Lalli verður aftur Lagerbäck Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Það var erfitt að sætta sig við það, að Lars Lagerbäck myndi hætta að þjálfa íslenska landsliðið í fótbolta eftir Evrópumótið síðasta sumar. Maður vissi samt að hann skildi eftir sig gott bú og var með eftirmann í Heimi Hallgrímssyni sem var búinn að þjálfa Ísland samhliða honum allan tímann. Það var bara erfitt að sjá á eftir gamla manninum þakka fyrir sig og rölta brosmildur út í sólarlagið eftir að ævintýramynd strákanna okkar lauk í París. Erfiðara var þó að sjá hann kynntan sem þjálfara Noregs í gær. Það er búið að vera svo gaman að hlæja að óförum norska landsliðsins undanfarin ár er liðið sökk dýpra og dýpra og er núna fyrir neðan Færeyjar á heimslistanum. Hláturinn lifir ekki lengur því að hann mun rífa Noreg í gang. Þetta er lið með sterka leikmenn í sterkum deildum sem eru bara ekki að ná saman á vellinum. Þarna þarf að laga taktíkina, vinnuframlagið, koma trú í hópinn og bæta umhverfið í kringum liðið. Hljómar þetta kunnuglega? Lars og Heimir bera ábyrgð á nokkrum af bestu stundum þjóðarinnar undanfarin ár. Stundum sem hafa sameinað okkur öll. Hans verður minnst með hlýjum hug um ókomna tíð þó maður spyrji sig af hverju hann hélt bara ekki áfram að þjálfa Ísland fyrst hann vildi ekkert hætta yfir höfuð. Ég og vinur minn Elvar Geir Magnússon endurskírðum Lars Lalla til að gera hann íslenskari og það festist við hann. Hann var áður kallaður Lasse sem er alltof sænskt. Þó mér þyki afskaplega vænt um Svíann og það sem hann gerði fyrir íslenskan fótbolta er hann nú orðinn þjálfari Noregs. Lalli er horfinn og Lagerbäck mættur aftur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun
Það var erfitt að sætta sig við það, að Lars Lagerbäck myndi hætta að þjálfa íslenska landsliðið í fótbolta eftir Evrópumótið síðasta sumar. Maður vissi samt að hann skildi eftir sig gott bú og var með eftirmann í Heimi Hallgrímssyni sem var búinn að þjálfa Ísland samhliða honum allan tímann. Það var bara erfitt að sjá á eftir gamla manninum þakka fyrir sig og rölta brosmildur út í sólarlagið eftir að ævintýramynd strákanna okkar lauk í París. Erfiðara var þó að sjá hann kynntan sem þjálfara Noregs í gær. Það er búið að vera svo gaman að hlæja að óförum norska landsliðsins undanfarin ár er liðið sökk dýpra og dýpra og er núna fyrir neðan Færeyjar á heimslistanum. Hláturinn lifir ekki lengur því að hann mun rífa Noreg í gang. Þetta er lið með sterka leikmenn í sterkum deildum sem eru bara ekki að ná saman á vellinum. Þarna þarf að laga taktíkina, vinnuframlagið, koma trú í hópinn og bæta umhverfið í kringum liðið. Hljómar þetta kunnuglega? Lars og Heimir bera ábyrgð á nokkrum af bestu stundum þjóðarinnar undanfarin ár. Stundum sem hafa sameinað okkur öll. Hans verður minnst með hlýjum hug um ókomna tíð þó maður spyrji sig af hverju hann hélt bara ekki áfram að þjálfa Ísland fyrst hann vildi ekkert hætta yfir höfuð. Ég og vinur minn Elvar Geir Magnússon endurskírðum Lars Lalla til að gera hann íslenskari og það festist við hann. Hann var áður kallaður Lasse sem er alltof sænskt. Þó mér þyki afskaplega vænt um Svíann og það sem hann gerði fyrir íslenskan fótbolta er hann nú orðinn þjálfari Noregs. Lalli er horfinn og Lagerbäck mættur aftur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun