Argentínska fótboltagoðsögnin Diego Maradona segir að byrja að taka eiturlyf þegar hann var leikmaður Barcelona á níunda áratug síðustu aldar voru mestu mistök sem hann hefur gert á ævinni.
Maradona, sem er að margra mati besti fótboltamaður sögunnar, kom til Barcelona frá Boca Juniors árið 1982 og spilaði í tvö ár með Katalóníurisanum. Þar skoraði hann 22 mörk í 36 deildarleikjum.
Fíkniefnaneysla hans hófst á þessum árum hún var vandamál hjá Maradona allan ferilinn löngu eftir að hann var hættur að spila. Hann sigraðist á fíkninni árið 2004 og þakkar Guði fyrir að hjálpa sér að sigrast á djöflum sínum.
„Ég var 24 ára þegar ég byrjaði að neita eiturlyfja. Ég var þá leikmaður Barcelona. Það eru mestu mistök sem ég hef gert á ævinni,“ segir Maradona í viðtali við Canale 5. „Dóttir mín bað mig um að deyja ekki þegar ég var í dái. Ég þakka Guði fyrir að hlusta á hana og vekja mig.“
Fótboltaferill Maradona var litríkur eins og líf hans hefur verið en hann var spurður í viðtalinu hvort peningar, konur eða fíniefni hafi verið hans stærsta vandamál.
„Fíkniefni voru stærsta vandamálið því fíkniefni drepa. Ég er mjög heppinn að vera hér í þessu viðtali. Ef ég hefði haldið þessu áfram hefði ég dáið. Það er engin spurning,“ segir Diego Maradona.
