Sakar Philipp Plein um hönnunarstuld Ritstjórn skrifar 15. febrúar 2017 10:00 Alexander Wang er ekki svona hoppandi kátur þessa dagana. Glamour/Getty Fatahönnuðurinn Alexander Wang vandar kollega sínum Philipp Plein ekki kveðjurnar á Instagram í myndabandi sem fór í loftið á samfélagsmiðlinum í gær. Þar sakar Wang Plein um að herma eftir sýningu sem hann gerði fyrir H&M árið 2014 í New York, en um er að ræða nýjustu sýningu Plein í Mílanó í síðasta mánuði. Wang setur inn myndband af sýningunum tveimur hlið við hlið og það er óhætt að fullyrða að sýningar tvær eru ansi líkar, bæði í uppsetningu og svo fatalínurnar sjálfar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Philipp Plein er sakaður um hönnunarstuld, en hönnuðurinn Hyein Seo vakti athygli á því í fyrra að Plein hefði hermt eftir loðkraga sem hún var með í sinni fatalínu árið á undan. Hönnunarstuldur eða ekki? Erfið spurning en Philipp Plein hefur ekki ennþá svarað ásökunum Wang. Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Balenciaga bauð upp á þykkbotna Crocs Glamour Falin perla í Listasafni Íslands við Tjörnina Glamour Taylor Swift í íslenskri hönnun í nýjasta myndbandinu sínu Glamour Glitrandi gleði í eftirpartýi Golden Globe Glamour 19 ára Kate Moss auglýsir nýjan ilm Calvin Klein Glamour Opnar sig um óléttuna og Bruce Jenner Glamour Konan, femínismi, jafnrétti kynjanna og listin að vera til Glamour Færri komust að en vildu í tískupartý 66 Norður í Kaupmannahöfn Glamour
Fatahönnuðurinn Alexander Wang vandar kollega sínum Philipp Plein ekki kveðjurnar á Instagram í myndabandi sem fór í loftið á samfélagsmiðlinum í gær. Þar sakar Wang Plein um að herma eftir sýningu sem hann gerði fyrir H&M árið 2014 í New York, en um er að ræða nýjustu sýningu Plein í Mílanó í síðasta mánuði. Wang setur inn myndband af sýningunum tveimur hlið við hlið og það er óhætt að fullyrða að sýningar tvær eru ansi líkar, bæði í uppsetningu og svo fatalínurnar sjálfar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Philipp Plein er sakaður um hönnunarstuld, en hönnuðurinn Hyein Seo vakti athygli á því í fyrra að Plein hefði hermt eftir loðkraga sem hún var með í sinni fatalínu árið á undan. Hönnunarstuldur eða ekki? Erfið spurning en Philipp Plein hefur ekki ennþá svarað ásökunum Wang.
Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Balenciaga bauð upp á þykkbotna Crocs Glamour Falin perla í Listasafni Íslands við Tjörnina Glamour Taylor Swift í íslenskri hönnun í nýjasta myndbandinu sínu Glamour Glitrandi gleði í eftirpartýi Golden Globe Glamour 19 ára Kate Moss auglýsir nýjan ilm Calvin Klein Glamour Opnar sig um óléttuna og Bruce Jenner Glamour Konan, femínismi, jafnrétti kynjanna og listin að vera til Glamour Færri komust að en vildu í tískupartý 66 Norður í Kaupmannahöfn Glamour