra hluta vegna virðast þeir gera þetta hérna,“ segir Steingrímur og bendir á að bílaleigan hafi útbúið tímarit þar sem ferðamenn þar sem bent er á að ekki sé leyfilegt að stöðva á veginum eða vegarkanti. Viðtalið við Runólf og Steingrím má heyra hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira