Barcelona er með eins marks forskot eftir fyrri undanúrslitaleik sinn á móti Atlético Madrid í spænska Konungsbikarnum.
Barcelona vann 2-1 í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli Atlético Madrid.
Luis Suárez kom Barcelona í 1-0 á 7. mínútu eftir sendingu frá Javier Mascherano og Lionel Messi skoraði annað markið á 33. mínútu eftir stoðsendingu frá Króatanum Ivan Rakitic.
Frakkinn Antoine Griezmann náði að minnka munninn á 59. mínútu eftir sendingu frá Diego Godín.
Það var mikill hiti í mönnum á síðasta hálftímanum en þá fengu alls sex leikmenn liðanna gul spjöld og þar á meðal voru Lionel Messi og Neymnar.
Seinni leikurinn fer síðan fram á Nývangi eftir sex daga.
Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Celta Vigo og Alavés en fyrri leikur þeirra fer fram á morgun. Það var einmitt Celta Vigo liðið sem sló út Real Madrid í átta liða úrslitunum.
Barcelona hefur unnið spænska bikarinn undanfarin tvö tímabil og komist í úrslitaleikinn þrjú ár í röð. Atlético Madrid er að reyna að komast þangað i fyrsta sinn í fjögur ár eða síðan liðið vann Real Madrid í úrslitaleiknum 2013.
Messi og Suárez skoruðu báðir og Barcelona heim með sigur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti



Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1



Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti
Enski boltinn