Draymond Green líkir eiganda New York Knicks við þrælahaldara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2017 10:45 James Dolan og Draymond Green. Vísir/Samsett/Getty Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, er þekktur fyrir að láta allt flakka og nú hefur hann blandað sér af krafti inn í deilur Charles Oakley og eiganda New York Knicks, James Dolan. „Þegar ég græði á þér þá allt í góðu,“ byrjaði Draymond Green í hlaðvarpsþætti sínum "Dray Day" og hélt síðan áfram: „Ef þú ert að gera eitthvað á minn hlut eða að tala á móti mínu félagi þá er ekki allt í góðu lengur. Þetta er hugarfar þrælahaldara. Þessi maður hugsar eins og þrælahaldari. Þetta er fáránlegt,“ sagði Draymond Green. ESPN segir frá. Charles Oakley var fjarlægður með valdi út úr Madison Sqaure Garden í miðjum leik New York Knicks á dögunum og var síðan settur í bann. Deilur Oakley og James Dolan, eiganda New York Knicks, hafa staðið lengið yfir en nú sprakk allt í loft upp með ásökunum á báða bóga. Charles Oakley hefur aftur fengið leyfi til að koma í Madison Sqaure Garden en er enn mjög ósáttur því hann hefur ekki verið beðinn afsökunar. Hann átti frábæran feril með New York Knicks og er gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins. Draymond Green hefur tekið upp hanskann fyrir Charles Oakley eins og fleiri leikmenn í NBA-deildinni en það sem menn eru mest reiðir er að James Dolan gaf það út að Oakley ætti við drykkjuvandamál að stríða. Charles Oakley spilaði aldrei fyrir New York Knicks meðan James Dolan var eigandi félagsins en það fór ekki vel í nýja eigandann þegar hann gagnrýndi klúbbinn. Sú gagnrýni átti nú kannski rétt á sér enda hefur verið hálfgerður brandari að fylgjast með rekstri verðmætasta félagi NBA-deildarinnar undanfarin ár. Mörgum þykir Draymond Green samt vera kræfur að bjóða einum af eigendum félaganna í NBA upp í dans enda hafa þeir menn mikil völd. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig James Dolan svarar þessu harða skoti Draymond Green. NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, er þekktur fyrir að láta allt flakka og nú hefur hann blandað sér af krafti inn í deilur Charles Oakley og eiganda New York Knicks, James Dolan. „Þegar ég græði á þér þá allt í góðu,“ byrjaði Draymond Green í hlaðvarpsþætti sínum "Dray Day" og hélt síðan áfram: „Ef þú ert að gera eitthvað á minn hlut eða að tala á móti mínu félagi þá er ekki allt í góðu lengur. Þetta er hugarfar þrælahaldara. Þessi maður hugsar eins og þrælahaldari. Þetta er fáránlegt,“ sagði Draymond Green. ESPN segir frá. Charles Oakley var fjarlægður með valdi út úr Madison Sqaure Garden í miðjum leik New York Knicks á dögunum og var síðan settur í bann. Deilur Oakley og James Dolan, eiganda New York Knicks, hafa staðið lengið yfir en nú sprakk allt í loft upp með ásökunum á báða bóga. Charles Oakley hefur aftur fengið leyfi til að koma í Madison Sqaure Garden en er enn mjög ósáttur því hann hefur ekki verið beðinn afsökunar. Hann átti frábæran feril með New York Knicks og er gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins. Draymond Green hefur tekið upp hanskann fyrir Charles Oakley eins og fleiri leikmenn í NBA-deildinni en það sem menn eru mest reiðir er að James Dolan gaf það út að Oakley ætti við drykkjuvandamál að stríða. Charles Oakley spilaði aldrei fyrir New York Knicks meðan James Dolan var eigandi félagsins en það fór ekki vel í nýja eigandann þegar hann gagnrýndi klúbbinn. Sú gagnrýni átti nú kannski rétt á sér enda hefur verið hálfgerður brandari að fylgjast með rekstri verðmætasta félagi NBA-deildarinnar undanfarin ár. Mörgum þykir Draymond Green samt vera kræfur að bjóða einum af eigendum félaganna í NBA upp í dans enda hafa þeir menn mikil völd. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig James Dolan svarar þessu harða skoti Draymond Green.
NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira