Messi fékk 2 í einkunn fyrir frammistöðuna í gær | Hvað kom fyrir þig, Leo? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2017 11:15 Lionel Messi. Vísir/Getty Barcelona fékk stóran skell á móti Paris Saint Germain í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær og leikmenn liðsins fá harða gagnrýni í spænsku blöðunum í dag. Lionel Messi, besti fótboltamaður heimsins að mati margra, fær enga sérmeðferð hjá blaðamönnum Sport sem hrauna yfir besta mann Barcelona-liðsins. Messi, sem var nánast ekki með í leiknum í gær, en hann er einn af fjórum leikmönnum Barcelona-liðsins, sem fá bara tvo í einkunn fyrir frammistöðu sína af tíu mögulegum. Auk Messi fá fyrirliðinn Andrés Iniesta, miðjumaðurinn Sergio Busquets og Portúgalinn André Gomes svo lága einkunn. Brasilíumaðurinn Neymar fékk hæstu einkunn eða sjö en markvörðurinn Marc-André ter Stegen fékk sex. „Hvað kom fyrir þig, Leo?,“ spyr blaðamaður Sport-blaðsins og bætir svo við: „Það er ekki eðlilegt að sjá Argentínumanninn týnda og hugmyndalausan inn á vellinum algjörlega haldið í skefjum af varnarmönnum mótherjanna. Þetta er einn af hans verstu leikjum í búningi Barcelona. Hann er nú 90 mínútum frá því að missa af öðrum Gullbolta,“ skrifaði blaðamaðurinn. „Við erum ekki lengur að tala um Meistaradeildina heldur hvort að hann hafi hreinlega áhuga á þessu lengur. Messi leit út fyrir að vera skugginn af sjálfum sér, hægari en vanalega og sífellt að tapa boltanum. Þetta var óhugnanleg mynd af hjálpleysi og uppgjöf,“ segir í palladómnum um Lionel Messi. Það er hægt að sjá alla einkunnagjöf Sport. es hér. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Barcelona fékk stóran skell á móti Paris Saint Germain í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær og leikmenn liðsins fá harða gagnrýni í spænsku blöðunum í dag. Lionel Messi, besti fótboltamaður heimsins að mati margra, fær enga sérmeðferð hjá blaðamönnum Sport sem hrauna yfir besta mann Barcelona-liðsins. Messi, sem var nánast ekki með í leiknum í gær, en hann er einn af fjórum leikmönnum Barcelona-liðsins, sem fá bara tvo í einkunn fyrir frammistöðu sína af tíu mögulegum. Auk Messi fá fyrirliðinn Andrés Iniesta, miðjumaðurinn Sergio Busquets og Portúgalinn André Gomes svo lága einkunn. Brasilíumaðurinn Neymar fékk hæstu einkunn eða sjö en markvörðurinn Marc-André ter Stegen fékk sex. „Hvað kom fyrir þig, Leo?,“ spyr blaðamaður Sport-blaðsins og bætir svo við: „Það er ekki eðlilegt að sjá Argentínumanninn týnda og hugmyndalausan inn á vellinum algjörlega haldið í skefjum af varnarmönnum mótherjanna. Þetta er einn af hans verstu leikjum í búningi Barcelona. Hann er nú 90 mínútum frá því að missa af öðrum Gullbolta,“ skrifaði blaðamaðurinn. „Við erum ekki lengur að tala um Meistaradeildina heldur hvort að hann hafi hreinlega áhuga á þessu lengur. Messi leit út fyrir að vera skugginn af sjálfum sér, hægari en vanalega og sífellt að tapa boltanum. Þetta var óhugnanleg mynd af hjálpleysi og uppgjöf,“ segir í palladómnum um Lionel Messi. Það er hægt að sjá alla einkunnagjöf Sport. es hér.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira