Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Tindastóll 59-104 | Snæfell fallið Arnór Óskarsson skrifar 16. febrúar 2017 22:15 Antonio Hester skoraði 43 stig. Vísir/Anton Snæfell féll í kvöld úr Domino's deild karla eftir stórtap fyrir Tindastóli, 59-104, á heimavelli. Eins og svo oft áður á þessu tímabili byrjuðu heimamenn í liði Snæfells afskaplega vel og sýndu strax í upphaf leiks mikla einbeitingu og baráttu í bæði varnar- og sóknarleik. Góðar og skilvirkar sóknir litu dagsins ljós beggja megin vallarins en eftir 10 mínútna leik var varla hægt að sjá þann mun er staða liðana í deildinni gaf til kynna. Góð byrjun heimamanna dugði þó skammt því Tindastóllsmenn skiptu í miðjum öðrum fjórðung um gír og juku pressuna töluvert með þeim afleiðingum að leikur Snæfells bókstaflega hrundi. Í kjölfar gat Snæfell ekki með neinu móti fundið lausnir á móti spræku en „vængbrotnu“ Tindastólsliði sem stjórnaði leiknum auðveldlega það sem eftir var. Sigur Tindastóls var aldrei í neinni raunverulegri hættu en Snæfell gat þó á köflum sýnt þá hæfileika sem leynast í þessu ungu og efnilegu liði en þeir geta komið sér vel í fyrstu deildinni að ári.Af hverju vann Tindastóll? Stólarnir voru mjög ákveðnir í varnarleiknum sínum í kvöld. Snæfell átti í miklum erfiðleikum með að fá flæði í sinn leik og má færa rök fyrir því að vörn Tindastóls hafi ekki einungis truflað ungu leikmenn Snæfells heldur beinlínis brotið sjálfstraust þeirra algjörlega. Tindastóll átti hinsvegar ekki í miklum erfiðleikum með varnarleik Snæfells og skoraði á tímabili að vild.Bestu menn vallarins: Í liði Tindastóls virtist Antonio Hester allt í öllu og óstöðvandi. Hann endaði með 43 stig og reif jafnframt niður 11 fráköstum. Skotnýting Hesters var til fyrirmyndar en hann skoraði alls úr 73% af þeim skotun er hann tók. Pétur Rúnar Birgisson var einnig öflugur í kvöld. Hann skilaði 20 stigum á rúmum 30. mínútum og var með 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Björgvin Hafþór Ríkharðsson var með 10 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Snæfell voru Andrée Michelsson með 16 stig og Árni Elmar Hrafnsson með 12 stig.Tölfræðin sem vakti athygli: Það sem vekur mesta athygli þegar litið er á tölfræði leiksins er munurinn á erlendum leikmönnum. Antonio Hester var allt í öllu á tímabili í leik Tindastóls og ber tölfræði hanns vitni um það. Christian Covile skilaði hinsvegar ekki miklu í kvöld en hann skoraði aðeins 5 stig, náði 1 frákasti og var með 2 stoðsendingar á þeim 23 mínútum sem hann var á vellinum. Ljóst er að Snæfell hefði þurft á meira framlagi að halda.Snæfell-Tindastóll 59-104 (23-25, 11-26, 14-28, 11-25)Snæfell: Andrée Fares Michelsson 16, Árni Elmar Hrafnsson 12/7 fráköst, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9, Viktor Marínó Alexandersson 8/4 fráköst, Christian David Covile 5, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Jón Páll Gunnarsson 2, Maciej Klimaszewski 2, Aron Ingi Hinriksson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 0/5 stoðsendingar.Tindastóll: Antonio Hester 43/11 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 20/6 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 10/8 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 9, Finnbogi Bjarnason 9, Helgi Rafn Viggósson 6, Hannes Ingi Másson 4, Elvar Ingi Hjartarson 2, Friðrik Þór Stefánsson 1.Martin: Þurfum að treysta á varnarleik okkar Israel Martin, þjálfari Tindastólls, var að vonum sáttur með að ná í tvö stig í kvöld. Hann taldi varnarleik liðsins vera lykilinn að sigrinum og lagði áheyrslu á að styrkleiki Tindastóls væri fyrst og fremst traustur og ákveðin varnarleikur. „Við spiluðum ákveðnir varnarlega séð en það er okkar leið. Ég verð að stöðva leikin ef leikmennirnir mínir fara að hvíla sig á vellinum því við getum ekki skapað allt út frá sóknarleik. Við vinnum á vörninni og við verðum að trúa á vörnina okkar,“ sagði Israel eftir leik. Aðspurður hvort það hafi verið áskorun að mæta Snæfell á útivelli sagði Israel alla leiki vera áskorun. Hann bætti við að Snæfell búi yfir góða unga leikmenn sem koma eflaust til með að láta til sín taka. „Allir leikir eru áskorun. Ég er viss um að Snæfell eigi eftir að vinna leiki. Þeir berjast og eiga nokkra hæfileikaríka unga leikmenn. Maður þarf að mæta einbeittur því ef maður gerir það ekki er það ávísun á vandamál.“ Israel var sáttur við leikgleði og kraft sinna manna í kvöld. „Krafturinn frá bekknum og krafturinn frá ungu strákunum var mikilvægur í kvöld. Það vantar fimm leikmenn í leikmannahópinn í dag og tveir þeirra eru byrjunarliðsmenn. En þegar okkur tekst að flytja leikgleðina á völlinn þá kemur þetta allt saman.“ Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Snæfell féll í kvöld úr Domino's deild karla eftir stórtap fyrir Tindastóli, 59-104, á heimavelli. Eins og svo oft áður á þessu tímabili byrjuðu heimamenn í liði Snæfells afskaplega vel og sýndu strax í upphaf leiks mikla einbeitingu og baráttu í bæði varnar- og sóknarleik. Góðar og skilvirkar sóknir litu dagsins ljós beggja megin vallarins en eftir 10 mínútna leik var varla hægt að sjá þann mun er staða liðana í deildinni gaf til kynna. Góð byrjun heimamanna dugði þó skammt því Tindastóllsmenn skiptu í miðjum öðrum fjórðung um gír og juku pressuna töluvert með þeim afleiðingum að leikur Snæfells bókstaflega hrundi. Í kjölfar gat Snæfell ekki með neinu móti fundið lausnir á móti spræku en „vængbrotnu“ Tindastólsliði sem stjórnaði leiknum auðveldlega það sem eftir var. Sigur Tindastóls var aldrei í neinni raunverulegri hættu en Snæfell gat þó á köflum sýnt þá hæfileika sem leynast í þessu ungu og efnilegu liði en þeir geta komið sér vel í fyrstu deildinni að ári.Af hverju vann Tindastóll? Stólarnir voru mjög ákveðnir í varnarleiknum sínum í kvöld. Snæfell átti í miklum erfiðleikum með að fá flæði í sinn leik og má færa rök fyrir því að vörn Tindastóls hafi ekki einungis truflað ungu leikmenn Snæfells heldur beinlínis brotið sjálfstraust þeirra algjörlega. Tindastóll átti hinsvegar ekki í miklum erfiðleikum með varnarleik Snæfells og skoraði á tímabili að vild.Bestu menn vallarins: Í liði Tindastóls virtist Antonio Hester allt í öllu og óstöðvandi. Hann endaði með 43 stig og reif jafnframt niður 11 fráköstum. Skotnýting Hesters var til fyrirmyndar en hann skoraði alls úr 73% af þeim skotun er hann tók. Pétur Rúnar Birgisson var einnig öflugur í kvöld. Hann skilaði 20 stigum á rúmum 30. mínútum og var með 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Björgvin Hafþór Ríkharðsson var með 10 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Snæfell voru Andrée Michelsson með 16 stig og Árni Elmar Hrafnsson með 12 stig.Tölfræðin sem vakti athygli: Það sem vekur mesta athygli þegar litið er á tölfræði leiksins er munurinn á erlendum leikmönnum. Antonio Hester var allt í öllu á tímabili í leik Tindastóls og ber tölfræði hanns vitni um það. Christian Covile skilaði hinsvegar ekki miklu í kvöld en hann skoraði aðeins 5 stig, náði 1 frákasti og var með 2 stoðsendingar á þeim 23 mínútum sem hann var á vellinum. Ljóst er að Snæfell hefði þurft á meira framlagi að halda.Snæfell-Tindastóll 59-104 (23-25, 11-26, 14-28, 11-25)Snæfell: Andrée Fares Michelsson 16, Árni Elmar Hrafnsson 12/7 fráköst, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9, Viktor Marínó Alexandersson 8/4 fráköst, Christian David Covile 5, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Jón Páll Gunnarsson 2, Maciej Klimaszewski 2, Aron Ingi Hinriksson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 0/5 stoðsendingar.Tindastóll: Antonio Hester 43/11 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 20/6 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 10/8 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 9, Finnbogi Bjarnason 9, Helgi Rafn Viggósson 6, Hannes Ingi Másson 4, Elvar Ingi Hjartarson 2, Friðrik Þór Stefánsson 1.Martin: Þurfum að treysta á varnarleik okkar Israel Martin, þjálfari Tindastólls, var að vonum sáttur með að ná í tvö stig í kvöld. Hann taldi varnarleik liðsins vera lykilinn að sigrinum og lagði áheyrslu á að styrkleiki Tindastóls væri fyrst og fremst traustur og ákveðin varnarleikur. „Við spiluðum ákveðnir varnarlega séð en það er okkar leið. Ég verð að stöðva leikin ef leikmennirnir mínir fara að hvíla sig á vellinum því við getum ekki skapað allt út frá sóknarleik. Við vinnum á vörninni og við verðum að trúa á vörnina okkar,“ sagði Israel eftir leik. Aðspurður hvort það hafi verið áskorun að mæta Snæfell á útivelli sagði Israel alla leiki vera áskorun. Hann bætti við að Snæfell búi yfir góða unga leikmenn sem koma eflaust til með að láta til sín taka. „Allir leikir eru áskorun. Ég er viss um að Snæfell eigi eftir að vinna leiki. Þeir berjast og eiga nokkra hæfileikaríka unga leikmenn. Maður þarf að mæta einbeittur því ef maður gerir það ekki er það ávísun á vandamál.“ Israel var sáttur við leikgleði og kraft sinna manna í kvöld. „Krafturinn frá bekknum og krafturinn frá ungu strákunum var mikilvægur í kvöld. Það vantar fimm leikmenn í leikmannahópinn í dag og tveir þeirra eru byrjunarliðsmenn. En þegar okkur tekst að flytja leikgleðina á völlinn þá kemur þetta allt saman.“
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira