Trump ítrekar að að „rangt“ fólk fái ekki að koma til Bandaríkjanna Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2017 19:30 Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump forseta Bandaríkjanna sagði af sér í gærkvöldi, eftir að hafa logið til um samtal við sendiherra Rússlands í Washington áður en Trump tók við embætti. Í samtalinu ræddi hann meðal annars um að slaka á refsiaðgerðum Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Ólíklegt er að málið sé þar með úr sögunni og miklar líkur á að Bandaríkjaþing muni rannsaka hegðun þjóðaröryggisráðgjafans frekar. Það gengur mikið á innan ríkisstjórnar Donald Trump á fyrstu vikum hans í embætti. Þjóðarleiðtogar streyma á hans fund en í gær kom Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada í heimsókn til forsetans og í dag mætti Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels til Washington til að eiga fund með forsetanum á morgun. Það var eftir því tekið við komu Trudeau í Hvíta húsið í gær að hann lét Trump ekki komast upp með að toga til sín hönd hans þegar þeir heilsuðust, eins og Trump er tampt að gera. Trudeau greip þéttingsfast í með vinstri hönd í öxl forsetans og hélt fast á móti þegar þeir tókust í hendur. En áður en Tump var kosinn lét Trudeau ýmislegt flakka um hann og hugmyndir hans um að reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Á sameiginlegum fundi með fréttamönnum ítrekaði Trum stefnu sína varðandi landamæri Bandaríkjanna. „Á heimavígstöðvunum verðum við að setja upp landamæri. Við verðum að hleypa fólki sem elskar landið okkar inn og ég vil gera það. Við viljum hafa stórar, fallegar, opnar dyr og við viljum að fólk komi til landsins okkar, en við megum ekki hleypa röngu fólki inn og ég mun ekki leyfa að það gerist á meðan þessi stjórn situr við völd,“ sagði Trump. Justin Trudeau lýsti andstöðu sinni við hugmyndir Trumps um vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó á meðan á kosningabaráttunni um forsetaembættið stóð, en klæddi gagnrýni sína mildari klæðum á fréttamannafundinum með forsetanum. „Stundum hefur okkur greint á í viðhorfum okkar og það hefur alltaf átt sér stað af festu og virðingu. Það síðasta sem Kanadamenn ætlast til er að ég komi og lesi yfir öðrum þjóðum um hvernig þær kjósa að stjórna. Hlutverk mitt og ábyrgð er að halda áfram að stjórna á þann hátt sem endurspeglar viðhorf Kanadamanna og vera jákvætt fordæmi í heiminum,“ sagði Trudeau. En Trump á ekki bara í vandræðum með nágranna sína. Michael Flynn þjóðaröryggisráðgjafi forsetans neyddist til að segja af sér í gærkvöldi vegna símtals sem hann átti við sendiherra Rússlands í Washington áður en Trump tók við embætti. Í fyrstu þrætti Flynn fyrir símtalið og gaf síðan varaforsetanum rangar upplýsingar um efni símtalsins. En stórblöðin vestra birtu upplýsingar sem sanna að hann ræddi um að slaka á refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem Obama stjórnin setti eftir að upp komst um afskipti Rússa af kosningabaráttu Tump og Hillary Clinton. Í dag skipaði Trump svo Keith Kellogg fyrrverandi hershöfðingja til bráðabirgða í stöðu þjóðaröryggisráðgjafa. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump forseta Bandaríkjanna sagði af sér í gærkvöldi, eftir að hafa logið til um samtal við sendiherra Rússlands í Washington áður en Trump tók við embætti. Í samtalinu ræddi hann meðal annars um að slaka á refsiaðgerðum Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Ólíklegt er að málið sé þar með úr sögunni og miklar líkur á að Bandaríkjaþing muni rannsaka hegðun þjóðaröryggisráðgjafans frekar. Það gengur mikið á innan ríkisstjórnar Donald Trump á fyrstu vikum hans í embætti. Þjóðarleiðtogar streyma á hans fund en í gær kom Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada í heimsókn til forsetans og í dag mætti Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels til Washington til að eiga fund með forsetanum á morgun. Það var eftir því tekið við komu Trudeau í Hvíta húsið í gær að hann lét Trump ekki komast upp með að toga til sín hönd hans þegar þeir heilsuðust, eins og Trump er tampt að gera. Trudeau greip þéttingsfast í með vinstri hönd í öxl forsetans og hélt fast á móti þegar þeir tókust í hendur. En áður en Tump var kosinn lét Trudeau ýmislegt flakka um hann og hugmyndir hans um að reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Á sameiginlegum fundi með fréttamönnum ítrekaði Trum stefnu sína varðandi landamæri Bandaríkjanna. „Á heimavígstöðvunum verðum við að setja upp landamæri. Við verðum að hleypa fólki sem elskar landið okkar inn og ég vil gera það. Við viljum hafa stórar, fallegar, opnar dyr og við viljum að fólk komi til landsins okkar, en við megum ekki hleypa röngu fólki inn og ég mun ekki leyfa að það gerist á meðan þessi stjórn situr við völd,“ sagði Trump. Justin Trudeau lýsti andstöðu sinni við hugmyndir Trumps um vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó á meðan á kosningabaráttunni um forsetaembættið stóð, en klæddi gagnrýni sína mildari klæðum á fréttamannafundinum með forsetanum. „Stundum hefur okkur greint á í viðhorfum okkar og það hefur alltaf átt sér stað af festu og virðingu. Það síðasta sem Kanadamenn ætlast til er að ég komi og lesi yfir öðrum þjóðum um hvernig þær kjósa að stjórna. Hlutverk mitt og ábyrgð er að halda áfram að stjórna á þann hátt sem endurspeglar viðhorf Kanadamanna og vera jákvætt fordæmi í heiminum,“ sagði Trudeau. En Trump á ekki bara í vandræðum með nágranna sína. Michael Flynn þjóðaröryggisráðgjafi forsetans neyddist til að segja af sér í gærkvöldi vegna símtals sem hann átti við sendiherra Rússlands í Washington áður en Trump tók við embætti. Í fyrstu þrætti Flynn fyrir símtalið og gaf síðan varaforsetanum rangar upplýsingar um efni símtalsins. En stórblöðin vestra birtu upplýsingar sem sanna að hann ræddi um að slaka á refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem Obama stjórnin setti eftir að upp komst um afskipti Rússa af kosningabaráttu Tump og Hillary Clinton. Í dag skipaði Trump svo Keith Kellogg fyrrverandi hershöfðingja til bráðabirgða í stöðu þjóðaröryggisráðgjafa.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira