FÍB gagnrýnir áform um vegatolla: „Gengur ekki upp í jafnræðissamfélagi“ Jóhann K. Jóhannsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 12. febrúar 2017 19:38 Félag Íslenskra bifreiðaeigenda mun beita sér gegn áformum stjórnvalda um vegatolla, líkt og félagið gerði þegar samskonar umræða átti sér stað árið 2010. Framkvæmdastjóri félagsins segir að stjórnvöld geti ekki tekið þjóðvegina af almenningi og krafist endurgreiðslu á þeim aftur. Hugmyndir Jóns Gunnarssonar, samgönguráðherra, um að setja upp vegtolla á völdum leiðum utan við höfuðborgarsvæðið eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2010 átti sér stað hávær umræða um vegtolla í þjóðfélaginu og þá mótmælti Félag Íslenskra bifreiðaeigenda kröftuglega að eignaupptaka á eigum almennings – það er þjóðvegunum - ætti að eiga sér stað. FÍB efndi í janúar 2011 til undirskriftasöfnunnar á heimsíðu sinni gegn þessum áformum og sagði félagið að viðbrögð almennings hafi verið sterk og skýr en undirskriftarsöfnunin stóð í viku og undir hana rituðu 41.500 atkvæðisbærra manna. Með því mótmætu þeir einkavæðingarhugmyndum í vegakerfinu. Frá því ný ríkisstjórn tók við völdum hefur samgönguráðherra unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku. Leiðirnar sem samgönguráðherra er að skoða er Vesturlandsvegur frá Reykjavík og upp í Borgarnes með tvöföldun þar sem við á, Suðurlandsvegur austan við Selfoss með nýrri ölfusbrú og vegur frá Reykjnesbraut frá Keflavík til Hafnarfjarðar.Sjá einnig: Vill fjármagna endurbætur á vegakerfinu með gjaldtöku á vegum Félag Íslenskra bifreiðaeigenda hefur ekki breytt afstöðu sinni og fordæma áformum um einkavæðingu vegakerfisins. „Við erum að benda á það að það er tekið af bílum og umferð í formi skatta, 70 milljarðar á ári og ef við verjum bara helmingnum af því fé til samgöngubóta um land allt, þá yrðu allir mjög ánægðir,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Runólfur segir að staðan sé þannig í dag að stjórnvöld eyði ekki nema 1% af landsframleiðslu til vegabóta, á sama tíma og álagið á vegakerfið hafi margfaldast með aukningu ferðamanna til landsins. „Það hefur verið aflað fjár, úr vasa skattgreiðenda, en einhverja hluta vegna hafa menn ákveðið að nota þessa fjármuni í annað og það er auðvitað fáheyrt ef það á að fara að taka vegina af þeim sem eiga vegina, það er að segja almenningi og krefja þá um endurgreiðslu á þeim aftur,“ segir Runólfur, sem tekur fram að það sé í lagi að skoða breytingar á skattaumhverfinu. „Við munum sjá það gerast á næstu árum, til dæmis með auknum fjölda rafbíla, að það þarf að gera ákveðnar breytingar en svona ráðslag þar sem einn hluti landsmanna á að greiða vegina tvöfalt á meðan aðrir eiga ekki að gera það, bara gengur ekki upp í jafnræðissamfélagi.“ Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Sjá meira
Félag Íslenskra bifreiðaeigenda mun beita sér gegn áformum stjórnvalda um vegatolla, líkt og félagið gerði þegar samskonar umræða átti sér stað árið 2010. Framkvæmdastjóri félagsins segir að stjórnvöld geti ekki tekið þjóðvegina af almenningi og krafist endurgreiðslu á þeim aftur. Hugmyndir Jóns Gunnarssonar, samgönguráðherra, um að setja upp vegtolla á völdum leiðum utan við höfuðborgarsvæðið eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2010 átti sér stað hávær umræða um vegtolla í þjóðfélaginu og þá mótmælti Félag Íslenskra bifreiðaeigenda kröftuglega að eignaupptaka á eigum almennings – það er þjóðvegunum - ætti að eiga sér stað. FÍB efndi í janúar 2011 til undirskriftasöfnunnar á heimsíðu sinni gegn þessum áformum og sagði félagið að viðbrögð almennings hafi verið sterk og skýr en undirskriftarsöfnunin stóð í viku og undir hana rituðu 41.500 atkvæðisbærra manna. Með því mótmætu þeir einkavæðingarhugmyndum í vegakerfinu. Frá því ný ríkisstjórn tók við völdum hefur samgönguráðherra unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku. Leiðirnar sem samgönguráðherra er að skoða er Vesturlandsvegur frá Reykjavík og upp í Borgarnes með tvöföldun þar sem við á, Suðurlandsvegur austan við Selfoss með nýrri ölfusbrú og vegur frá Reykjnesbraut frá Keflavík til Hafnarfjarðar.Sjá einnig: Vill fjármagna endurbætur á vegakerfinu með gjaldtöku á vegum Félag Íslenskra bifreiðaeigenda hefur ekki breytt afstöðu sinni og fordæma áformum um einkavæðingu vegakerfisins. „Við erum að benda á það að það er tekið af bílum og umferð í formi skatta, 70 milljarðar á ári og ef við verjum bara helmingnum af því fé til samgöngubóta um land allt, þá yrðu allir mjög ánægðir,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Runólfur segir að staðan sé þannig í dag að stjórnvöld eyði ekki nema 1% af landsframleiðslu til vegabóta, á sama tíma og álagið á vegakerfið hafi margfaldast með aukningu ferðamanna til landsins. „Það hefur verið aflað fjár, úr vasa skattgreiðenda, en einhverja hluta vegna hafa menn ákveðið að nota þessa fjármuni í annað og það er auðvitað fáheyrt ef það á að fara að taka vegina af þeim sem eiga vegina, það er að segja almenningi og krefja þá um endurgreiðslu á þeim aftur,“ segir Runólfur, sem tekur fram að það sé í lagi að skoða breytingar á skattaumhverfinu. „Við munum sjá það gerast á næstu árum, til dæmis með auknum fjölda rafbíla, að það þarf að gera ákveðnar breytingar en svona ráðslag þar sem einn hluti landsmanna á að greiða vegina tvöfalt á meðan aðrir eiga ekki að gera það, bara gengur ekki upp í jafnræðissamfélagi.“
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Sjá meira