„Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2017 12:30 Svona sjá arkitektar fyrir sér að hluti götumyndarinnar verði. Mynd/Basalt arkitektar, Efla verkræðistofa og Steinsholt ehf Gera má ráð fyrir að vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði muni taka stakkaskiptum gangi hugmyndir skipulagshönnuða eftir. Svæðið er sagt svipa mjög til Skeifunnar í Reykjavík í einni tillögu. Fyrirhugað er að vinna deiliskipulag á reit sem afmarkast af Fjarðarhrauni, Reykjavíkurvegi og Flatahrauni í Hafnarfirði og sjá má á korti hér fyrir neðan. Meginmarkmið hins nýja deiliskipulags er að þétta byggðina á svæðinu og breyta landnotkun svæðisins í blandaða byggð íbúða og atvinnustarfsemi. Svæðið sem um ræðir einkennist nú af verslunar- og iðnaðarrekstri. Hafnarfjarðarbær kallaði eftir hugmyndum fimm skipulagshönnuða um uppbyggingu reitsins og mun deiliskipulagsgerð koma til með að byggja á þessum hugmyndum. Ljóst er að svæðið mun taka miklum breytingum miðað við þær tillögur sem fyrir liggja.Vilja segja sögu svæðisinsÍ tillögu Basalt arkitekta, Eflu verkfræðistofu og Steinsholts ehf. er gert ráð fyrir að svæðið verði tengt við hina rótgrónu íbúðabyggð sem í næsta nágrenni við svæðið. Áhersla er lögð á að segja sögu svæðisins með því að endurnýta byggingarefni í almenningsrýmum ogendurvekja nærveru náƩ úrulegra bergmyndanna á svæðinu. Gert er ráð fyrir því að byggt á því sem fyrir er á svæðinu eins og kostur er. Þá er gert ráð fyrir því að gerður verði almenningsgarður, Hraunminni, sem renni í gegnum svæðið endilangt.Skoða má tillöguna hér.Svona sjá arkitektarnir fyrir sér að hverfið muni meðal annars líta út.Mynd/Basalt arkitektar, Efla verkræðistofa og Steinsholt ehfVilja hámarka þéttleika svæðisinsÍ tillögu Úti og Inni arkitekta, sem nefnist Vesturhraun, er gert ráð fyrir að skapaður verði þéttur og lífvænlegur bæjarhluta sem myndað geti nýjan og öflugan kjarna fyrir Hafnarfjarðarbæ. Gert er ráð fyrir því að fæstar þeirra bygginga sem nú standi á svæðinu standi áfram. Þá er reynt að hámarka þéttleikann á svæðinu og gerir tillagan ráð fyrir allt að 300 þúsund byggðum fermetrum. Reynt er að gera yfirbragð byggðarinnar verði þétt og aðlaðandi þar sem hæstu byggingar verði fjórar til fimm hæðir. Gert er ráð fyrir þrjú þúsund íbúðum á svæðinu samkvæmt tilögunni sem kalli á samfélagsþjónustu á borð við leikskóla og skóla innan hverfisins.Skoða má tillöguna hér.Tillaga að götumyndMynd/Úti og Inni arkitektarYfirlitsmynd yfir svæðið.Mynd/Úti og Inni arkitektarSkipta hverfinu í þrjá hluta Í tillögu KRADS arkitekta, sem nefnist Hraun vestur, segir að með endurnýjun byggðar á svæðinu skapist einstakt tækifæri tiluppbyggingar fjölbreytts borgarumhverfis og hverfið hafi alla burði til að verða að nýju miðsvæði í Hafnafirði. Lögð er áhersla á blöndun byggðamynsturs með góðu aðgengi að fjölbreyttum almenningssvæðum, grænum görðum og torgum. Áhersla er lögð á eflingu vistvænna ferðamáta með léttlest, hjólreiðastígum og vistgötum. Verslun, þjónusta og í sumum tilfellum vinnustaðir verða í göngufjarlægð fyrir allra íbúa borgarhlutans sem aftur stuðlar að vistvænna samgöngumynstri. Í tillögunni er skipulagsreitnum skipt í 3 hverfishluta; A, B og C. Allir einkennast þeir af fjölbreyttri blandaðri byggð, þar sem gamalt og nýtt mætist í blöndu íbúða, verslunnar og þjónustu í bland við léttan iðnað. Hver hverfishluti hefur þó sínar ólíku áherslur og einkenni.A: Miðborgarumhverfi með fjölbreyttum almenningsrýmum, borgartorgi, göngugötu, verslunarmiðstöð, bókasafni, kvikmyndahúsi, markaðstorgi og samgöngumiðstöð.B: Randbyggð með skjólgóðum inngörðum. Verslun, þjónusta og léttur iðnaður á jarðhæðum - íbúðir á efri hæðum.C: Turnatorg, höfuðstöðvar fyrirtækja, „lofts” í umbreyttu iðnaðarhúsnæði, hótel, þjónusta, ofl.Skoða má tillöguna hérTillaga að götumyndMynd/Krads arkitektarYfirlitsmynd.Vísir/KRADS arkitektarVilja almenningsgarð í miðju hverfisins Í tillögu Björns Ólafssonar arkitekts, Archus Arkitekta og Rýma Arkitekta, Hraunin í Hafnarfirði, er gert ráð fyrir að allar íbúðir sem reistar verði hafi eitt stæði í bílakjöllurum. Mótuð verði ný almenningsrými og í suðurhluta hverfisins verði grænn hraungarður. Í miðju hverfinu verði almenningsgarðurinn Miðgarður. Í húsunum í kringum Miðgarðinn komi kaffihús og gert er ráð fyrir að garðurinn dragi að sér mannlíf og þjónustu. Er það von og trú höfunda að í Hraunum megi rísa lifandi og aðlaðandi hverfi með blandaðri og eftirsóknarverðri byggð. Gert er ráð fyrir svokölluðum 3-4 hæða borgarhúsum. Gert er ráð fyrir rúmlega þúsund íbúðum í tillögunni.Skoða má tillöguna hér.Yfirlitsmynd yfir hverfiðMynd/Björn Ólafsson arkitekt, Archus Arkitektar og Rými Arkitektar,Séð inn í almenningsgarðinnMynd/jörns Ólafsson arkitekt, Archus Arkitekt og Rými ArkitektarTengja saman hverfið með grænum ás Í tillögu Teiknistofu arkitekta og Gylfa Guðjónssonar og félaga, Hraunin Hafnarfirði, er gert ráð fyrir um 600 nýjum íbúðum, fjölbreyttum húsagerðum og margvíslegum íbúðagerðum. Lögð er mikil áhersla á gróður og opin svæði á reitnum. Hjallahrauni verði ljáð borgaryfirbragð með götutrjám, samsíða bílastæðum í götu, hjólareinum og breiðum gangstéttum. Kjarninn í Hraununum verði grænn ás sem tengir saman norður- og suðurhluta hverfisins. Opnir húsagarðar og leikskólalóð tengjast garðsvæðinu með opnum stíg.Sjá má tillöguna hér Yfirlitsmynd yfir svæðið Mynd/Teiknistofa arkitektar og Gylfi Guðjónsson og félagar Yfirlitsmynd yfir svæðið Mynd/Teiknistofa arkitektar og Gylfi Guðjónsson og félagar Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Gera má ráð fyrir að vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði muni taka stakkaskiptum gangi hugmyndir skipulagshönnuða eftir. Svæðið er sagt svipa mjög til Skeifunnar í Reykjavík í einni tillögu. Fyrirhugað er að vinna deiliskipulag á reit sem afmarkast af Fjarðarhrauni, Reykjavíkurvegi og Flatahrauni í Hafnarfirði og sjá má á korti hér fyrir neðan. Meginmarkmið hins nýja deiliskipulags er að þétta byggðina á svæðinu og breyta landnotkun svæðisins í blandaða byggð íbúða og atvinnustarfsemi. Svæðið sem um ræðir einkennist nú af verslunar- og iðnaðarrekstri. Hafnarfjarðarbær kallaði eftir hugmyndum fimm skipulagshönnuða um uppbyggingu reitsins og mun deiliskipulagsgerð koma til með að byggja á þessum hugmyndum. Ljóst er að svæðið mun taka miklum breytingum miðað við þær tillögur sem fyrir liggja.Vilja segja sögu svæðisinsÍ tillögu Basalt arkitekta, Eflu verkfræðistofu og Steinsholts ehf. er gert ráð fyrir að svæðið verði tengt við hina rótgrónu íbúðabyggð sem í næsta nágrenni við svæðið. Áhersla er lögð á að segja sögu svæðisins með því að endurnýta byggingarefni í almenningsrýmum ogendurvekja nærveru náƩ úrulegra bergmyndanna á svæðinu. Gert er ráð fyrir því að byggt á því sem fyrir er á svæðinu eins og kostur er. Þá er gert ráð fyrir því að gerður verði almenningsgarður, Hraunminni, sem renni í gegnum svæðið endilangt.Skoða má tillöguna hér.Svona sjá arkitektarnir fyrir sér að hverfið muni meðal annars líta út.Mynd/Basalt arkitektar, Efla verkræðistofa og Steinsholt ehfVilja hámarka þéttleika svæðisinsÍ tillögu Úti og Inni arkitekta, sem nefnist Vesturhraun, er gert ráð fyrir að skapaður verði þéttur og lífvænlegur bæjarhluta sem myndað geti nýjan og öflugan kjarna fyrir Hafnarfjarðarbæ. Gert er ráð fyrir því að fæstar þeirra bygginga sem nú standi á svæðinu standi áfram. Þá er reynt að hámarka þéttleikann á svæðinu og gerir tillagan ráð fyrir allt að 300 þúsund byggðum fermetrum. Reynt er að gera yfirbragð byggðarinnar verði þétt og aðlaðandi þar sem hæstu byggingar verði fjórar til fimm hæðir. Gert er ráð fyrir þrjú þúsund íbúðum á svæðinu samkvæmt tilögunni sem kalli á samfélagsþjónustu á borð við leikskóla og skóla innan hverfisins.Skoða má tillöguna hér.Tillaga að götumyndMynd/Úti og Inni arkitektarYfirlitsmynd yfir svæðið.Mynd/Úti og Inni arkitektarSkipta hverfinu í þrjá hluta Í tillögu KRADS arkitekta, sem nefnist Hraun vestur, segir að með endurnýjun byggðar á svæðinu skapist einstakt tækifæri tiluppbyggingar fjölbreytts borgarumhverfis og hverfið hafi alla burði til að verða að nýju miðsvæði í Hafnafirði. Lögð er áhersla á blöndun byggðamynsturs með góðu aðgengi að fjölbreyttum almenningssvæðum, grænum görðum og torgum. Áhersla er lögð á eflingu vistvænna ferðamáta með léttlest, hjólreiðastígum og vistgötum. Verslun, þjónusta og í sumum tilfellum vinnustaðir verða í göngufjarlægð fyrir allra íbúa borgarhlutans sem aftur stuðlar að vistvænna samgöngumynstri. Í tillögunni er skipulagsreitnum skipt í 3 hverfishluta; A, B og C. Allir einkennast þeir af fjölbreyttri blandaðri byggð, þar sem gamalt og nýtt mætist í blöndu íbúða, verslunnar og þjónustu í bland við léttan iðnað. Hver hverfishluti hefur þó sínar ólíku áherslur og einkenni.A: Miðborgarumhverfi með fjölbreyttum almenningsrýmum, borgartorgi, göngugötu, verslunarmiðstöð, bókasafni, kvikmyndahúsi, markaðstorgi og samgöngumiðstöð.B: Randbyggð með skjólgóðum inngörðum. Verslun, þjónusta og léttur iðnaður á jarðhæðum - íbúðir á efri hæðum.C: Turnatorg, höfuðstöðvar fyrirtækja, „lofts” í umbreyttu iðnaðarhúsnæði, hótel, þjónusta, ofl.Skoða má tillöguna hérTillaga að götumyndMynd/Krads arkitektarYfirlitsmynd.Vísir/KRADS arkitektarVilja almenningsgarð í miðju hverfisins Í tillögu Björns Ólafssonar arkitekts, Archus Arkitekta og Rýma Arkitekta, Hraunin í Hafnarfirði, er gert ráð fyrir að allar íbúðir sem reistar verði hafi eitt stæði í bílakjöllurum. Mótuð verði ný almenningsrými og í suðurhluta hverfisins verði grænn hraungarður. Í miðju hverfinu verði almenningsgarðurinn Miðgarður. Í húsunum í kringum Miðgarðinn komi kaffihús og gert er ráð fyrir að garðurinn dragi að sér mannlíf og þjónustu. Er það von og trú höfunda að í Hraunum megi rísa lifandi og aðlaðandi hverfi með blandaðri og eftirsóknarverðri byggð. Gert er ráð fyrir svokölluðum 3-4 hæða borgarhúsum. Gert er ráð fyrir rúmlega þúsund íbúðum í tillögunni.Skoða má tillöguna hér.Yfirlitsmynd yfir hverfiðMynd/Björn Ólafsson arkitekt, Archus Arkitektar og Rými Arkitektar,Séð inn í almenningsgarðinnMynd/jörns Ólafsson arkitekt, Archus Arkitekt og Rými ArkitektarTengja saman hverfið með grænum ás Í tillögu Teiknistofu arkitekta og Gylfa Guðjónssonar og félaga, Hraunin Hafnarfirði, er gert ráð fyrir um 600 nýjum íbúðum, fjölbreyttum húsagerðum og margvíslegum íbúðagerðum. Lögð er mikil áhersla á gróður og opin svæði á reitnum. Hjallahrauni verði ljáð borgaryfirbragð með götutrjám, samsíða bílastæðum í götu, hjólareinum og breiðum gangstéttum. Kjarninn í Hraununum verði grænn ás sem tengir saman norður- og suðurhluta hverfisins. Opnir húsagarðar og leikskólalóð tengjast garðsvæðinu með opnum stíg.Sjá má tillöguna hér Yfirlitsmynd yfir svæðið Mynd/Teiknistofa arkitektar og Gylfi Guðjónsson og félagar Yfirlitsmynd yfir svæðið Mynd/Teiknistofa arkitektar og Gylfi Guðjónsson og félagar
Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira