Einkavæðingin og rúsínurnar í kökunni Ögmundur Jónasson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Fróðlegt er að fylgjast með bænakvaki úr Klíníkinni, einkarekna sjúkrahúsinu sem nú vill fá leyfi heilbrigðisráðherra til að seilast ofan í vasa okkar skattgreiðenda. Forsvarsmenn fyrirtækisins og eigendur segjast á einu máli um að ríkið eigi að borga að fullu fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi, þar með allan rekstrarkostnað þeirra fyrirtækis. Með þessum málflutningi á okkur væntanlega að skiljast að Klíníkin sé gríðarlega samfélagslega sinnuð.Ríkið framleiði ekki viðskiptavini En einmitt þarna stendur hnífurinn í kúnni. Ég myndi ekki telja mig vera í aðstöðu til að gagnrýna fyrirtæki sem eitt og óstutt vildi selja heilbrigðisþjónustu eins og hvern annan varning á markaði. Ég gæti haft á þessu skoðun en varla meira, það er að segja ef fyrirtækið væri raunverulegt markaðsfyrirtæki og héldi sig í einu og öllu við þau lögmál sem á markaðnum ríkja. Þá væri þetta mál kaupenda og seljenda þjónustu. Að vísu myndum við í þessu samhengi horfa til ábyrgðar ríkisins og hvort ríkið framleiddi viðskiptavini með því að veita ekki nauðsynlega þjónustu. Við svo búið myndum við gagnrýna ríkið en síður viðkomandi fyrirtæki. En flækjum ekki málið um of á þessu stigi. Raunverulegt markaðsfyrirtæki hlýtur að hafa aðra stöðu en fyrirtæki á borð við Klíníkina, sem ætlast til þess að vera að fullu á framfæri skattgreiðenda. Og þegar að er gáð eru flest fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu við þetta síðara heygarðshorn. Nær undantekningarlaust ætlast þau til þess að skattgreiðendur sjái þeim farborða. Það á líka við um lúxussjúkrahúsin sem alltaf annað veifið hafa verið áform um að setja á fót hér á landi. Þess vegna ber að hafa varann á í öllum leyfisveitingum þeim til handa. Þau hafa viljað margvíslegar ívilnanir og ætlast síðan til þess að almenna heilbrigðisþjónustan verði þeim bakhjarl og skjól ef í harðbakkann slær.Vilja fá það sem gefur í aðra hönd Sama á við um þau fyrirtæki sem nú sækja hart að komast á garðann. Þau vilja fjármögnun úr ríkissjóði, fá kökuna á borðið en fyrst og fremst til að tína úr henni rúsínurnar, það er að segja komast yfir það úr henni sem hafa má góðan arð af, hitt megi kerfið eiga. Vandinn er hins vegar sá að „kerfið“ veikist óhjákvæmilega við að taka frá því algengu verkefnin. Þessi verkefni, sem oftast eru uppistaða biðlistanna, ættu hins vegar að vera mikilvæg uppfylling milli sjaldgæfari eða erfiðari tilvika, sem krefjast þess að ákveðin geta og viðbúnaður sé til staðar. En þá kemur að hlut ríkisins. Forsenda þess að rekstur almannaþjónustunnar gangi upp þannig að um hana verði sátt, er að útrýma biðlistum með nægu fjárframlagi. Og þar hefur ríkið brugðist hrapallega, ekki bara nú heldur í langan tíma og með því móti gefið einkarekstrinum fyrir markið ef svo má að orði komast. Í framhaldinu verður mantran sú að stytta þurfi biðlistana með aðstoð einkareksturs. Verði sú leið farin má heilbrigðisráðherrann nýi vita tvennt. Í fyrsta lagi mun ríkið eftir sem áður sitja uppi með alla ábyrgð. Fari svo að illa gangi eftir aðgerðir á vettvangi arðseminnar, þá mun ekki standa á því að vísa vandanum til almannakerfisins. Í öðru lagi mun einkareksturinn með þessu móti smám saman taka yfir stefnumótandi vald í heilbrigðiskerfinu. Síðan má bæta hinu þriðja við. Þann þáttinn ætti nýr og eflaust vel meinandi heilbrigðisráðherra að hugleiða sérstaklega. Stjórnvöld munu fá þjóðina upp á móti sér ákveði þau að ganga erinda gróðaafla innan heilbrigðisþjónustunnar. Margoft hefur komið fram að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill ekki einkarekið heilbrigðiskerfi – og er þá enginn að tala um praxís einyrkjanna – heldur öfluga heilbrigðisþjónustu sem fjármögnuð er með skattfé og rekin á ábyrgð samfélagsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fróðlegt er að fylgjast með bænakvaki úr Klíníkinni, einkarekna sjúkrahúsinu sem nú vill fá leyfi heilbrigðisráðherra til að seilast ofan í vasa okkar skattgreiðenda. Forsvarsmenn fyrirtækisins og eigendur segjast á einu máli um að ríkið eigi að borga að fullu fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi, þar með allan rekstrarkostnað þeirra fyrirtækis. Með þessum málflutningi á okkur væntanlega að skiljast að Klíníkin sé gríðarlega samfélagslega sinnuð.Ríkið framleiði ekki viðskiptavini En einmitt þarna stendur hnífurinn í kúnni. Ég myndi ekki telja mig vera í aðstöðu til að gagnrýna fyrirtæki sem eitt og óstutt vildi selja heilbrigðisþjónustu eins og hvern annan varning á markaði. Ég gæti haft á þessu skoðun en varla meira, það er að segja ef fyrirtækið væri raunverulegt markaðsfyrirtæki og héldi sig í einu og öllu við þau lögmál sem á markaðnum ríkja. Þá væri þetta mál kaupenda og seljenda þjónustu. Að vísu myndum við í þessu samhengi horfa til ábyrgðar ríkisins og hvort ríkið framleiddi viðskiptavini með því að veita ekki nauðsynlega þjónustu. Við svo búið myndum við gagnrýna ríkið en síður viðkomandi fyrirtæki. En flækjum ekki málið um of á þessu stigi. Raunverulegt markaðsfyrirtæki hlýtur að hafa aðra stöðu en fyrirtæki á borð við Klíníkina, sem ætlast til þess að vera að fullu á framfæri skattgreiðenda. Og þegar að er gáð eru flest fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu við þetta síðara heygarðshorn. Nær undantekningarlaust ætlast þau til þess að skattgreiðendur sjái þeim farborða. Það á líka við um lúxussjúkrahúsin sem alltaf annað veifið hafa verið áform um að setja á fót hér á landi. Þess vegna ber að hafa varann á í öllum leyfisveitingum þeim til handa. Þau hafa viljað margvíslegar ívilnanir og ætlast síðan til þess að almenna heilbrigðisþjónustan verði þeim bakhjarl og skjól ef í harðbakkann slær.Vilja fá það sem gefur í aðra hönd Sama á við um þau fyrirtæki sem nú sækja hart að komast á garðann. Þau vilja fjármögnun úr ríkissjóði, fá kökuna á borðið en fyrst og fremst til að tína úr henni rúsínurnar, það er að segja komast yfir það úr henni sem hafa má góðan arð af, hitt megi kerfið eiga. Vandinn er hins vegar sá að „kerfið“ veikist óhjákvæmilega við að taka frá því algengu verkefnin. Þessi verkefni, sem oftast eru uppistaða biðlistanna, ættu hins vegar að vera mikilvæg uppfylling milli sjaldgæfari eða erfiðari tilvika, sem krefjast þess að ákveðin geta og viðbúnaður sé til staðar. En þá kemur að hlut ríkisins. Forsenda þess að rekstur almannaþjónustunnar gangi upp þannig að um hana verði sátt, er að útrýma biðlistum með nægu fjárframlagi. Og þar hefur ríkið brugðist hrapallega, ekki bara nú heldur í langan tíma og með því móti gefið einkarekstrinum fyrir markið ef svo má að orði komast. Í framhaldinu verður mantran sú að stytta þurfi biðlistana með aðstoð einkareksturs. Verði sú leið farin má heilbrigðisráðherrann nýi vita tvennt. Í fyrsta lagi mun ríkið eftir sem áður sitja uppi með alla ábyrgð. Fari svo að illa gangi eftir aðgerðir á vettvangi arðseminnar, þá mun ekki standa á því að vísa vandanum til almannakerfisins. Í öðru lagi mun einkareksturinn með þessu móti smám saman taka yfir stefnumótandi vald í heilbrigðiskerfinu. Síðan má bæta hinu þriðja við. Þann þáttinn ætti nýr og eflaust vel meinandi heilbrigðisráðherra að hugleiða sérstaklega. Stjórnvöld munu fá þjóðina upp á móti sér ákveði þau að ganga erinda gróðaafla innan heilbrigðisþjónustunnar. Margoft hefur komið fram að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill ekki einkarekið heilbrigðiskerfi – og er þá enginn að tala um praxís einyrkjanna – heldur öfluga heilbrigðisþjónustu sem fjármögnuð er með skattfé og rekin á ábyrgð samfélagsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun