Sérstakt að að slá yfir snák Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2017 06:00 Valdís Þóra hress og kát. mynd/LET-mótaröðin „Ég er merkilega hress. Ég svaf frekar mikið á ferðalaginu en ég var alveg orðin steikt þegar ég kom til London. Þá vissi ég varla hvar ég var eða hvað klukkan væri,“ segir Valdís Þóra létt en hún kom heim á þriðjudag eftir 36 klukkutíma ferðalag heim frá Ástralíu. Hún endaði í 51. sæti á mótinu og komst í gegnum niðurskurðinn á þessu fyrsta móti tímabilsins á næststerkustu mótaröð kvennagolfsins. „Ég var ánægð með spilamennskuna en kannski ekki 100 prósent ánægð með niðurstöðuna. Ég vildi standa mig aðeins betur. Ég er samt sátt því ég var loksins að komast á gras eftir að hafa bara æft á gervigrasi hér heima. Innandyra að slá í einhver net og svona,“ segir Valdís Þóra nokkuð sátt og veit að hún á meira inni.Skemmtilegt með körlunum Það var aftur niðurskurður eftir þrjá hringi sem er óvenjulegt. Það var gert þar sem karlamót fór fram á sama tíma á sama velli. „Það var svolítið skemmtilegt að hafa þetta svona blandað. Það var stór umgjörð um mótið og margir áhorfendur. Svo var líka sama verðlaunafé fyrir karla og konur sem var mjög skemmtilegt.“ Þó að Valdís Þóra hafi aldrei keppt í Ástralíu áður og þetta væri stór stund á ferli hennar var taugaspennan ekkert að þrúga hana. „Ég var voða róleg yfir þessu öllu saman. Það var bara spenna að byrja að keppa. Ég lenti reyndar í því að byrja eldsnemma á morgnana og sló því æfingabolta í myrkri sem ég veit ekkert hvort voru góðir eða slæmir. Ég þurfti að vakna klukkan fimm um nóttina og það er ekki mitt uppáhald enda varla til meiri B-manneskja en ég,“ segir kylfingurinn en það var heimilislegt hjá henni þar sem hún bjó heima hjá eldri hjónum sem eru meðlimir í golfklúbbnum þar sem mótið fór fram.Risasnákur á vellinum Aðstæður á golfvellinum voru ekki alveg eins og hún er vön á Akranesi. Í Ástralíu eru nefnilega snákar út um allt og líka á golfvöllunum. „Það var hellingur af snákum þarna. Þegar við komum á áttundu holu þá sé ég að stelpan sem á að slá á undan mér verður eitthvað skrítin. Svo segir hún: „Er þetta risasnákur þarna?“ og ég bara fraus. Það var sérstakur starfsmaður á vellinum sem sá um að fjarlægja snákana og það þurfti að hringja í hann. Þeir liggja víða. Bæði í grasinu sem og í sandgryfjunum,“ segir Valdís Þóra er hún rifjar upp þetta sérstaka atvik. „Snákurinn var í grasinu þegar hún sló og var kominn hálfa leið út á göngustíginn þegar ég sló. Þetta var svona snákur upp á einn og hálfan metra. Það var mjög sérstakt að hugsa að maður þurfti að slá yfir snákinn. Snákurinn hvarf svo í torfæru áður en hann náðist. Ég sendi því fólk á undan mér áður en ég fór þangað.“ Þessi magnaði kylfingur segir að um sé að ræða baneitraða snáka og ef einhver er bitinn af kvikindinu er sá hinn sami látinn 20 mínútum síðar ef ekkert er að gert. „Þó að manni sé bjargað þá geta afleiðingarnar samt orðið alvarlegar. Fólk getur lent í vandræðum með hjartað í sér og annað. Þetta virtist samt hjálpa mér því ég fékk fugl á holunni. Ég þarf greinilega að spila oftar með snákum,“ segir Valdís Þóra og hló dátt en dramatíkinni var ekki lokið þar. „Það var líka ógeðslegt að þurfa að fara á salernið á vellinum. Maður hefur heyrt að þeir geti farið ofan í klósettið og jafnvel verið undir setunni. Það var frekar erfitt.“Náði öllum markmiðum Tímann utan vallar náði okkar kona líka að nýta mjög vel. „Ég fór út með fjögur markmið. Að standa mig vel á mótinu, gefa kengúru, halda á kóalabirni og læra á brimbretti. Það gekk allt nema að halda á kóalabirni því það er bannað. Ég fékk þó að klappa honum.“ Það er svolítil bið í næsta mót hjá Valdísi sem verður ekki fyrr en í lok mars. Það mót fer fram í Frakklandi en hún mun æfa á Spáni í aðdragandanum. Það kostar sitt að vera atvinnukylfingur en hvernig gengur að fá styrktaraðila? „Forskot stendur mjög vel við bakið á mér en við erum að leita að fleiri styrktaraðilum. Þeir standa því miður ekki í röð til þess að hjálpa,“ segir Valdís Þóra kímin. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Ég er merkilega hress. Ég svaf frekar mikið á ferðalaginu en ég var alveg orðin steikt þegar ég kom til London. Þá vissi ég varla hvar ég var eða hvað klukkan væri,“ segir Valdís Þóra létt en hún kom heim á þriðjudag eftir 36 klukkutíma ferðalag heim frá Ástralíu. Hún endaði í 51. sæti á mótinu og komst í gegnum niðurskurðinn á þessu fyrsta móti tímabilsins á næststerkustu mótaröð kvennagolfsins. „Ég var ánægð með spilamennskuna en kannski ekki 100 prósent ánægð með niðurstöðuna. Ég vildi standa mig aðeins betur. Ég er samt sátt því ég var loksins að komast á gras eftir að hafa bara æft á gervigrasi hér heima. Innandyra að slá í einhver net og svona,“ segir Valdís Þóra nokkuð sátt og veit að hún á meira inni.Skemmtilegt með körlunum Það var aftur niðurskurður eftir þrjá hringi sem er óvenjulegt. Það var gert þar sem karlamót fór fram á sama tíma á sama velli. „Það var svolítið skemmtilegt að hafa þetta svona blandað. Það var stór umgjörð um mótið og margir áhorfendur. Svo var líka sama verðlaunafé fyrir karla og konur sem var mjög skemmtilegt.“ Þó að Valdís Þóra hafi aldrei keppt í Ástralíu áður og þetta væri stór stund á ferli hennar var taugaspennan ekkert að þrúga hana. „Ég var voða róleg yfir þessu öllu saman. Það var bara spenna að byrja að keppa. Ég lenti reyndar í því að byrja eldsnemma á morgnana og sló því æfingabolta í myrkri sem ég veit ekkert hvort voru góðir eða slæmir. Ég þurfti að vakna klukkan fimm um nóttina og það er ekki mitt uppáhald enda varla til meiri B-manneskja en ég,“ segir kylfingurinn en það var heimilislegt hjá henni þar sem hún bjó heima hjá eldri hjónum sem eru meðlimir í golfklúbbnum þar sem mótið fór fram.Risasnákur á vellinum Aðstæður á golfvellinum voru ekki alveg eins og hún er vön á Akranesi. Í Ástralíu eru nefnilega snákar út um allt og líka á golfvöllunum. „Það var hellingur af snákum þarna. Þegar við komum á áttundu holu þá sé ég að stelpan sem á að slá á undan mér verður eitthvað skrítin. Svo segir hún: „Er þetta risasnákur þarna?“ og ég bara fraus. Það var sérstakur starfsmaður á vellinum sem sá um að fjarlægja snákana og það þurfti að hringja í hann. Þeir liggja víða. Bæði í grasinu sem og í sandgryfjunum,“ segir Valdís Þóra er hún rifjar upp þetta sérstaka atvik. „Snákurinn var í grasinu þegar hún sló og var kominn hálfa leið út á göngustíginn þegar ég sló. Þetta var svona snákur upp á einn og hálfan metra. Það var mjög sérstakt að hugsa að maður þurfti að slá yfir snákinn. Snákurinn hvarf svo í torfæru áður en hann náðist. Ég sendi því fólk á undan mér áður en ég fór þangað.“ Þessi magnaði kylfingur segir að um sé að ræða baneitraða snáka og ef einhver er bitinn af kvikindinu er sá hinn sami látinn 20 mínútum síðar ef ekkert er að gert. „Þó að manni sé bjargað þá geta afleiðingarnar samt orðið alvarlegar. Fólk getur lent í vandræðum með hjartað í sér og annað. Þetta virtist samt hjálpa mér því ég fékk fugl á holunni. Ég þarf greinilega að spila oftar með snákum,“ segir Valdís Þóra og hló dátt en dramatíkinni var ekki lokið þar. „Það var líka ógeðslegt að þurfa að fara á salernið á vellinum. Maður hefur heyrt að þeir geti farið ofan í klósettið og jafnvel verið undir setunni. Það var frekar erfitt.“Náði öllum markmiðum Tímann utan vallar náði okkar kona líka að nýta mjög vel. „Ég fór út með fjögur markmið. Að standa mig vel á mótinu, gefa kengúru, halda á kóalabirni og læra á brimbretti. Það gekk allt nema að halda á kóalabirni því það er bannað. Ég fékk þó að klappa honum.“ Það er svolítil bið í næsta mót hjá Valdísi sem verður ekki fyrr en í lok mars. Það mót fer fram í Frakklandi en hún mun æfa á Spáni í aðdragandanum. Það kostar sitt að vera atvinnukylfingur en hvernig gengur að fá styrktaraðila? „Forskot stendur mjög vel við bakið á mér en við erum að leita að fleiri styrktaraðilum. Þeir standa því miður ekki í röð til þess að hjálpa,“ segir Valdís Þóra kímin.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti