NBA: New York Knicks endaði mjög erfiða viku í MSG með sigri á Spurs | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2017 07:00 New York Knicks hefur verið mikið í fréttum í bandarískum fjölmiðlum að undanförum og ekki fyrir góða frammistöðu inn á vellinum. Sigur á San Antonio Spurs í nótt gaf mönnum þar á bæ loksins tækifæri til að brosa.Carmelo Anthony skoraði 25 stig í 94-90 sigri New York Knicks á San Antonio Spurs í Madison Square Garden. Anthony skoraði tvær mikilvægar körfur í lokin sem áttu mikinn þátt í því að liðinu tókst að landa sigri. Þetta var fimmti heimaleikur New York Knicks í röð og allir hinir fjórir höfðu tapast. Inn í það blandaðist að goðsögninni Charles Oakley var hent út úr Madison Square Garden í einum þeirra og seinna settur í bann sem og að forseti félagsins, Phil Jackson, hefur skotið grimmt á aðalstjörnuna, Carmelo Anthony, á opinberum vettvangi. Kawhi Leonard skoraði 36 stig fyrir San Antonio Spurs sem átti möguleika með sigri að tryggja sér að vera meira fleiri sigra en töp á tuttugasta tímabilinu í röð. Spurs fær nóg af tækifærum til að ná því í næstu leikjum en liðið hefur unnið 41 af 54 leikjum sínum.Tobias Harris kom með 24 stig inn af bekknum og Kentavious Caldwell-Pope bætti við 21 stigi þegar Detroit Pistons vann 102-101 útisigur á Toronto Raptors. Tobias Harris skoraði líka sigurkörfuna 13,2 sekúndum fyrir leikslok. Andre Drummond var með 10 stig og 18 fráköst fyrir Detroit en hjá Toronto skoraði DeMar DeRozan 26 stig og Jonas Valanciunas var með 17 stig og 9 fráköst. Þetta var tíunda tap Toronto-liðsins í síðustu fjórtán leikjum en eitt besta lið Austurdeildarinnar hefur gefið mikið eftir að undanförnu.Andrew Wiggins skoraði 27 stig þegar Minnesota Timberwolves vann öruggan 117-89 sigur á vængbrotnu liði Chicago Bulls. Karl-Anthony Towns bætti við 22 stigum fyrir Úlfanna og Ricky Rubio var með 17 stig, 11 stoðsendingar og 6 fráköst. Doug McDermott skoraði 16 stig fyrir Chicago sem lék án þeirra Jimmy Butler, Dwyane Wade, Nikola Mirotic og Paul Zipser.DeMarcus Cousins átti stórleik þegar Sacramento Kings vann 105-99 sigur á New Orleans Pelicans og fangaði um leið sínum þriðja sigri í röð. Cousins var með 28 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar. Darren Collison bætti við 20 stigum og 8 stoðsendingum fyrir Kings-liðið en hjá Pelíkönunum var Anthony Davis með 32 stig og 10 fráköst. New Orleans tapaði þarna í áttunda skiptið í síðustu tíu leikjum.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 105-99 Toronto Raptors - Detroit Pistons 101-102 Minnesota Timberwolves - Chicago Bulls 117-89 New York Knicks - San Antonio Spurs 94-90Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
New York Knicks hefur verið mikið í fréttum í bandarískum fjölmiðlum að undanförum og ekki fyrir góða frammistöðu inn á vellinum. Sigur á San Antonio Spurs í nótt gaf mönnum þar á bæ loksins tækifæri til að brosa.Carmelo Anthony skoraði 25 stig í 94-90 sigri New York Knicks á San Antonio Spurs í Madison Square Garden. Anthony skoraði tvær mikilvægar körfur í lokin sem áttu mikinn þátt í því að liðinu tókst að landa sigri. Þetta var fimmti heimaleikur New York Knicks í röð og allir hinir fjórir höfðu tapast. Inn í það blandaðist að goðsögninni Charles Oakley var hent út úr Madison Square Garden í einum þeirra og seinna settur í bann sem og að forseti félagsins, Phil Jackson, hefur skotið grimmt á aðalstjörnuna, Carmelo Anthony, á opinberum vettvangi. Kawhi Leonard skoraði 36 stig fyrir San Antonio Spurs sem átti möguleika með sigri að tryggja sér að vera meira fleiri sigra en töp á tuttugasta tímabilinu í röð. Spurs fær nóg af tækifærum til að ná því í næstu leikjum en liðið hefur unnið 41 af 54 leikjum sínum.Tobias Harris kom með 24 stig inn af bekknum og Kentavious Caldwell-Pope bætti við 21 stigi þegar Detroit Pistons vann 102-101 útisigur á Toronto Raptors. Tobias Harris skoraði líka sigurkörfuna 13,2 sekúndum fyrir leikslok. Andre Drummond var með 10 stig og 18 fráköst fyrir Detroit en hjá Toronto skoraði DeMar DeRozan 26 stig og Jonas Valanciunas var með 17 stig og 9 fráköst. Þetta var tíunda tap Toronto-liðsins í síðustu fjórtán leikjum en eitt besta lið Austurdeildarinnar hefur gefið mikið eftir að undanförnu.Andrew Wiggins skoraði 27 stig þegar Minnesota Timberwolves vann öruggan 117-89 sigur á vængbrotnu liði Chicago Bulls. Karl-Anthony Towns bætti við 22 stigum fyrir Úlfanna og Ricky Rubio var með 17 stig, 11 stoðsendingar og 6 fráköst. Doug McDermott skoraði 16 stig fyrir Chicago sem lék án þeirra Jimmy Butler, Dwyane Wade, Nikola Mirotic og Paul Zipser.DeMarcus Cousins átti stórleik þegar Sacramento Kings vann 105-99 sigur á New Orleans Pelicans og fangaði um leið sínum þriðja sigri í röð. Cousins var með 28 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar. Darren Collison bætti við 20 stigum og 8 stoðsendingum fyrir Kings-liðið en hjá Pelíkönunum var Anthony Davis með 32 stig og 10 fráköst. New Orleans tapaði þarna í áttunda skiptið í síðustu tíu leikjum.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 105-99 Toronto Raptors - Detroit Pistons 101-102 Minnesota Timberwolves - Chicago Bulls 117-89 New York Knicks - San Antonio Spurs 94-90Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum