Búist er við því að útlitið á bílnum komi að miklu leiti frá nýjum Kia Rio sem kynntur verður á næstunni af fjórðu kynslóð. Þó gæti ýmislegt erfst frá tilraunabílnum Provo Concept frá árinu 2013, en hann þótti skarta fögrum línum. Sami vélbúnaður verður í þessum nýja jeppling og finna verður í nýjum Kia Rio. Þriggja strokka og 1,0 lítra forþjöppudrifin bensínvél í 100 og 120 hestafla útgáfum, 76 og 89 hestafla 1,4 lítra dísilvélar verða líklega í boði og ef til fleiri vélarkostir.
Heimildir herma að þessi jepplingur Kia verði aðeins í boði með framhjóladrifi, en bæði sjálfskiptur og beinskiptur. Bíllinn verður kynntur almenningi á þessu ári og þá líklega á bílasýningunni í Frankfürt í september og á markað verður hann kominn á næsta ári.
