Síðan, sem má sjá hér, er þó ekki tengd henni eins og hún bendir sjálf á. Þar er ýmis varningur seldur sem og þjálfunarforrit fyrir snjallsíma undir hennar nafni.
Hvetur hún alla sína rúmlega 100 þúsund fylgendur á Facebook að tilkynna svikahrappinn til stjórnenda Facebook í þeirri von um að síðan verði tekin niður.
Eftir að Ragnheiður Sara benti á þetta í gær hefur lýsingu hinnar síðunnar verið breytt í að hún sé aðdáendasíða. Gamlar færslur eru þó skrifaðar eins og þær komi frá henni sjálfri.
Hér fyrir neðan má sjá færslu frá Ragnheiði Söru þar sem hún segir frá svikasíðunni, sem er með rúma 35 þúsund fylgendur.