Úkraínski landsliðsmaðurinn Roman Zozulya hraktist frá spænska B-deildarliðinu Rayo Vallecano aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann var lánaður til þess frá Real Betis.
Stuðningsmenn Rayo mættu á fyrstu æfingu Zozulya með liðinu, vopnaðir borða sem á stóð að þetta væri ekki staður fyrir nasista.
Í opnu bréfi til stuðningsmanna Rayo þvertekur Zozulya fyrir að vera nasisti eða hafa öfgafullar skoðanir.
„Því miður kom upp misskilningur vegna greinar blaðamanns sem veit lítið um ástandið í mínu heimalandi og minn feril,“ skrifaði Zozulya.
„Ég var í bol með merki Úkraínu við komuna til Sevilla. Þessi umræddi blaðamaður greindi frá því að ég væri í bol með merki uppreisnarmanna, sem er öðruvísi en merki Úkraínu.“
Að sögn Zozulya báðu forráðamenn Betis um að greinin yrði fjærlægð, sem var gert. Blaðið áttaði sig á mistökum sínum og baðst afsökunar. Skaðinn var þó skeður.
Stuðningsmenn Rayo, sem er margir hverjir vinstri sinnaðir, voru ekki sannfærðir og mættu á fyrstu, og einu, æfingu Zozulya og kröfðust þess að hann færi frá félaginu.
Þeim varð að ósk sinni. Zozulya er nú í þeirri leiðinlegu stöðu að geta ekki spilað meira í vetur. Reglur á Spáni kveða á um að leikmaður geti ekki spilað með fleiri en tveimur liðum á sama tímabili. Zozulya mun þó æfa með Betis fram á vor.
Entist aðeins eina æfingu eftir að hafa verið kallaður nasisti
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn


Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“
Íslenski boltinn



Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn
Fleiri fréttir
