Rangur þjóðarvilji? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 18. febrúar 2017 07:00 Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur stigið aftur fram á sjónarsviðið sem einn leiðtogi hreyfingar er hefur að markmiði að vinda ofan af ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu. Útgönguferli eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í sumar stendur yfir. Margt er óljóst enda hefur engin þjóð gengið úr Evrópusambandinu áður. Í raun er verið að finna upp hjólið, og það meðan farartækið er á fullri ferð. Theresa May forsætisráðherra hefur fengið samþykkt frumvarp í breska þinginu um að útgönguferlið hefjist með formlegum hætti. Hæstiréttur Bretlands hefur sömuleiðis úrskurðað að síðasta orðið skuli vera hjá þinginu um þann samning sem liggja mun fyrir um útgönguna. Nánast útilokað er að þingið muni hundsa þjóðarviljann sem birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þrátt fyrir að mikill meirihluti þingmanna í báðum stóru flokkunum teljist til stuðningsmanna áframhaldandi aðildar. Þeir telja sér einfaldlega ekki stætt á að ganga gegn vilja þjóðarinnar. Tony Blair hefur ekki útfært nákvæmlega hvernig hann telur að vinda eigi ofan af ákvörðuninni. Þar eru tvær leiðir færar: að þingið stöðvi útgönguferlið eða að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla. Sennilega er það einungis síðarnefnda leiðin sem er fær, nema alger straumhvörf yrðu í almenningsálitinu áður en lokasamningur um útgöngu kemur til kasta þingsins. Rök Blairs eru áhugaverð. Hann heldur því fram að logið hafi verið að þjóðinni í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og hún hafi gengið til kosninga á fölskum forsendum. Þar hefur hann nokkuð til síns máls. Stuðningsmenn útgöngu veigruðu sér ekki við að bera fram rangar upplýsingar um stöðu innflytjendamála, eða að leggja á borð rangar tölur um kostnaðinn sem hlytist af aðild Breta að ESB. Þeir fullyrtu að 350 milljónir punda myndu sparast vikulega, samsvarandi upphæð ætti að leggja til styrktar heilbrigðiskerfinu. Morguninn eftir sigurinn mikla viðurkenndu leiðtogar Brexit að þessi staðhæfing hefði verið úr lausu lofti gripin. Þeir sem börðust fyrir áframhaldandi aðild stigu hins vegar varlegar til jarðar. Megininntakið var upplýsingar um efnahagslegar afleiðingar útgöngu. Tölur á blaði virka einfaldlega ekki jafnvel og upphrópanir, jafnvel þótt rangar séu. Nýleg kosningasaga hér og þar um heiminn er til vitnis um það. Útspil Blairs er athyglisvert. Getur verið réttlætanlegt að hundsa þjóðarviljann? Skiptir máli að rangfærslur hafi orðið ofan á í kosningabaráttunni eða skiptir þátttakan kannski meira máli? Á Íslandi höfum við sambærileg dæmi, eins og þjóðaratkvæðagreiðsluna um nýja stjórnarskrá, sem síðar var virt að vettugi með óljósum skýringum. Kannski er bara ein leið fær, að Theresa May geri samning við Evrópusambandið, og leggi drögin í dóm þjóðarinnar? Hún mun forðast þá leið og tekst það líklega. Bretar halda þá áfram að staulast í myrkrinu, en óvíst er hversu löng göngin eru eða hvort ljós er yfirhöfuð við enda ganganna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur stigið aftur fram á sjónarsviðið sem einn leiðtogi hreyfingar er hefur að markmiði að vinda ofan af ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu. Útgönguferli eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í sumar stendur yfir. Margt er óljóst enda hefur engin þjóð gengið úr Evrópusambandinu áður. Í raun er verið að finna upp hjólið, og það meðan farartækið er á fullri ferð. Theresa May forsætisráðherra hefur fengið samþykkt frumvarp í breska þinginu um að útgönguferlið hefjist með formlegum hætti. Hæstiréttur Bretlands hefur sömuleiðis úrskurðað að síðasta orðið skuli vera hjá þinginu um þann samning sem liggja mun fyrir um útgönguna. Nánast útilokað er að þingið muni hundsa þjóðarviljann sem birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þrátt fyrir að mikill meirihluti þingmanna í báðum stóru flokkunum teljist til stuðningsmanna áframhaldandi aðildar. Þeir telja sér einfaldlega ekki stætt á að ganga gegn vilja þjóðarinnar. Tony Blair hefur ekki útfært nákvæmlega hvernig hann telur að vinda eigi ofan af ákvörðuninni. Þar eru tvær leiðir færar: að þingið stöðvi útgönguferlið eða að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla. Sennilega er það einungis síðarnefnda leiðin sem er fær, nema alger straumhvörf yrðu í almenningsálitinu áður en lokasamningur um útgöngu kemur til kasta þingsins. Rök Blairs eru áhugaverð. Hann heldur því fram að logið hafi verið að þjóðinni í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og hún hafi gengið til kosninga á fölskum forsendum. Þar hefur hann nokkuð til síns máls. Stuðningsmenn útgöngu veigruðu sér ekki við að bera fram rangar upplýsingar um stöðu innflytjendamála, eða að leggja á borð rangar tölur um kostnaðinn sem hlytist af aðild Breta að ESB. Þeir fullyrtu að 350 milljónir punda myndu sparast vikulega, samsvarandi upphæð ætti að leggja til styrktar heilbrigðiskerfinu. Morguninn eftir sigurinn mikla viðurkenndu leiðtogar Brexit að þessi staðhæfing hefði verið úr lausu lofti gripin. Þeir sem börðust fyrir áframhaldandi aðild stigu hins vegar varlegar til jarðar. Megininntakið var upplýsingar um efnahagslegar afleiðingar útgöngu. Tölur á blaði virka einfaldlega ekki jafnvel og upphrópanir, jafnvel þótt rangar séu. Nýleg kosningasaga hér og þar um heiminn er til vitnis um það. Útspil Blairs er athyglisvert. Getur verið réttlætanlegt að hundsa þjóðarviljann? Skiptir máli að rangfærslur hafi orðið ofan á í kosningabaráttunni eða skiptir þátttakan kannski meira máli? Á Íslandi höfum við sambærileg dæmi, eins og þjóðaratkvæðagreiðsluna um nýja stjórnarskrá, sem síðar var virt að vettugi með óljósum skýringum. Kannski er bara ein leið fær, að Theresa May geri samning við Evrópusambandið, og leggi drögin í dóm þjóðarinnar? Hún mun forðast þá leið og tekst það líklega. Bretar halda þá áfram að staulast í myrkrinu, en óvíst er hversu löng göngin eru eða hvort ljós er yfirhöfuð við enda ganganna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun