Strákurinn Magnús Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Ógæfa, þú ert snör og frá á fæti.“ Þessi orð Williams Shakespeare úr Ríkarði öðrum koma því miður upp í hugann þegar horft er vestur um haf á fyrstu embættisverk Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Forsetatilskipanir Trumps til þessa hafa vægast sagt verið umdeildar og þykir mörgum sem verulega sé vegið að réttindum fólks, þá einkum minnihlutahópa, sem og jafnvel framtíð jarðar þegar horft er til loftslagsmála. Hver tilskipunin rekur aðra og Bandaríkin, land frelsis og tækifæra, virðast ætla að verða land frelsis og tækifæra sinna útvöldu. „Ógæfa, þú ert snör og frá á fæti.“ Á mánudagskvöldið fengum við Íslendingar svo aðeins smjörþefinn af þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í Bandaríkjum Trumps, þegar íslenskum ríkisborgara var meinað að ferðast til Bandaríkjanna vegna þess að hann er fæddur í Íran. Fæðingarstaðurinn einn og sér var nóg til þess að setja Íslendinginn Meisam Rafiei undir hatt hins mögulega hryðjuverkamanns og stimpla hann sem ógn við borgara eins voldugasta ríkis heims. Það er ójafn og ljótur leikur, jafnvel þótt eins sé komið fyrir fjölda annars fólks sem hefur það eitt unnið sér til saka að vera fætt í löndum sem forsetinn telur að Bandaríkjunum standi ógn af. Löndum sem virðast þó ekki síður vera valin út frá viðskiptahagsmunum. Meisam Rafiei er landsliðsmaður og fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska liðsins í taekwondo og Norðurlandameistari í íþróttinni á síðasta ári. Þá hefur hann efalítið verið einn af „strákunum okkar“ eins og íþróttahetjur eru alla jafna þegar vel gengur. En er Meisam Rafiei ekki örugglega strákurinn okkar í dag? Færi kannski betur á því að hann héti Ólafur eða Gylfi? Ætli þjóðin hafi ekki verið allt eins stolt af afrekum þessa unga manns sem var ekki einu sinni fæddur hér norður í Atlantshafi heldur valdi að deila með okkur kjörum? Því þurfa ráðamenn væntanlega að svara með viðbrögðum sínum og við hin þurfum líka að svara okkur sjálfum þessum spurningum. Svara því hversu mikla mismunun við sættum okkur við áður en við segjum stopp. Hingað og ekki lengra. Meisam er einn af okkur og við höfum alla tíð átt vingjarnlegt, friðsamlegt og gott samband við Bandaríkin sem höfðu hér meira að segja herstöð í áratugi. Íslenskir ráðamenn hafa þegar brugðist við útilokun Meisam að nokkru leyti en við hljótum að ætlast til þess að ríkisstjórnin sýni okkur að það sé staðið með ferðafrelsi þjóðarinnar þegar á reynir. Að aðgerðir sem þessar séu óásættanlegar og ógn við frelsi allra friðsamra einstaklinga, óháð þjóðerni, kynþætti, uppruna og trú og þær því fordæmdar opinberlega af ríkisstjórn Íslands með formlegum hætti. Hver gæti einmitt verið betur til þess fallinn að standa gegn slíku gerræði eins og birtist í tilskipun Bandaríkjaforseta en lítil, vinveitt og herlaus þjóð á borð við Íslendinga? Þjóð sem hefur fullt tækifæri til þess að vera nú snör og frá á fæti og standa með frelsi einstaklingsins og mannréttindum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Ógæfa, þú ert snör og frá á fæti.“ Þessi orð Williams Shakespeare úr Ríkarði öðrum koma því miður upp í hugann þegar horft er vestur um haf á fyrstu embættisverk Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Forsetatilskipanir Trumps til þessa hafa vægast sagt verið umdeildar og þykir mörgum sem verulega sé vegið að réttindum fólks, þá einkum minnihlutahópa, sem og jafnvel framtíð jarðar þegar horft er til loftslagsmála. Hver tilskipunin rekur aðra og Bandaríkin, land frelsis og tækifæra, virðast ætla að verða land frelsis og tækifæra sinna útvöldu. „Ógæfa, þú ert snör og frá á fæti.“ Á mánudagskvöldið fengum við Íslendingar svo aðeins smjörþefinn af þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í Bandaríkjum Trumps, þegar íslenskum ríkisborgara var meinað að ferðast til Bandaríkjanna vegna þess að hann er fæddur í Íran. Fæðingarstaðurinn einn og sér var nóg til þess að setja Íslendinginn Meisam Rafiei undir hatt hins mögulega hryðjuverkamanns og stimpla hann sem ógn við borgara eins voldugasta ríkis heims. Það er ójafn og ljótur leikur, jafnvel þótt eins sé komið fyrir fjölda annars fólks sem hefur það eitt unnið sér til saka að vera fætt í löndum sem forsetinn telur að Bandaríkjunum standi ógn af. Löndum sem virðast þó ekki síður vera valin út frá viðskiptahagsmunum. Meisam Rafiei er landsliðsmaður og fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska liðsins í taekwondo og Norðurlandameistari í íþróttinni á síðasta ári. Þá hefur hann efalítið verið einn af „strákunum okkar“ eins og íþróttahetjur eru alla jafna þegar vel gengur. En er Meisam Rafiei ekki örugglega strákurinn okkar í dag? Færi kannski betur á því að hann héti Ólafur eða Gylfi? Ætli þjóðin hafi ekki verið allt eins stolt af afrekum þessa unga manns sem var ekki einu sinni fæddur hér norður í Atlantshafi heldur valdi að deila með okkur kjörum? Því þurfa ráðamenn væntanlega að svara með viðbrögðum sínum og við hin þurfum líka að svara okkur sjálfum þessum spurningum. Svara því hversu mikla mismunun við sættum okkur við áður en við segjum stopp. Hingað og ekki lengra. Meisam er einn af okkur og við höfum alla tíð átt vingjarnlegt, friðsamlegt og gott samband við Bandaríkin sem höfðu hér meira að segja herstöð í áratugi. Íslenskir ráðamenn hafa þegar brugðist við útilokun Meisam að nokkru leyti en við hljótum að ætlast til þess að ríkisstjórnin sýni okkur að það sé staðið með ferðafrelsi þjóðarinnar þegar á reynir. Að aðgerðir sem þessar séu óásættanlegar og ógn við frelsi allra friðsamra einstaklinga, óháð þjóðerni, kynþætti, uppruna og trú og þær því fordæmdar opinberlega af ríkisstjórn Íslands með formlegum hætti. Hver gæti einmitt verið betur til þess fallinn að standa gegn slíku gerræði eins og birtist í tilskipun Bandaríkjaforseta en lítil, vinveitt og herlaus þjóð á borð við Íslendinga? Þjóð sem hefur fullt tækifæri til þess að vera nú snör og frá á fæti og standa með frelsi einstaklingsins og mannréttindum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. febrúar.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun