Stjörnurnar létu Donald Trump heyra það á SAG-verðlaunahátíðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2017 08:24 Leikarahópurinn úr Hidden Figures. vísir/epa Stjörnurnar sendu skýr skilaboð til Trump á SAG-verðlaunahátíðinni Stjörnurnar í Hollywood sendu skýr skilaboð til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á SAG-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í gærkvöldi. Á hátíðinni eru veitt verðlaun fyrir besta leikinn bæði í sjónvarpi og kvikmyndum á árinu sem leið. Óvænt í úrslit í gær féllu að nokkru leyti í skuggann af pólitískum yfirlýsingum verðlaunahafanna sem margir fordæmdu ferðabann sem Trump hefur sett á ríkisborgara frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta.Hidden Figures hreppti hnossið Leikarahópurinn úr myndinni Hidden Figures var valinn sá besti en fyrirfram höfðu flestir spáð því að leikararnir úr Moonlight myndu vinna. Verðlaunin þykja gefa góða vísbendingu um hvaða mynd er vís til að hreppa hnossið sem besta mynd ársins á Óskarsverðlaunum en ellefu sinnum síðustu 21 ár hefur sama mynd unnið fyrir leikarahópinn á SAG og svo verið valinn besta myndin á Óskarnum. Myndin La La Land sem hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár var ekki tilnefnd á SAG-hátíðinni en Hidden Figures keppir um bestu myndina á Óskarnum. Denzel Washington var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Fences og vann Casey Affleck sem margir höfðu spáð sigri en hann var tilnefndur fyrir hlutverk sitt í myndinni Manchester by the Sea. Þá fékk Emma Stone verðlaun fyrir hlutverk sitt í La La Land. En eins og áður segir voru það skilaboð stjarnanna til forseta Bandaríkjanna sem vöktu ef til vill meiri athygli en það hverjir fengu verðlaun. Ashton Kutcher opnaði hátíðina og bauð áhorfendur velkomna sem og alla þá sem væru staddir á flugvöllum og ættum heima í hans Ameríku.„Þið eruð partur af efninu sem við erum gerð úr. Við elskum ykkur og við bjóðum ykkur velkomin,“ sagði Kutcher. Leikkonan Julia Louis-Dreyfus hlaut fyrstu verðlaun kvöldsins sem besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í gamanþættinum Veep. „Faðir minn flúði trúarofsóknir í Frakklandi þegar það var undir stjórn nasista,“ sagði Louis-Dreyfus í ræðu sinni. „Ég er bandarískur föðurlandsvinur. Ég elska þetta land og af því að ég elska það þá hryllir mig við lýtum þess og þetta innflytjendabann er lýti og ekki í anda Bandaríkjanna,“ bætti hún við.Leikarinn Mahershala Ali, sem er múslimi, var einnig með skilaboð til Trump þegar hann tók við verðlaunum fyrir besta leik í aukahlutverki karla en hann leikur í myndinni Moonlight. Ali tók upp íslam fyrir 17 árum en myndin fjallar um ungan, svartan mann sem elst upp við fátækt í Miami á Flórída. „Það sem ég lærði af því að leika í Moonlight er hvað gerist þegar fólk er ofsótt. Það fer inn í sig. Ég var svo þakklátur fyrir að fá tækifæri til að leika Juan, þennan mann sem sér unga manninn fara inn í sig því hann er ofsóttur í samfélaginu, og segir við hann að hann skipti máli og það sé í lagi að vera eins og hann er. Ég vona að við gerum enn betur en það,“ sagði Ali og uppskar lófaklapp.Lista yfir vinningshafa kvöldsins má sjá hér að neðan:Besta leikkona í gamanþætti Uzo Aduba, Orange Is the New Black Jane Fonda, Grace and Frankie Ellie Kemper, Unbreakable Kimmy SchmidtSigurvegari: Julia Louis-Dreyfus, Veep Lily Tomlin, Grace and FrankieBesti leikari í gamanþætti Anthony Anderson, Black-ish Tituss Burgess, Unbreakable Kimmy Schmidt Ty Burrell, Modern FamilySigurvegari: William H Macy, Shameless Jeffrey Tambor, TransparentBesti leikarahópurinn í gamanþætti The Big Bang Theory Black-ish Modern FamilySigurvegari: Orange is the New Black VeepBesta leikkona í aukahlutverkiSigurvegari: Viola Davis, Fences Naomie Harris, Moonlight Nicole Kidman, Lion Octavia Spencer, Hidden Figures Michelle Williams, Manchester by the SeaBesti leikari í aukahlutverkiSigurvegari: Mahershala Ali, Moonlight Jeff Bridges, Hell or High Water Hugh Grant, Florence Foster Jenkins Lucas Hedges, Manchester by the Sea Dev Patel, LionBesta leikkona í sjónvarpsmynd/mini-seríu Bryce Dallas Howard, Black Mirror Felicity Huffman, American Crime Audra McDonald, Lady Day at Emerson’s Bar & GrillSigurvegari: Sarah Paulson, The People v OJ Simpson: American Crime Story Kerry Washington, ConfirmationBesti leikari í sjónvarpsmynd/mini-seríu Riz Ahmed, The Night Of Sterling K Brown, The People v OJ Simpson: American Crime StorySigurvegari: Bryan Cranston, All the Way John Turturro, The Night Of Courtney B Vance, The People v OJ Simpson: American Crime StoryBesti leikari í dramaþætti Sterling K Brown, This Is Us Peter Dinklage, Game of ThronesSigurvegari: John Lithgow, The Crown Rami Malek, Mr Robot Kevin Spacey, House of CardsBesta leikkona í dramaþætti Millie Bobby Brown, Stranger ThingsSigurvegari: Claire Foy, The Crown Thandie Newton, Westworld Winona Ryder, Stranger Things Robin Wright, House of CardsBesti leikarahópurinn í dramaþætti The Crown Downton Abbey Game of ThronesSigurvegari: Stranger Things WestworldBesta leikkonan Amy Adams, Arrival Emily Blunt, The Girl on the Train Natalie Portman, JackieSigurvegari: Emma Stone, La La Land Meryl Streep, Florence Foster JenkinsBest leikarinn Casey Affleck, Manchester by the Sea Andrew Garfield, Hacksaw Ridge Ryan Gosling, La La Land Viggo Mortensen, Captain FantasticSigurvegari: Denzel Washington, FencesBesti leikarahópurinn Captain Fantastic FencesSigurvegari: Hidden Figures Manchester by the Sea Moonlight Donald Trump Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Stjörnurnar sendu skýr skilaboð til Trump á SAG-verðlaunahátíðinni Stjörnurnar í Hollywood sendu skýr skilaboð til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á SAG-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í gærkvöldi. Á hátíðinni eru veitt verðlaun fyrir besta leikinn bæði í sjónvarpi og kvikmyndum á árinu sem leið. Óvænt í úrslit í gær féllu að nokkru leyti í skuggann af pólitískum yfirlýsingum verðlaunahafanna sem margir fordæmdu ferðabann sem Trump hefur sett á ríkisborgara frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta.Hidden Figures hreppti hnossið Leikarahópurinn úr myndinni Hidden Figures var valinn sá besti en fyrirfram höfðu flestir spáð því að leikararnir úr Moonlight myndu vinna. Verðlaunin þykja gefa góða vísbendingu um hvaða mynd er vís til að hreppa hnossið sem besta mynd ársins á Óskarsverðlaunum en ellefu sinnum síðustu 21 ár hefur sama mynd unnið fyrir leikarahópinn á SAG og svo verið valinn besta myndin á Óskarnum. Myndin La La Land sem hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár var ekki tilnefnd á SAG-hátíðinni en Hidden Figures keppir um bestu myndina á Óskarnum. Denzel Washington var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Fences og vann Casey Affleck sem margir höfðu spáð sigri en hann var tilnefndur fyrir hlutverk sitt í myndinni Manchester by the Sea. Þá fékk Emma Stone verðlaun fyrir hlutverk sitt í La La Land. En eins og áður segir voru það skilaboð stjarnanna til forseta Bandaríkjanna sem vöktu ef til vill meiri athygli en það hverjir fengu verðlaun. Ashton Kutcher opnaði hátíðina og bauð áhorfendur velkomna sem og alla þá sem væru staddir á flugvöllum og ættum heima í hans Ameríku.„Þið eruð partur af efninu sem við erum gerð úr. Við elskum ykkur og við bjóðum ykkur velkomin,“ sagði Kutcher. Leikkonan Julia Louis-Dreyfus hlaut fyrstu verðlaun kvöldsins sem besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í gamanþættinum Veep. „Faðir minn flúði trúarofsóknir í Frakklandi þegar það var undir stjórn nasista,“ sagði Louis-Dreyfus í ræðu sinni. „Ég er bandarískur föðurlandsvinur. Ég elska þetta land og af því að ég elska það þá hryllir mig við lýtum þess og þetta innflytjendabann er lýti og ekki í anda Bandaríkjanna,“ bætti hún við.Leikarinn Mahershala Ali, sem er múslimi, var einnig með skilaboð til Trump þegar hann tók við verðlaunum fyrir besta leik í aukahlutverki karla en hann leikur í myndinni Moonlight. Ali tók upp íslam fyrir 17 árum en myndin fjallar um ungan, svartan mann sem elst upp við fátækt í Miami á Flórída. „Það sem ég lærði af því að leika í Moonlight er hvað gerist þegar fólk er ofsótt. Það fer inn í sig. Ég var svo þakklátur fyrir að fá tækifæri til að leika Juan, þennan mann sem sér unga manninn fara inn í sig því hann er ofsóttur í samfélaginu, og segir við hann að hann skipti máli og það sé í lagi að vera eins og hann er. Ég vona að við gerum enn betur en það,“ sagði Ali og uppskar lófaklapp.Lista yfir vinningshafa kvöldsins má sjá hér að neðan:Besta leikkona í gamanþætti Uzo Aduba, Orange Is the New Black Jane Fonda, Grace and Frankie Ellie Kemper, Unbreakable Kimmy SchmidtSigurvegari: Julia Louis-Dreyfus, Veep Lily Tomlin, Grace and FrankieBesti leikari í gamanþætti Anthony Anderson, Black-ish Tituss Burgess, Unbreakable Kimmy Schmidt Ty Burrell, Modern FamilySigurvegari: William H Macy, Shameless Jeffrey Tambor, TransparentBesti leikarahópurinn í gamanþætti The Big Bang Theory Black-ish Modern FamilySigurvegari: Orange is the New Black VeepBesta leikkona í aukahlutverkiSigurvegari: Viola Davis, Fences Naomie Harris, Moonlight Nicole Kidman, Lion Octavia Spencer, Hidden Figures Michelle Williams, Manchester by the SeaBesti leikari í aukahlutverkiSigurvegari: Mahershala Ali, Moonlight Jeff Bridges, Hell or High Water Hugh Grant, Florence Foster Jenkins Lucas Hedges, Manchester by the Sea Dev Patel, LionBesta leikkona í sjónvarpsmynd/mini-seríu Bryce Dallas Howard, Black Mirror Felicity Huffman, American Crime Audra McDonald, Lady Day at Emerson’s Bar & GrillSigurvegari: Sarah Paulson, The People v OJ Simpson: American Crime Story Kerry Washington, ConfirmationBesti leikari í sjónvarpsmynd/mini-seríu Riz Ahmed, The Night Of Sterling K Brown, The People v OJ Simpson: American Crime StorySigurvegari: Bryan Cranston, All the Way John Turturro, The Night Of Courtney B Vance, The People v OJ Simpson: American Crime StoryBesti leikari í dramaþætti Sterling K Brown, This Is Us Peter Dinklage, Game of ThronesSigurvegari: John Lithgow, The Crown Rami Malek, Mr Robot Kevin Spacey, House of CardsBesta leikkona í dramaþætti Millie Bobby Brown, Stranger ThingsSigurvegari: Claire Foy, The Crown Thandie Newton, Westworld Winona Ryder, Stranger Things Robin Wright, House of CardsBesti leikarahópurinn í dramaþætti The Crown Downton Abbey Game of ThronesSigurvegari: Stranger Things WestworldBesta leikkonan Amy Adams, Arrival Emily Blunt, The Girl on the Train Natalie Portman, JackieSigurvegari: Emma Stone, La La Land Meryl Streep, Florence Foster JenkinsBest leikarinn Casey Affleck, Manchester by the Sea Andrew Garfield, Hacksaw Ridge Ryan Gosling, La La Land Viggo Mortensen, Captain FantasticSigurvegari: Denzel Washington, FencesBesti leikarahópurinn Captain Fantastic FencesSigurvegari: Hidden Figures Manchester by the Sea Moonlight
Donald Trump Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira