Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Wolfsburg þegar liðið vann öruggan 4-1 sigur á Sand í dag.
Með sigrinum minnkaði Wolfsburg forskot Potsdam á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar niður í eitt stig. Potsdam á þó leik til góða á Wolfsburg.
Sara var í byrjunarliði Wolfsburg í dag. Liðið var 2-0 yfir í hálfleik þökk sé mörkum Löru Dickenmann og Tessu Wullaert.
Sand skoraði sjálfsmark á 56. mínútu og sex mínútum síðar skoraði Sara fjórða mark Wolfsburg.
Þetta var hennar fyrsta mark fyrir liðið í þýsku deildinni en hún var áður búin að skora eitt mark í Meistaradeild Evrópu.
Sara búin að brjóta ísinn í þýsku deildinni
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn




Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn


Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn