Kæri Lars Agnar Tómas Möller skrifar 8. febrúar 2017 07:30 Í grein sem þú skrifaðir í Markaðinn í Fréttablaðinu þann 25. janúar síðastliðinn fjallar þú um ástæður þess að ekki sé skynsamlegt að Seðlabanki Íslands slaki á peningalegu aðhaldi sínu, nema síður sé. Þar segir þú meðal annars:„Að mínu áliti eru peningamarkaðsskilyrði á Íslandi nú þegar of lausbeisluð og þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting á Seðlabankann að lækka stýrivexti er ekkert svigrúm til að losa um peningamálstefnuna ef Seðlabankanum er alvara með að tryggja 2,5% verðbólgumarkmið sitt til meðallangs tíma.“ Einnig hjó ég eftir því í grein þinni frá 26. desember síðastliðnum, að þú sagðir að meginástæða þess að ekki mætti slaka á hörðu aðhaldi Seðlabankans væri sú að þrátt fyrir mjög lága verðbólgu um þó nokkurt skeið, væru verðbólguvæntingar enn háar, eða:„Raunar eru verðbólguvæntingar til meðallangs tíma áfram hærri og ef við lítum lengra en 2-3 ár fram í tímann þá vænta fjármálamarkaðirnir þess að verðbólgan verði vel yfir verðbólgumarkmiðinu. En það virðist erfitt fyrir Seðlabankann að útskýra þetta fyrir þeim hópum sem krefjast stýrivaxtalækkunar.“ Nú er það svo að Seðlabankinn hefur fært okkur raunvaxtastig undanfarin þrjú ár sem er svo hátt að þess eru varla fordæmi meðal þjóða í svipaðri aðstöðu og við. Á sama tíma hafa verðbólguvæntingar aldrei verið jafn lágar og stöðugar í jafn langan tíma. Nánar tiltekið hafa verðbólguvæntingar fjármálamarkaðarins til næstu fimm ára verið mjög lágar og stöðugar undanfarin misseri eða rétt yfir 2% og umtalsvert lægri ef dregin er frá áhættuþóknun sem skuldabréfaeigendur vilja jafnan fá fyrir að halda á óverðtryggðum skuldabréfum í stað verðtryggðra (Seðlabankinn hefur sjálfur metið þá áhættuþóknun sem 0,5% á ári). Verðbólga er í dag 1,9% og -0,9% án húsnæðisliðar. Ólíkt þensluárunum fyrir hrun er hækkun húsnæðisverðs ekki drifin áfram af lánsfjárbólu heldur miklum framboðsskorti af húsnæði samhliða gríðarlegri aukningu ferðamanna sem þurrkar upp framboð af húsnæði í Reykjavík. Með öðrum orðum er undirliggjandi verðbólga undir frostmarki. Útlán til heimila og fyrirtækja halda áfram að dragast saman sem hlutfall af landsframleiðslu og hefur einkaneysla sjaldan ef nokkru sinni verið lægri, eða rúmlega 50% af landsframleiðslu, langt undir því sem þekkist í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem margir kalla „þenslu“ ætti frekar að kalla „velmegun“ vegna innreiðar nýrrar atvinnugreinar samhliða miklum viðskiptakjarabata og góðrar niðurstöðu í samningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Ákvörðun vaxta hefur líklega sjaldan verið jafn mikilvæg og nú þegar við siglum inn í jafnvægi sem við vitum í raun ekki hvar liggur vegna breyttrar samsetningar hagkerfisins. Þrátt fyrir mikla gengisstyrkingu á seinasta ári og ótrúlega forðasöfnun Seðlabankans, bendir flest til þess að viðskiptaafgangur muni ekki byrja að dragast saman í bráð þar sem þjónustuafgangur vex hraðar en vöruskiptahallinn og mikill vaxtamunur hefur ýtt undir gríðarlegt fjármagnsinnflæði, líkt og sést í tölum Seðlabankans á þriðja ársfjórðungi seinasta árs. Raunvaxtamunur við Evrópu er í dag um 5% og þarf að minnka en ekki aukast, á sama tíma og við afléttum gjaldeyrishöftum að fullu. Annars er hættan sú að nýtt jafnvægi krónunnar og hagkerfisins verði óstöðugt og brotni vegna ofriss krónunnar sökum of hárra vaxta. Blessunarlega virðist hluti peningastefnunefndar smám saman vera að átta sig á þessari þróun og vonandi mun hún ekki láta úrtölumenn hafa áhrif á sig horft fram á veginn.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem þú skrifaðir í Markaðinn í Fréttablaðinu þann 25. janúar síðastliðinn fjallar þú um ástæður þess að ekki sé skynsamlegt að Seðlabanki Íslands slaki á peningalegu aðhaldi sínu, nema síður sé. Þar segir þú meðal annars:„Að mínu áliti eru peningamarkaðsskilyrði á Íslandi nú þegar of lausbeisluð og þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting á Seðlabankann að lækka stýrivexti er ekkert svigrúm til að losa um peningamálstefnuna ef Seðlabankanum er alvara með að tryggja 2,5% verðbólgumarkmið sitt til meðallangs tíma.“ Einnig hjó ég eftir því í grein þinni frá 26. desember síðastliðnum, að þú sagðir að meginástæða þess að ekki mætti slaka á hörðu aðhaldi Seðlabankans væri sú að þrátt fyrir mjög lága verðbólgu um þó nokkurt skeið, væru verðbólguvæntingar enn háar, eða:„Raunar eru verðbólguvæntingar til meðallangs tíma áfram hærri og ef við lítum lengra en 2-3 ár fram í tímann þá vænta fjármálamarkaðirnir þess að verðbólgan verði vel yfir verðbólgumarkmiðinu. En það virðist erfitt fyrir Seðlabankann að útskýra þetta fyrir þeim hópum sem krefjast stýrivaxtalækkunar.“ Nú er það svo að Seðlabankinn hefur fært okkur raunvaxtastig undanfarin þrjú ár sem er svo hátt að þess eru varla fordæmi meðal þjóða í svipaðri aðstöðu og við. Á sama tíma hafa verðbólguvæntingar aldrei verið jafn lágar og stöðugar í jafn langan tíma. Nánar tiltekið hafa verðbólguvæntingar fjármálamarkaðarins til næstu fimm ára verið mjög lágar og stöðugar undanfarin misseri eða rétt yfir 2% og umtalsvert lægri ef dregin er frá áhættuþóknun sem skuldabréfaeigendur vilja jafnan fá fyrir að halda á óverðtryggðum skuldabréfum í stað verðtryggðra (Seðlabankinn hefur sjálfur metið þá áhættuþóknun sem 0,5% á ári). Verðbólga er í dag 1,9% og -0,9% án húsnæðisliðar. Ólíkt þensluárunum fyrir hrun er hækkun húsnæðisverðs ekki drifin áfram af lánsfjárbólu heldur miklum framboðsskorti af húsnæði samhliða gríðarlegri aukningu ferðamanna sem þurrkar upp framboð af húsnæði í Reykjavík. Með öðrum orðum er undirliggjandi verðbólga undir frostmarki. Útlán til heimila og fyrirtækja halda áfram að dragast saman sem hlutfall af landsframleiðslu og hefur einkaneysla sjaldan ef nokkru sinni verið lægri, eða rúmlega 50% af landsframleiðslu, langt undir því sem þekkist í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem margir kalla „þenslu“ ætti frekar að kalla „velmegun“ vegna innreiðar nýrrar atvinnugreinar samhliða miklum viðskiptakjarabata og góðrar niðurstöðu í samningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Ákvörðun vaxta hefur líklega sjaldan verið jafn mikilvæg og nú þegar við siglum inn í jafnvægi sem við vitum í raun ekki hvar liggur vegna breyttrar samsetningar hagkerfisins. Þrátt fyrir mikla gengisstyrkingu á seinasta ári og ótrúlega forðasöfnun Seðlabankans, bendir flest til þess að viðskiptaafgangur muni ekki byrja að dragast saman í bráð þar sem þjónustuafgangur vex hraðar en vöruskiptahallinn og mikill vaxtamunur hefur ýtt undir gríðarlegt fjármagnsinnflæði, líkt og sést í tölum Seðlabankans á þriðja ársfjórðungi seinasta árs. Raunvaxtamunur við Evrópu er í dag um 5% og þarf að minnka en ekki aukast, á sama tíma og við afléttum gjaldeyrishöftum að fullu. Annars er hættan sú að nýtt jafnvægi krónunnar og hagkerfisins verði óstöðugt og brotni vegna ofriss krónunnar sökum of hárra vaxta. Blessunarlega virðist hluti peningastefnunefndar smám saman vera að átta sig á þessari þróun og vonandi mun hún ekki láta úrtölumenn hafa áhrif á sig horft fram á veginn.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun