KR-ingar gáfu út veglegt blað fyrir bikarúrslitahelgina í körfuboltanum og þar má finna ýmislegt áhugavert.
Meðal annars er viðtal við landsliðsmanninn Kristófer Acox en hann er uppalinn KR-ingur en fór síðan utan til Furman-háskólans í Bandaríkjunum.
Hann er að klára námið þar næsta vor og framtíðarplönin eru óráðin.
„Ég ætla að æfa eins og vitleysingur í sumar og stefna á atvinnumennskuna. Mér finnst samt mjög líklegt að ég taki eitt tímabil heima áður en ég leita annað. Það væri draumur að fá að gera það með KR,“ segir Kristófer í viðtalinu við bikarblað KR.
Sjá má blaðið í heild sinni hér.
