Körfubolti

Philadelphia tilbúið að skipta Okafor í burtu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Okafor var valinn í úrvalslið nýliða á síðasta tímabili.
Okafor var valinn í úrvalslið nýliða á síðasta tímabili. vísir/getty
Svo gæti farið að Philadelphia 76ers myndi skipta miðherjanum Jahlil Okafor til Chicago Bulls.

Philadelphia valdi Okafor með þriðja valrétti í nýliðavalinu 2015 eftir að hann hafði orðið háskólameistari með Duke.

Okafor var með 17,5 stig og 7,0 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili og var valinn í úrvalslið nýliða.

En eftir komu Joels Embiid hefur staða Okafors þrengst og það er því líklegt að hann fari frá félaginu.

Óvíst er þó hvort Chicago sé með réttu leikmennina til að láta skiptin ganga upp. Philadelphia ku ekki vilja reynslubolta Chicago, Taj Gibson, Rajon Rondo og Robin Lopez, og þá er liðið með fáa spennandi unga leikmenn.

Lokað verður fyrir leikmannaskipti í NBA-deildinni eftir þrjár vikur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×